Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?

JGÞ

Það sem kallast corpus callosum á fræðimáli eru hvelatengsl á íslensku.

Þverskurðarmynd af heila í manni sem sýnir staðsetningu corpus callosum eða hvelatengsla.

Í heilanum á okkur eru tveir helmingar sem kallast vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere). Hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans. Hægra heilahvelið sendir til dæmis hreyfiboð til vinstri hluta líkamans. Boð frá skynfærum berast einnig fyrst til andstæðs heilahvels. Sjónboð frá vinstra sjónsviði berast fyrst til hægra heilahvels.

Heilahvelin vinna þó ekki sitt í hvoru lagi heldur senda þau skilaboð sín á milli. Skilaboðin fara um hvelatengslin. Tengslin eru gerð úr svonefndri heilahvítu sem er mynduð úr mýldum taugaþráðum en um þá er hægt að lesa meira í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?

Heimild:

Höfundur

Útgáfudagur

27.10.2011

Spyrjandi

Vífill Harðarson, f. 1998

Tilvísun

JGÞ. „Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?“ Vísindavefurinn, 27. október 2011, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60849.

JGÞ. (2011, 27. október). Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60849

JGÞ. „Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2011. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60849>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?
Það sem kallast corpus callosum á fræðimáli eru hvelatengsl á íslensku.

Þverskurðarmynd af heila í manni sem sýnir staðsetningu corpus callosum eða hvelatengsla.

Í heilanum á okkur eru tveir helmingar sem kallast vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere). Hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans. Hægra heilahvelið sendir til dæmis hreyfiboð til vinstri hluta líkamans. Boð frá skynfærum berast einnig fyrst til andstæðs heilahvels. Sjónboð frá vinstra sjónsviði berast fyrst til hægra heilahvels.

Heilahvelin vinna þó ekki sitt í hvoru lagi heldur senda þau skilaboð sín á milli. Skilaboðin fara um hvelatengslin. Tengslin eru gerð úr svonefndri heilahvítu sem er mynduð úr mýldum taugaþráðum en um þá er hægt að lesa meira í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?

Heimild:

...