Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?

JGÞ

Hundrað er verðeining í svonefndum landaurareikningi. Eitt jarðarhundrað jafngilti 120 aurum silfurs og síðar 120 álnum vaðmáls. Lengdarmálseiningin alin er fjarlægðin frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. 120 álnir af vöruvaðmáli jafngiltu lengi einu kýrverði en á 17. öld var ákveðið að hvert jarðarhundrað skyldi nema tveimur kúgildum.

Um hundrað er fjallað í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunn Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða? Þar kemur meðal annars fram að hin íslenska meðaljörð hafi verið metin á 20 hundruð. Einn landsfjórðungur sker sig þó úr því á Austurlandi var meðaljörðin metin á 12 hundruð.

Vinsæl kenning um jarðamatið er sú að það hafi í upphafi byggst á því hve margar skepnur var hægt að fóðra á jörðunum. Í fyrrnefndu svari Gísla segir að þetta hafi hugsanlega átt við þegar matið var innleitt á 11. öld en skoðun á jarðamati eftir 1600 sýnir að kenningin getur ekki nema að litlu leyti útskýrt muninn á mati jarða.


Loftmynd af Hvalfirði, horft til austurs. Á myndinni sést meðal annars landnámsjörðin Brekka. © www.mats.is

Elsta dæmið um jarðamat á Íslandi er í tíundarlögunum frá 1096/97. Árið 1848 var gefin út konungstilskipun um nýtt jarðamat á Íslandi, það var gefið út 1861 og bar heitið Ný jarðabók fyrir Ísland. Forna verðeiningin hundrað hélt sér í hinu nýja mati en að baki henni var nú slegin mynt og seðlar en ekki vaðmál eða kýrverð.

Um bókstafinn c sem spyrjandi spyr sérstaklega um er það að segja að þar er einfaldlega átt við hundrað, skrifað með rómverskum talnarithætti. Dýrleiki er annað orð fyrir verðmæti eða virði.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er að kanna búsetu ættingja á ýmsum jörðum gegnum aldirnar. Hvað er mælieiningin hdr (hndr) „hundrað“ stór mælieining á jörðum. Til dæmis 20 hdr. að fornu eða nýju mati. Þá hafa prófastar notað stafinn „c“, til dæmis 20c að dýrleika. Með fyrirfram þakklæti.

Höfundur

Útgáfudagur

3.11.2011

Spyrjandi

Ásgeir Hjálmar Sigurðsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2011, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61016.

JGÞ. (2011, 3. nóvember). Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61016

JGÞ. „Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2011. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61016>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?
Hundrað er verðeining í svonefndum landaurareikningi. Eitt jarðarhundrað jafngilti 120 aurum silfurs og síðar 120 álnum vaðmáls. Lengdarmálseiningin alin er fjarlægðin frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. 120 álnir af vöruvaðmáli jafngiltu lengi einu kýrverði en á 17. öld var ákveðið að hvert jarðarhundrað skyldi nema tveimur kúgildum.

Um hundrað er fjallað í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunn Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða? Þar kemur meðal annars fram að hin íslenska meðaljörð hafi verið metin á 20 hundruð. Einn landsfjórðungur sker sig þó úr því á Austurlandi var meðaljörðin metin á 12 hundruð.

Vinsæl kenning um jarðamatið er sú að það hafi í upphafi byggst á því hve margar skepnur var hægt að fóðra á jörðunum. Í fyrrnefndu svari Gísla segir að þetta hafi hugsanlega átt við þegar matið var innleitt á 11. öld en skoðun á jarðamati eftir 1600 sýnir að kenningin getur ekki nema að litlu leyti útskýrt muninn á mati jarða.


Loftmynd af Hvalfirði, horft til austurs. Á myndinni sést meðal annars landnámsjörðin Brekka. © www.mats.is

Elsta dæmið um jarðamat á Íslandi er í tíundarlögunum frá 1096/97. Árið 1848 var gefin út konungstilskipun um nýtt jarðamat á Íslandi, það var gefið út 1861 og bar heitið Ný jarðabók fyrir Ísland. Forna verðeiningin hundrað hélt sér í hinu nýja mati en að baki henni var nú slegin mynt og seðlar en ekki vaðmál eða kýrverð.

Um bókstafinn c sem spyrjandi spyr sérstaklega um er það að segja að þar er einfaldlega átt við hundrað, skrifað með rómverskum talnarithætti. Dýrleiki er annað orð fyrir verðmæti eða virði.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er að kanna búsetu ættingja á ýmsum jörðum gegnum aldirnar. Hvað er mælieiningin hdr (hndr) „hundrað“ stór mælieining á jörðum. Til dæmis 20 hdr. að fornu eða nýju mati. Þá hafa prófastar notað stafinn „c“, til dæmis 20c að dýrleika. Með fyrirfram þakklæti.
...