Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga.

Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagur er þriðji dagur vikunnar og fimmtudagur sá fimmti. Þessi dagaheiti hafa þó ekki alltaf verið notuð hér á landi. Fram til 12. aldar voru heiti sumra vikudaganna önnur en nú er. Miðvikudagurinn hét þá til að mynda óðinsdagur, þriðjudagur var týsdagur og fimmtudagur var þórsdagur. Um fornu dagaheitin má lesa meira í svari EMB við spurningunni Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Áður en rómverskt tímatal barst til Íslands hófust vikur sumar á fimmtudegi og vikur vetrar á laugardegi. Enn er haldið upp á sumardaginn fyrsta á fimmtudegi og fyrsti vetrardagur er á laugardegi.

Nafnabreytingin var viðleitni kristninnar til að láta hin fornu guðanöfn víkja og um leið festist sunnudagur í sessi sem upphaf vikunnar. Það var Jón biskup Ögmundsson sem stóð fyrir nafnabreytingunni snemma á 12. öld. Í svonefndu misseristali, sem er forníslenskt tímatal, hófust vikur sumars hins vegar á fimmtudagi en vikur vetrar á laugardegi. Enn í dag höldum við í þessar hefðir, til að mynda er fyrsti vetrardagur alltaf á laugardegi og sumardagurinn fyrsti á fimmtudegi.

Nú á dögum er hins vegar réttast að líta á mánudaginn sem fyrsta dag vikunnar. Hann markar upphaf svonefndar vinnuviku eða viðskiptaviku sem er skilgreind í alþjóðlegum staðli sem flestar þjóðir og alþjóðastofnanir viðurkenna. Staðallinn heitir ISO 8601 og hér er hægt að skoða yfirlit yfir hann á ensku. Samkvæmt honum hefst vikan á mánudegi og lýkur á sunnudegi.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.11.2011

Síðast uppfært

13.1.2021

Spyrjandi

Elísa Elíasdóttir, f. 1993, Ellen Margrét Bæhrenz, f. 1993, Andri Bjarnason, f. 1996, Hrafn Daði Harðarson, Kristjana Atladóttir, Jóhann P. Kulp

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2011, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60569.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2011, 17. nóvember). Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60569

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2011. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?
Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga.

Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagur er þriðji dagur vikunnar og fimmtudagur sá fimmti. Þessi dagaheiti hafa þó ekki alltaf verið notuð hér á landi. Fram til 12. aldar voru heiti sumra vikudaganna önnur en nú er. Miðvikudagurinn hét þá til að mynda óðinsdagur, þriðjudagur var týsdagur og fimmtudagur var þórsdagur. Um fornu dagaheitin má lesa meira í svari EMB við spurningunni Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Áður en rómverskt tímatal barst til Íslands hófust vikur sumar á fimmtudegi og vikur vetrar á laugardegi. Enn er haldið upp á sumardaginn fyrsta á fimmtudegi og fyrsti vetrardagur er á laugardegi.

Nafnabreytingin var viðleitni kristninnar til að láta hin fornu guðanöfn víkja og um leið festist sunnudagur í sessi sem upphaf vikunnar. Það var Jón biskup Ögmundsson sem stóð fyrir nafnabreytingunni snemma á 12. öld. Í svonefndu misseristali, sem er forníslenskt tímatal, hófust vikur sumars hins vegar á fimmtudagi en vikur vetrar á laugardegi. Enn í dag höldum við í þessar hefðir, til að mynda er fyrsti vetrardagur alltaf á laugardegi og sumardagurinn fyrsti á fimmtudegi.

Nú á dögum er hins vegar réttast að líta á mánudaginn sem fyrsta dag vikunnar. Hann markar upphaf svonefndar vinnuviku eða viðskiptaviku sem er skilgreind í alþjóðlegum staðli sem flestar þjóðir og alþjóðastofnanir viðurkenna. Staðallinn heitir ISO 8601 og hér er hægt að skoða yfirlit yfir hann á ensku. Samkvæmt honum hefst vikan á mánudegi og lýkur á sunnudegi.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd: