Sólin Sólin Rís 05:21 • sest 21:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:16 • Sest 12:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:20 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:14 • Síðdegis: 15:26 í Reykjavík

Eru hákarlar með heitt blóð?

EDS

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Eru mörgæsir með kalt blóð? kemur fram að í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar miklar og ræðst líkamshitinn af hitanum í umhverfinu. Líkamshiti þeirra getur farið upp í 40°C og niður í fáeinar gráður.

Fiskar eru meðal þeirra dýra sem hafa misheitt blóð. Hákarlar teljast til fiska og flestar tegundir hákarla hafa misheitt blóð. Nokkrar hákarlategundir eru þó undantekningar frá þessu og geta verið með hærri líkamshita en hiti umhverfisins. Þessir hákarlar eru með þróað æðakerfi þar sem hiti framleiddur í vöðvunum varðveitist og dreifist um líkamann með blóðinu. Sumar hákarlategundir hafa þess vegna að hluta til jafnheitt blóð.Salmon shark (Lamna ditropis) er sú hákarlategund sem kemst næst því að hafa jafnheitt blóð. Þessi tegund lifir í Norður-Kyrrahafi.

Meðal hákarla sem geta haft hærri líkamshita en er í umhverfi þeirra er hvíthákarlinn eða hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) en hann getur hitað upp magann, heilann og sundvöðva. Sá hákarl sem lengst hefur náð á þessari braut er líklega tegund sem á ensku kallast Salmon shark (Lamna ditropis) sem mætti útleggja sem laxhákarl á íslensku. Hjá þessari tegund getur líkamshitinn verið þónokkuð hærri en hiti sjávar og haldist nokkuð stöðugur.

Stjórnun líkamshitans er talin gefa þessum tegundum forskot á aðra hákarla, þeir eru ekki eins háðir ákveðnum sjávarhita og margar aðrar fisktegundir og þeir geta náð töluverðum sundhraða í köldum sjó.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.10.2011

Spyrjandi

Aþena Gunnarsdóttir, f. 2000

Tilvísun

EDS. „Eru hákarlar með heitt blóð?“ Vísindavefurinn, 18. október 2011. Sótt 16. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=60863.

EDS. (2011, 18. október). Eru hákarlar með heitt blóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60863

EDS. „Eru hákarlar með heitt blóð?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2011. Vefsíða. 16. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60863>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru hákarlar með heitt blóð?
Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Eru mörgæsir með kalt blóð? kemur fram að í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar miklar og ræðst líkamshitinn af hitanum í umhverfinu. Líkamshiti þeirra getur farið upp í 40°C og niður í fáeinar gráður.

Fiskar eru meðal þeirra dýra sem hafa misheitt blóð. Hákarlar teljast til fiska og flestar tegundir hákarla hafa misheitt blóð. Nokkrar hákarlategundir eru þó undantekningar frá þessu og geta verið með hærri líkamshita en hiti umhverfisins. Þessir hákarlar eru með þróað æðakerfi þar sem hiti framleiddur í vöðvunum varðveitist og dreifist um líkamann með blóðinu. Sumar hákarlategundir hafa þess vegna að hluta til jafnheitt blóð.Salmon shark (Lamna ditropis) er sú hákarlategund sem kemst næst því að hafa jafnheitt blóð. Þessi tegund lifir í Norður-Kyrrahafi.

Meðal hákarla sem geta haft hærri líkamshita en er í umhverfi þeirra er hvíthákarlinn eða hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) en hann getur hitað upp magann, heilann og sundvöðva. Sá hákarl sem lengst hefur náð á þessari braut er líklega tegund sem á ensku kallast Salmon shark (Lamna ditropis) sem mætti útleggja sem laxhákarl á íslensku. Hjá þessari tegund getur líkamshitinn verið þónokkuð hærri en hiti sjávar og haldist nokkuð stöðugur.

Stjórnun líkamshitans er talin gefa þessum tegundum forskot á aðra hákarla, þeir eru ekki eins háðir ákveðnum sjávarhita og margar aðrar fisktegundir og þeir geta náð töluverðum sundhraða í köldum sjó.

Heimildir og mynd:...