Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?

Ester Rut Unnsteinsdóttir

Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með reglubundnum hætti er hægt að nota veiðitölur og hræ veiddra dýra til útreikninga á áætluðum fjölda.

Til að meta stofnstærð refa á Íslandi hefur verið notuð svokölluð aldurs-afla aðferð (e. Virtual population analysis) en hún byggir á rannsóknum á veiddum dýrum. Ákveðið hlutfall veiddra dýra er aldursgreint, meðal annars með því að skoða örþunnar sneiðar úr rótum vígtanna sem hafa verið meðhöndlaðar á sérstakan hátt (sjá til dæmis Karl Skírnisson & Páll Hersteinsson 1993). Síðan er heildarfjöldi dýra úr hverjum árgangi áætlaður út frá aldursgreindu úrtaki í veiðinni hvert ár. Reikniaðferðin byggir á samlagningu á reiknuðum fjölda dýra sem veiddur er úr hverjum árgangi þar til talið er að stofninn sé uppveiddur. Í tilfelli tófunnar er miðað við 11 ár sem er mesti mældi aldur villtra refa á Íslandi (Páll Hersteinsson 2004).

Tófa í Hornvík á Ströndum.

Forsendur útreikninganna eru meðal annars þær að fjöldi veiddra refa á ári sé þekktur, að veiðiálag sé hlutfallslega jafnt á milli ára og að úrtakið endurspegli þversnið stofnsins hvað varðar aldur og stöðu (grendýr, hlaupadýr) á hverjum tíma. Hlaupadýr eru dýr sem ekki eru veidd við greni eða eru veidd utan grenjatíma. Gjarnan er munur á aldri og fjölda hlaupadýra og grendýra í veiðinni, þessu þarf að gera ráð fyrir í útreikningum. Stofnstærðin er áætluð miðað við það tímabil þegar yrðlingar hafa náð fullum vexti (um það bil 4 mánaða) og eru skráðir sem fullorðin hlaupadýr í veiðitölum. Dánartíðni refa er lítið þekkt en gert er ráð fyrir að árleg vanhöld breytist ekki með aldri eftir fjögurra mánaða aldur. Því er ekki leiðrétt fyrir dauða af öðrum ástæðum en veiðum og því er niðurstaða útreikninganna lágmarksstærð stofnsins. Stofnbreytingar og munur á veiðiálagi hafa einnig áhrif á niðurstöður útreikninganna. Þar sem munur var á stöðugleika refastofnsins (Páll Hersteinsson 1993) og veiðiálagi (Páll Hersteinsson 1987) eftir landshlutum hefur stofnstærð verið reiknuð sérstaklega fyrir austur- og vesturhluta landsins.

Fjöldi refa á Íslandi er sem sagt metinn út frá aldurssamsetningu veiddra dýra og byggir á langtíma jöfnu veiðiálagi og rannsóknum á veiddum dýrum. Heildarfjöldi refa ár hvert er þá samanlagður fjöldi nýliða hvers árs til viðbótar þeim nýliðum fyrri ára sem eru enn á lífi í stofninum og eiga væntanlega eftir að veiðast á næstu árum. Útreikningarnir eru nákvæmari eftir því sem lengra er liðið á rannsóknina því stærra hlutfall hvers árgangs er enn á lífi eftir því sem nær dregur nútíma. Áætlaður fjöldi refa eitt árið er því nákvæmari en áætlun fjöldans fjórum árum seinna.

Heimildir:
  • Páll Hersteinsson (1987): Útreikningar á stærð íslenska refastofnsins. Fréttabréf veiðistjóra 3(1): 25-54.
  • Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson & Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. HÍN & Landvernd, bls. 15-48.
  • Karl Skírnisson & Páll Hersteinsson (1993): Aldursgreiningar á refum. Í: Páll Hersteinsson & Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. HÍN & Landvernd, bls. 32-33.
  • Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson & Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. HÍN & Landvernd, bls. 15-48.

Mynd:
  • Melrakkasetur. Sótt 23.11.2011. Ester Rut Unnsteinsdóttir tók myndina.

Höfundur

Ester Rut Unnsteinsdóttir

spendýravistfræðingur - Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

24.11.2011

Spyrjandi

Jón Þórhallsson

Tilvísun

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2011, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61031.

Ester Rut Unnsteinsdóttir. (2011, 24. nóvember). Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61031

Ester Rut Unnsteinsdóttir. „Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2011. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61031>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?
Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með reglubundnum hætti er hægt að nota veiðitölur og hræ veiddra dýra til útreikninga á áætluðum fjölda.

Til að meta stofnstærð refa á Íslandi hefur verið notuð svokölluð aldurs-afla aðferð (e. Virtual population analysis) en hún byggir á rannsóknum á veiddum dýrum. Ákveðið hlutfall veiddra dýra er aldursgreint, meðal annars með því að skoða örþunnar sneiðar úr rótum vígtanna sem hafa verið meðhöndlaðar á sérstakan hátt (sjá til dæmis Karl Skírnisson & Páll Hersteinsson 1993). Síðan er heildarfjöldi dýra úr hverjum árgangi áætlaður út frá aldursgreindu úrtaki í veiðinni hvert ár. Reikniaðferðin byggir á samlagningu á reiknuðum fjölda dýra sem veiddur er úr hverjum árgangi þar til talið er að stofninn sé uppveiddur. Í tilfelli tófunnar er miðað við 11 ár sem er mesti mældi aldur villtra refa á Íslandi (Páll Hersteinsson 2004).

Tófa í Hornvík á Ströndum.

Forsendur útreikninganna eru meðal annars þær að fjöldi veiddra refa á ári sé þekktur, að veiðiálag sé hlutfallslega jafnt á milli ára og að úrtakið endurspegli þversnið stofnsins hvað varðar aldur og stöðu (grendýr, hlaupadýr) á hverjum tíma. Hlaupadýr eru dýr sem ekki eru veidd við greni eða eru veidd utan grenjatíma. Gjarnan er munur á aldri og fjölda hlaupadýra og grendýra í veiðinni, þessu þarf að gera ráð fyrir í útreikningum. Stofnstærðin er áætluð miðað við það tímabil þegar yrðlingar hafa náð fullum vexti (um það bil 4 mánaða) og eru skráðir sem fullorðin hlaupadýr í veiðitölum. Dánartíðni refa er lítið þekkt en gert er ráð fyrir að árleg vanhöld breytist ekki með aldri eftir fjögurra mánaða aldur. Því er ekki leiðrétt fyrir dauða af öðrum ástæðum en veiðum og því er niðurstaða útreikninganna lágmarksstærð stofnsins. Stofnbreytingar og munur á veiðiálagi hafa einnig áhrif á niðurstöður útreikninganna. Þar sem munur var á stöðugleika refastofnsins (Páll Hersteinsson 1993) og veiðiálagi (Páll Hersteinsson 1987) eftir landshlutum hefur stofnstærð verið reiknuð sérstaklega fyrir austur- og vesturhluta landsins.

Fjöldi refa á Íslandi er sem sagt metinn út frá aldurssamsetningu veiddra dýra og byggir á langtíma jöfnu veiðiálagi og rannsóknum á veiddum dýrum. Heildarfjöldi refa ár hvert er þá samanlagður fjöldi nýliða hvers árs til viðbótar þeim nýliðum fyrri ára sem eru enn á lífi í stofninum og eiga væntanlega eftir að veiðast á næstu árum. Útreikningarnir eru nákvæmari eftir því sem lengra er liðið á rannsóknina því stærra hlutfall hvers árgangs er enn á lífi eftir því sem nær dregur nútíma. Áætlaður fjöldi refa eitt árið er því nákvæmari en áætlun fjöldans fjórum árum seinna.

Heimildir:
  • Páll Hersteinsson (1987): Útreikningar á stærð íslenska refastofnsins. Fréttabréf veiðistjóra 3(1): 25-54.
  • Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson & Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. HÍN & Landvernd, bls. 15-48.
  • Karl Skírnisson & Páll Hersteinsson (1993): Aldursgreiningar á refum. Í: Páll Hersteinsson & Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. HÍN & Landvernd, bls. 32-33.
  • Páll Hersteinsson (1993): Tófan. Í: Páll Hersteinsson & Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.): Villt íslensk spendýr. HÍN & Landvernd, bls. 15-48.

Mynd:
  • Melrakkasetur. Sótt 23.11.2011. Ester Rut Unnsteinsdóttir tók myndina.
...