Sólin Sólin Rís 07:28 • sest 19:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:17 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík

Eru kakkalakkar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hefur þá þurft að kalla til meindýraeyða til að eitra fyrir þeim.

Meindýraeyðar hafa þurft að sinna þó nokkrum útköllum vegna kakkalakka í Reykjavík og er þá oftast um að ræða þýska kakkalakkann (Blattella germanica). Ennfremur hefur orðið vart við kakkalakka á Keflavíkurflugvelli og yfirleitt hafa þeir tengst veru varnarliðsins þar. Í þeim tilvikum hefur oftast verið um að ræða ameríska kakkalakkann (Periplaneta americana), en hann er mun stærri en sá þýski. Þriðja tegundin sem fundist hefur hér á landi er austurlenski kakkalakkinn (Blatta orientalis), en hann er þó mun sjaldgæfari.


Þýski kakkalakkinn (Blattella germanica).

Þýski kakkalakkinn (Blattella germanica) er tiltölulega lítill af kakkalakka að vera, eða á bilinu 1,3 til 1,6 cm á lengd. Þessi tegund er ein sú algengasta sem fyrirfinnst á heimilum í heiminum. Þýski kakkalakkinn hefur mikla aðlögunarhæfni sem er ein helsta ástæða þess hversu víða hann finnst, þar á meðal á Íslandi sem liggur talsvert fyrir norðan náttúrulegt útbreiðslu svæði hans.

Vegna smæðar sinnar getur þýski kakkalakkinn komið sér fyrir í afar smáum rifum og sprungum. Það getur verið mjög erfitt að útrýma honum þar sem hann er afar frjósamur, verpir miklum fjölda eggja og stuttur tími er milli klaks og kynþroska ungviðis. Hann fjölgar sér því mjög hratt. Hann er virkastur á næturnar en er þó oft sjáanlegur á daginn, sérstaklega þegar hann verður fyrir einhverri truflun. Þýski kakkalakkinn lifir einna helst á matarleifum og þá helst sykrum og fitu. Hann á því ekki aðeins erfitt uppdráttar á Íslandi vegna loftslags heldur einnig vegna hreinlætisvenja landans.

Nafnið á þýska kakkalakkanum er misvísandi, en tegundin er upprunnin í Asíu og er náskyld austurlenska kakkalakkanum. Þessar tegundir eru afar líkar í útliti og því er mjög auðvelt að ruglast á þeim.

Meindýraeyðar hafa þurft að hafa nokkur afskipti af ameríska kakkalakkanum (Periplaneta americana) á svæði varnarliðsins á Reykjanesi. Ameríski kakkalakkinn þolir kalt veðurfar mun verr en sá þýski en getur þó lifað í húsum hér á landi ef rakinn er nægur. Ameríski kakkalakkinn er upprunninn í Afríku en barst til Norður-Ameríku fyrr á öldum. Hann hefur komið sér vel fyrir í suðurríkjum Bandaríkjanna og er þar afar algengt meindýr í hýbýlum manna eins og víða á heimilum í hitabeltislöndum.

Ameríski kakkalakkinn er mun stærri en sá þýski eða 2,5 til 4 cm á lengd og því er auðvelt að þekkja þá í sundur á stærðinni. Hann sækir í matarleifar í eldhúsum manna en slíkt sambýli er ekki hættulaust með öllu þar sem hann ber oft með sér ýmsar bakteríur. Hann er alæta ef svo má segja og étur allar þær matarleifar sem hann kemst í og jafnvel blöð, bækur og fatnað sem gerður er úr dýraafurðum.

Höfundur vill þakka meindýraeyðunum Ómari Pálssyni og Guðmundi Björnssyni fyrir veittar upplýsingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.8.2006

Spyrjandi

Guðrún Svava
Árdís Björg Ísleifsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru kakkalakkar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2006. Sótt 28. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=6112.

Jón Már Halldórsson. (2006, 8. ágúst). Eru kakkalakkar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6112

Jón Már Halldórsson. „Eru kakkalakkar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2006. Vefsíða. 28. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6112>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru kakkalakkar á Íslandi?
Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hefur þá þurft að kalla til meindýraeyða til að eitra fyrir þeim.

Meindýraeyðar hafa þurft að sinna þó nokkrum útköllum vegna kakkalakka í Reykjavík og er þá oftast um að ræða þýska kakkalakkann (Blattella germanica). Ennfremur hefur orðið vart við kakkalakka á Keflavíkurflugvelli og yfirleitt hafa þeir tengst veru varnarliðsins þar. Í þeim tilvikum hefur oftast verið um að ræða ameríska kakkalakkann (Periplaneta americana), en hann er mun stærri en sá þýski. Þriðja tegundin sem fundist hefur hér á landi er austurlenski kakkalakkinn (Blatta orientalis), en hann er þó mun sjaldgæfari.


Þýski kakkalakkinn (Blattella germanica).

Þýski kakkalakkinn (Blattella germanica) er tiltölulega lítill af kakkalakka að vera, eða á bilinu 1,3 til 1,6 cm á lengd. Þessi tegund er ein sú algengasta sem fyrirfinnst á heimilum í heiminum. Þýski kakkalakkinn hefur mikla aðlögunarhæfni sem er ein helsta ástæða þess hversu víða hann finnst, þar á meðal á Íslandi sem liggur talsvert fyrir norðan náttúrulegt útbreiðslu svæði hans.

Vegna smæðar sinnar getur þýski kakkalakkinn komið sér fyrir í afar smáum rifum og sprungum. Það getur verið mjög erfitt að útrýma honum þar sem hann er afar frjósamur, verpir miklum fjölda eggja og stuttur tími er milli klaks og kynþroska ungviðis. Hann fjölgar sér því mjög hratt. Hann er virkastur á næturnar en er þó oft sjáanlegur á daginn, sérstaklega þegar hann verður fyrir einhverri truflun. Þýski kakkalakkinn lifir einna helst á matarleifum og þá helst sykrum og fitu. Hann á því ekki aðeins erfitt uppdráttar á Íslandi vegna loftslags heldur einnig vegna hreinlætisvenja landans.

Nafnið á þýska kakkalakkanum er misvísandi, en tegundin er upprunnin í Asíu og er náskyld austurlenska kakkalakkanum. Þessar tegundir eru afar líkar í útliti og því er mjög auðvelt að ruglast á þeim.

Meindýraeyðar hafa þurft að hafa nokkur afskipti af ameríska kakkalakkanum (Periplaneta americana) á svæði varnarliðsins á Reykjanesi. Ameríski kakkalakkinn þolir kalt veðurfar mun verr en sá þýski en getur þó lifað í húsum hér á landi ef rakinn er nægur. Ameríski kakkalakkinn er upprunninn í Afríku en barst til Norður-Ameríku fyrr á öldum. Hann hefur komið sér vel fyrir í suðurríkjum Bandaríkjanna og er þar afar algengt meindýr í hýbýlum manna eins og víða á heimilum í hitabeltislöndum.

Ameríski kakkalakkinn er mun stærri en sá þýski eða 2,5 til 4 cm á lengd og því er auðvelt að þekkja þá í sundur á stærðinni. Hann sækir í matarleifar í eldhúsum manna en slíkt sambýli er ekki hættulaust með öllu þar sem hann ber oft með sér ýmsar bakteríur. Hann er alæta ef svo má segja og étur allar þær matarleifar sem hann kemst í og jafnvel blöð, bækur og fatnað sem gerður er úr dýraafurðum.

Höfundur vill þakka meindýraeyðunum Ómari Pálssyni og Guðmundi Björnssyni fyrir veittar upplýsingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:...