Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?

Þórhildur Hagalín

Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minnsta kosti 138 manneskjur lífið að reyna að flýja yfir landamærin frá austri til vesturs. Þar af létust 86 af völdum skotsára, sá síðasti í febrúar 1989. Í ljósi þeirrar hörku sem var beitt við landamæravörsluna áratugum saman var ekki sjálfgefið að múrinn skyldi á endanum falla óvænt og án nokkurrar sýnilegrar mótstöðu austur-þýskra stjórnvalda.

Ef horft er á atburðinn í samhengi við önnur tímamót kalda stríðsins - svo sem hvernig uppreisnirnar í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi 1970 voru barðar niður með valdi - er ljóst að sagan af falli Berlínarmúrsins hefði hæglega getað orðið blóði drifin, allt fram á síðustu stundu. Eins og önnur söguleg tímamót átti fall múrsins sér þó stað í tengslum við ýmsa aðra atburði sem varpa ljósi á hvernig það sem gerðist gat gerst.

Íbúar Berlínar fundu áþreifanlega fyrir tilvist Berlínarmúrsins.

Atburðarásin sem varð til þess að Berlínarmúrinn féll, og batt að lokum endi á kalda stríðið, er af sumum talin hafa hafist tíu árum áður, í júní 1979, þegar Jóhannes Páll II páfi kom í fyrstu opinberu heimsóknina til heimalands síns Póllands. Heimsóknin er sögð hafa leyst úr læðingi þann kraft og kjark sem pólskir verkamenn þurftu til stofnunar verkalýðsfélagsins Solidarność í skipasmíðastöðinni í Danzig í ágúst 1980, þvert á lög og reglur. Hreyfingin var frá upphafi studd bæði af menntamönnum og kaþólsku kirkjunni og átti eftir að hafa mikil áhrif á þróunina í átt til lýðræðis í landinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Jaruzelskis, forseta Póllands, til þess að bæla hana niður.

Árið 1985 urðu síðan mikilvæg tímamót í Sovétríkjunum þegar Michail Gorbatschow, þá nýkjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, hóf að gjörbylta sovéska kerfinu með stefnunum Glasnost (opnun) og Perestroika (endurskipulagning), í tilraun til sigrast á efnahagslegri stöðnun landsins. Innrás Sovétmanna í Afganistan árið 1979 hafði ofgert hernaðarlegum og pólitískum kröftum Sovétríkjanna svo mjög að þau voru ekki í stakk búin til að hafa afskipti af valdabaráttunni í Póllandi af sömu hörku og áður. Sovétmenn neyddust jafnframt til að játa sig sigraða í vígbúnaðarkapphlaupinu við Bandaríkin en við stjörnustríðsáætlun Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta áttu þeir ekkert svar. Gorbatschow kúventi því stefnu Sovétmanna og átti frumkvæði að afvopnunarvæðingunni sem seinna átti eftir að koma á þíðu í samskiptunum við Bandaríkin.

Í upphafi árs 1989, í kjölfar mikilla verkfalla, settust fulltrúar pólskra stjórnvalda við hringborð með stjórnarandstæðingunum í Solidarność til að ræða um framtíð landsins. Niðurstöðurnar mörkuðu upphaf endaloka einræðis í Póllandi. Ekki einungis skyldi ráðist í umbætur í efnahagsmálum og stofnun verkalýðsfélaga heimiluð heldur skyldu kosningar verða að hluta til frjálsar.

Á svipuðum tíma, í janúar 1989, áttu sér stað sögulegir atburðir í Ungverjalandi. Umbótamenn í forystu ungverska sósíalistaflokksins komu því til leiðar að á ungverska þinginu var tekin ákvörðun sem tryggði funda- og félagafrelsi og þar með í reynd einnig fjölflokkakerfi. Í framhaldinu afsalaði ungverski sósíalistaflokkurinn sér stjórnarskrárvörðum rétti sínum til að fara einn með völdin og kom jafnframt á fót verkfallsrétti í landinu. Þann 2. maí 1989 hófu stjórnvöld í Ungverjalandi að rífa niður mannvirki og girðingar á landamærunum við Austurríki og sendu með því mikilvæg skilaboð um það sem koma skyldi; járntjaldið, sem hafði skipt Evrópu í tvennt frá því eftir seinni heimsstyrjöldina, var farið að gisna.

Járntjaldið skipti Evrópu í tvennt hugmyndafræðilega og með raunverulegum landamærum á tímum kalda stríðsins. Bláu löndin á kortinu voru aðilar að Nato, rauðu löndin tilheyrðu Varsjárbandalaginu og gráu og grænu löndin voru hlutlaus.

Í maí 1989, innblásið af atburðunum í Póllandi og Ungverjalandi, hvatti baráttufólk fyrir borgararéttindum í Þýska alþýðulýðveldinu til þess að kjósendur sniðgengju sveitarstjórnarskosningar sem framundan voru í landinu. Með því að nýta sér rétt sinn til að vera viðstatt talningu atkvæða gat baráttufólkið síðar sýnt fram á að átt var við niðurstöðurnar áður en þær voru birtar. Lögregluyfirvöld og austur-þýska leyniþjónustan (Stasi) náðu að kæfa niður mótmæli sem hófust í Leipzig strax að kvöldi kosninganna, 7. maí 1989, en upp frá því var efnt til mótmæla 7. hvers mánaðar í Austur-Berlín og fleiri borgum Austur-Þýsklands.

Óánægjan með lífskjörin í Austur-Þýskalandi hafði stigmagnast á undanförnum mánuðum og árum. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1989 fluttust þrefalt fleiri búferlum frá Austur- til Vestur-Þýskalands en árið á undan, en allt árið 1988 fluttu tvöfalt fleiri en árið 1987 (1987: 18.985; 1988: 39.832).

Yfir sumarmánuðina 1989 varð atburðarásin hraðari. Í Póllandi fór stjórnarandstaðan með sigur af hólmi í fyrstu hálfvegis frjálsu kosningunum sem haldnar voru eftir seinna stríð og í lok ágúst var Tadeusz Mazowiecki kjörinn forsætisráðherra, sá fyrsti frá 1945 sem ekki tilheyrði kommúnistaflokknum. Í Ungverjalandi settust stjórnvöld niður við hringborð með stjórnarandstöðunni og þann 27. júní opnuðu utanríkisráðherrar Ungverjalands og Austurríkis landamæri ríkjanna; járntjaldið var fallið milli landanna tveggja.

Í kjölfarið streymdu Austur-Þjóðverja í sendiskrifstofur Vestur-Þýskalands, meðal annars í Búdapest, Prag og Varsjá, þar sem þeir sátu fastir því enn var í gildi samkomulag Varsjárbandalagsríkjanna um að senda flóttamenn úr öðrum Varsjárbandalagsríkjunum aftur til „síns sósíalíska heimalands“. Í ágústmánuði höfðust þúsundir Austur-Þjóðverja við í mikilli hitabylgju í nágrenni landamæra Ungverjalands og Austurríkis og biðu færis á að flýja, hundruðum tókst það en enn fleiri voru handteknir. Þann 10. september dró til tíðinda þegar Ungverjar höfnuðu skyldu sinni til að senda flóttafólkið til síns heima, en Ungverjar höfðu undirritað Genfarsamninginn um réttarstöðu flóttamanna sumarið áður. Við þetta opnaðist flóðgátt og bylgja Austur-Þjóðverja streymdi í gegnum Ungverjaland til Austurríkis þaðan sem það komst til Vestur-Þýskalands; járntjaldið var orðið hriplekt en enn stóð Berlínarmúrinn.

Þúsundir Austur-Þjóðverja höfðust við dögum saman í vestur-þýska sendiráðinu í Prag og biðu þess að mega ferðast til Vestur-Þýskalands.

Þann 20. september var sendiráði Vestur-Þýskalands í Varsjá lokað þar sem það var orðið yfirfullt af flóttafólki. Tíu dögum síðar náðist samkomulag milli stjórnvalda í Austur- og Vestur-Þýskalandi, með hjálp frá Moskvu, um flutning nokkur þúsund flóttamanna úr sendiráðinu í Prag til Vestur-Þýskalands. Þar sem leiðin lá þvert í gegnum Austur-Þýskaland var lestunum kirfilega læst af ótta við að fólk myndi reyna að stökkva á vagnana. Þegar endurtaka þurfti ferðalagið nokkrum dögum síðar, eftir að þúsundir manna til viðbótar höfðu safnast saman í sendiráðinu í Prag, kom til átaka milli lögreglu og 10.000 almennra borgara sem reyndu að stökkva á lestarvagnana á aðallestarstöðinni í Dresden.

Í byrjun september voru borgarasamtökin Neues Forum stofnuð í Austur-Þýskalandi til að vekja athygli á því að „samskipti milli stjórnvalda og samfélagsins í landinu væru augljóslega í ólagi“. Samtökin nutu mikils stuðnings og áttu stóran þátt í skipulagningu fjöldamótmæla sem færðust í aukana á komandi vikum. Markmið samtakanna sneru að lýðræðisumbótum í landinu. Fyrstu mánudagsmótmælin fóru fram í Leipzig 4. september en með hverri viku sem leið fram að falli múrsins fjölgaði þátttakendunum, sem og borgunum þar sem efnt var til mótmæla. Kjörorð mótmælanna voru Wir sind das Volk, 'við erum þjóðin'.

Þann 18. október var Erich Honecker, aðalritari austur-þýska kommúnistaflokksins, þvingaður til að segja af sér. Ný forysta flokksins, undir stjórn aðalritarans Egon Krenz, gerði ýmsar árangurslausar tilraunir til að lægja öldurnar í landinu ekki síst í tengslum við ferðafrelsi enda var ekkert lát á streymi fólks út úr landinu. Föstudaginn 3. nóvember var gert samkomulag við yfirvöld í Prag sem heimilaði Austur-Þjóðverjum að ferðast á eigin vegum í gegnum Tékkóslóvakíu til Vestur-Þýskalands gegn framvísun skilríkja; á næstu tveimur dögum fóru 23.200 Austur-Þjóðverjar þessa 'bakdyraleið' til Vestur-Þýskalands.

Þann 4. nóvember var efnt til mótmæla á Alexanderplatz í miðborg Austur-Berlínar. Mótmælin voru þau fyrstu sem leyfi fékkst fyrir hjá stjórnvöldum og jafnframt þau allra fjölmennustu, með um það bil hálfri milljón þátttakenda. Kröfur mótmælendanna snerust sem fyrr að lýðræðisumbótum í landinu, frjálsum kosningum, skoðanafrelsi, fundafrelsi og félagafrelsi. Engar kröfur voru gerðar um niðurrif Berlínarmúrsins, hvað þá um sameiningu Þýskalands.

Mótmælin 4. nóvember á Alexanderplatz voru þau stærstu í sögu Þýska alþýðulýðveldisins.

Að morgni 9. nóvember var unnið að nýjum reglum um brottferðir Austur-Þjóðverja í austur-þýska innanríkisráðuneytinu. Niðurstaðan, sem var staðfest af framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins samdægurs, fól í sér að engar takmarkanir skyldu lengur vera á einkaferðalögum til útlanda, þar með talið til Vestur-Þýskalands, en jafnframt að áfram þyrfti að sækja um leyfi fyrir þeim. Á blaðamannafundi um kvöldið las Günter Schabowski, talsmaður miðstjórnar kommúnistaflokksins, upp nýju reglurnar. Spurður hvenær reglurnar myndu taka gildi svaraði Schabowski, „strax, tafarlaust“.

Gert hafði verið ráð fyrir því að nýju reglurnar myndu hafa í för með sér mikinn mannsöfnuð við afgreiðsluskrifstofu ferðaleyfa næsta dag. Ekki var hins vegar búist við því að fólk myndi safnast við landamærastöðvarnar strax um kvöldið, og tafarlaust, eins og raunin varð. Ábyrgðin á þeirri þróun lá fyrst og fremst hjá fjölmiðlum en fljótlega eftir blaðamannafundinn sendu fréttaveiturnar Associated Press (AP) og Deutsche Presse-Agentur (DPA) út alþjóðlegar fréttatilkynningar um að Austur-Þýskaland hefði opnað landamærin. Tilkynningin var jafnframt aðalfréttin í kvöldfréttum vestur-þýska ríkissjónvarpsins, þótt enn hefðu landamærin ekki verið opnuð.

Upp úr klukkan átta að kvöldi 9. nóvember höfðu um það bil 80 Austur-Berlínarbúar safnast saman við landamærastöðina í Bornholmerstrasse, þar sem þeim var sagt að þeir yrðu að bíða til næsta dags með að sækja um ferðaleyfi. Rúmum klukkutíma síðar voru 500 til 1000 manns samankomin á sama stað. Forysta kommúnistaflokksins sat á miðstjórnarfundi til klukkan tíu og hafði engar upplýsingar fengið um það sem fram fór við landamærin. Þegar formaður leyniþjónustunnar náði loks tali af Krenz, aðalritara flokksins, ákváðu þeir að 'leyfa hlutunum að hafa sinn gang'.

Í seinni kvöldfréttum sjónvarpsins var endurtekið að landamærin hefðu verið opnuð en bein útsending frá vettvangi sýndi þó að svo var ekki. Fólk hélt áfram að streyma að landamærastöðvunum þúsundum saman, austan megin að og vestan. Hallandi í miðnætti, eftir að hafa beðið allt kvöldið eftir fyrirmælum að ofan, tóku landamæraverðirnir sjálfir ákvörðun um að létta á þrýstingnum við landamærastöðvarnar og opna landamærin. Berlínarmúrinn var fallinn.

Ástæðan fyrir því að Berlínarmúrinn féll með svo friðsömum hætti var fyrst og fremst sú að trúin á yfirburði kommúnismans umfram önnur kerfi, sem hafði orðið til þess að múrinn var reistur, var ekki lengur til staðar hjá stórum hluta elítunnar austan megin járntjaldsins. Skolað hafði undan innviðum kommúníska kerfisins þar til undirstaða múrsins brást.

Myndbandið hér að ofan var tekið upp að kvöldi 9. nóvember 1989 við landamærastöðina í Bornholmerstrasse, þar sem landamærin voru fyrst opnuð. Það sýnir vel stemmninguna í aðdraganda þess að fólkinu var hleypt yfir til Vestur-Berlínar og gleðina sem þá tók við.

Heimildir:

Myndir:

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvers vegna féll Berlínarmúrinn?
  • Af hverju féll Berlínarmúrinn 50 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk?

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

9.11.2014

Spyrjandi

Björg Sóley Kolbeinsdóttir f. 1997, Elísabet Ýr Sigurðardóttir, Eydís Blöndal f. 1994

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2014. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61207.

Þórhildur Hagalín. (2014, 9. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61207

Þórhildur Hagalín. „Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2014. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61207>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?
Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minnsta kosti 138 manneskjur lífið að reyna að flýja yfir landamærin frá austri til vesturs. Þar af létust 86 af völdum skotsára, sá síðasti í febrúar 1989. Í ljósi þeirrar hörku sem var beitt við landamæravörsluna áratugum saman var ekki sjálfgefið að múrinn skyldi á endanum falla óvænt og án nokkurrar sýnilegrar mótstöðu austur-þýskra stjórnvalda.

Ef horft er á atburðinn í samhengi við önnur tímamót kalda stríðsins - svo sem hvernig uppreisnirnar í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Póllandi 1970 voru barðar niður með valdi - er ljóst að sagan af falli Berlínarmúrsins hefði hæglega getað orðið blóði drifin, allt fram á síðustu stundu. Eins og önnur söguleg tímamót átti fall múrsins sér þó stað í tengslum við ýmsa aðra atburði sem varpa ljósi á hvernig það sem gerðist gat gerst.

Íbúar Berlínar fundu áþreifanlega fyrir tilvist Berlínarmúrsins.

Atburðarásin sem varð til þess að Berlínarmúrinn féll, og batt að lokum endi á kalda stríðið, er af sumum talin hafa hafist tíu árum áður, í júní 1979, þegar Jóhannes Páll II páfi kom í fyrstu opinberu heimsóknina til heimalands síns Póllands. Heimsóknin er sögð hafa leyst úr læðingi þann kraft og kjark sem pólskir verkamenn þurftu til stofnunar verkalýðsfélagsins Solidarność í skipasmíðastöðinni í Danzig í ágúst 1980, þvert á lög og reglur. Hreyfingin var frá upphafi studd bæði af menntamönnum og kaþólsku kirkjunni og átti eftir að hafa mikil áhrif á þróunina í átt til lýðræðis í landinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Jaruzelskis, forseta Póllands, til þess að bæla hana niður.

Árið 1985 urðu síðan mikilvæg tímamót í Sovétríkjunum þegar Michail Gorbatschow, þá nýkjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, hóf að gjörbylta sovéska kerfinu með stefnunum Glasnost (opnun) og Perestroika (endurskipulagning), í tilraun til sigrast á efnahagslegri stöðnun landsins. Innrás Sovétmanna í Afganistan árið 1979 hafði ofgert hernaðarlegum og pólitískum kröftum Sovétríkjanna svo mjög að þau voru ekki í stakk búin til að hafa afskipti af valdabaráttunni í Póllandi af sömu hörku og áður. Sovétmenn neyddust jafnframt til að játa sig sigraða í vígbúnaðarkapphlaupinu við Bandaríkin en við stjörnustríðsáætlun Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta áttu þeir ekkert svar. Gorbatschow kúventi því stefnu Sovétmanna og átti frumkvæði að afvopnunarvæðingunni sem seinna átti eftir að koma á þíðu í samskiptunum við Bandaríkin.

Í upphafi árs 1989, í kjölfar mikilla verkfalla, settust fulltrúar pólskra stjórnvalda við hringborð með stjórnarandstæðingunum í Solidarność til að ræða um framtíð landsins. Niðurstöðurnar mörkuðu upphaf endaloka einræðis í Póllandi. Ekki einungis skyldi ráðist í umbætur í efnahagsmálum og stofnun verkalýðsfélaga heimiluð heldur skyldu kosningar verða að hluta til frjálsar.

Á svipuðum tíma, í janúar 1989, áttu sér stað sögulegir atburðir í Ungverjalandi. Umbótamenn í forystu ungverska sósíalistaflokksins komu því til leiðar að á ungverska þinginu var tekin ákvörðun sem tryggði funda- og félagafrelsi og þar með í reynd einnig fjölflokkakerfi. Í framhaldinu afsalaði ungverski sósíalistaflokkurinn sér stjórnarskrárvörðum rétti sínum til að fara einn með völdin og kom jafnframt á fót verkfallsrétti í landinu. Þann 2. maí 1989 hófu stjórnvöld í Ungverjalandi að rífa niður mannvirki og girðingar á landamærunum við Austurríki og sendu með því mikilvæg skilaboð um það sem koma skyldi; járntjaldið, sem hafði skipt Evrópu í tvennt frá því eftir seinni heimsstyrjöldina, var farið að gisna.

Járntjaldið skipti Evrópu í tvennt hugmyndafræðilega og með raunverulegum landamærum á tímum kalda stríðsins. Bláu löndin á kortinu voru aðilar að Nato, rauðu löndin tilheyrðu Varsjárbandalaginu og gráu og grænu löndin voru hlutlaus.

Í maí 1989, innblásið af atburðunum í Póllandi og Ungverjalandi, hvatti baráttufólk fyrir borgararéttindum í Þýska alþýðulýðveldinu til þess að kjósendur sniðgengju sveitarstjórnarskosningar sem framundan voru í landinu. Með því að nýta sér rétt sinn til að vera viðstatt talningu atkvæða gat baráttufólkið síðar sýnt fram á að átt var við niðurstöðurnar áður en þær voru birtar. Lögregluyfirvöld og austur-þýska leyniþjónustan (Stasi) náðu að kæfa niður mótmæli sem hófust í Leipzig strax að kvöldi kosninganna, 7. maí 1989, en upp frá því var efnt til mótmæla 7. hvers mánaðar í Austur-Berlín og fleiri borgum Austur-Þýsklands.

Óánægjan með lífskjörin í Austur-Þýskalandi hafði stigmagnast á undanförnum mánuðum og árum. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1989 fluttust þrefalt fleiri búferlum frá Austur- til Vestur-Þýskalands en árið á undan, en allt árið 1988 fluttu tvöfalt fleiri en árið 1987 (1987: 18.985; 1988: 39.832).

Yfir sumarmánuðina 1989 varð atburðarásin hraðari. Í Póllandi fór stjórnarandstaðan með sigur af hólmi í fyrstu hálfvegis frjálsu kosningunum sem haldnar voru eftir seinna stríð og í lok ágúst var Tadeusz Mazowiecki kjörinn forsætisráðherra, sá fyrsti frá 1945 sem ekki tilheyrði kommúnistaflokknum. Í Ungverjalandi settust stjórnvöld niður við hringborð með stjórnarandstöðunni og þann 27. júní opnuðu utanríkisráðherrar Ungverjalands og Austurríkis landamæri ríkjanna; járntjaldið var fallið milli landanna tveggja.

Í kjölfarið streymdu Austur-Þjóðverja í sendiskrifstofur Vestur-Þýskalands, meðal annars í Búdapest, Prag og Varsjá, þar sem þeir sátu fastir því enn var í gildi samkomulag Varsjárbandalagsríkjanna um að senda flóttamenn úr öðrum Varsjárbandalagsríkjunum aftur til „síns sósíalíska heimalands“. Í ágústmánuði höfðust þúsundir Austur-Þjóðverja við í mikilli hitabylgju í nágrenni landamæra Ungverjalands og Austurríkis og biðu færis á að flýja, hundruðum tókst það en enn fleiri voru handteknir. Þann 10. september dró til tíðinda þegar Ungverjar höfnuðu skyldu sinni til að senda flóttafólkið til síns heima, en Ungverjar höfðu undirritað Genfarsamninginn um réttarstöðu flóttamanna sumarið áður. Við þetta opnaðist flóðgátt og bylgja Austur-Þjóðverja streymdi í gegnum Ungverjaland til Austurríkis þaðan sem það komst til Vestur-Þýskalands; járntjaldið var orðið hriplekt en enn stóð Berlínarmúrinn.

Þúsundir Austur-Þjóðverja höfðust við dögum saman í vestur-þýska sendiráðinu í Prag og biðu þess að mega ferðast til Vestur-Þýskalands.

Þann 20. september var sendiráði Vestur-Þýskalands í Varsjá lokað þar sem það var orðið yfirfullt af flóttafólki. Tíu dögum síðar náðist samkomulag milli stjórnvalda í Austur- og Vestur-Þýskalandi, með hjálp frá Moskvu, um flutning nokkur þúsund flóttamanna úr sendiráðinu í Prag til Vestur-Þýskalands. Þar sem leiðin lá þvert í gegnum Austur-Þýskaland var lestunum kirfilega læst af ótta við að fólk myndi reyna að stökkva á vagnana. Þegar endurtaka þurfti ferðalagið nokkrum dögum síðar, eftir að þúsundir manna til viðbótar höfðu safnast saman í sendiráðinu í Prag, kom til átaka milli lögreglu og 10.000 almennra borgara sem reyndu að stökkva á lestarvagnana á aðallestarstöðinni í Dresden.

Í byrjun september voru borgarasamtökin Neues Forum stofnuð í Austur-Þýskalandi til að vekja athygli á því að „samskipti milli stjórnvalda og samfélagsins í landinu væru augljóslega í ólagi“. Samtökin nutu mikils stuðnings og áttu stóran þátt í skipulagningu fjöldamótmæla sem færðust í aukana á komandi vikum. Markmið samtakanna sneru að lýðræðisumbótum í landinu. Fyrstu mánudagsmótmælin fóru fram í Leipzig 4. september en með hverri viku sem leið fram að falli múrsins fjölgaði þátttakendunum, sem og borgunum þar sem efnt var til mótmæla. Kjörorð mótmælanna voru Wir sind das Volk, 'við erum þjóðin'.

Þann 18. október var Erich Honecker, aðalritari austur-þýska kommúnistaflokksins, þvingaður til að segja af sér. Ný forysta flokksins, undir stjórn aðalritarans Egon Krenz, gerði ýmsar árangurslausar tilraunir til að lægja öldurnar í landinu ekki síst í tengslum við ferðafrelsi enda var ekkert lát á streymi fólks út úr landinu. Föstudaginn 3. nóvember var gert samkomulag við yfirvöld í Prag sem heimilaði Austur-Þjóðverjum að ferðast á eigin vegum í gegnum Tékkóslóvakíu til Vestur-Þýskalands gegn framvísun skilríkja; á næstu tveimur dögum fóru 23.200 Austur-Þjóðverjar þessa 'bakdyraleið' til Vestur-Þýskalands.

Þann 4. nóvember var efnt til mótmæla á Alexanderplatz í miðborg Austur-Berlínar. Mótmælin voru þau fyrstu sem leyfi fékkst fyrir hjá stjórnvöldum og jafnframt þau allra fjölmennustu, með um það bil hálfri milljón þátttakenda. Kröfur mótmælendanna snerust sem fyrr að lýðræðisumbótum í landinu, frjálsum kosningum, skoðanafrelsi, fundafrelsi og félagafrelsi. Engar kröfur voru gerðar um niðurrif Berlínarmúrsins, hvað þá um sameiningu Þýskalands.

Mótmælin 4. nóvember á Alexanderplatz voru þau stærstu í sögu Þýska alþýðulýðveldisins.

Að morgni 9. nóvember var unnið að nýjum reglum um brottferðir Austur-Þjóðverja í austur-þýska innanríkisráðuneytinu. Niðurstaðan, sem var staðfest af framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins samdægurs, fól í sér að engar takmarkanir skyldu lengur vera á einkaferðalögum til útlanda, þar með talið til Vestur-Þýskalands, en jafnframt að áfram þyrfti að sækja um leyfi fyrir þeim. Á blaðamannafundi um kvöldið las Günter Schabowski, talsmaður miðstjórnar kommúnistaflokksins, upp nýju reglurnar. Spurður hvenær reglurnar myndu taka gildi svaraði Schabowski, „strax, tafarlaust“.

Gert hafði verið ráð fyrir því að nýju reglurnar myndu hafa í för með sér mikinn mannsöfnuð við afgreiðsluskrifstofu ferðaleyfa næsta dag. Ekki var hins vegar búist við því að fólk myndi safnast við landamærastöðvarnar strax um kvöldið, og tafarlaust, eins og raunin varð. Ábyrgðin á þeirri þróun lá fyrst og fremst hjá fjölmiðlum en fljótlega eftir blaðamannafundinn sendu fréttaveiturnar Associated Press (AP) og Deutsche Presse-Agentur (DPA) út alþjóðlegar fréttatilkynningar um að Austur-Þýskaland hefði opnað landamærin. Tilkynningin var jafnframt aðalfréttin í kvöldfréttum vestur-þýska ríkissjónvarpsins, þótt enn hefðu landamærin ekki verið opnuð.

Upp úr klukkan átta að kvöldi 9. nóvember höfðu um það bil 80 Austur-Berlínarbúar safnast saman við landamærastöðina í Bornholmerstrasse, þar sem þeim var sagt að þeir yrðu að bíða til næsta dags með að sækja um ferðaleyfi. Rúmum klukkutíma síðar voru 500 til 1000 manns samankomin á sama stað. Forysta kommúnistaflokksins sat á miðstjórnarfundi til klukkan tíu og hafði engar upplýsingar fengið um það sem fram fór við landamærin. Þegar formaður leyniþjónustunnar náði loks tali af Krenz, aðalritara flokksins, ákváðu þeir að 'leyfa hlutunum að hafa sinn gang'.

Í seinni kvöldfréttum sjónvarpsins var endurtekið að landamærin hefðu verið opnuð en bein útsending frá vettvangi sýndi þó að svo var ekki. Fólk hélt áfram að streyma að landamærastöðvunum þúsundum saman, austan megin að og vestan. Hallandi í miðnætti, eftir að hafa beðið allt kvöldið eftir fyrirmælum að ofan, tóku landamæraverðirnir sjálfir ákvörðun um að létta á þrýstingnum við landamærastöðvarnar og opna landamærin. Berlínarmúrinn var fallinn.

Ástæðan fyrir því að Berlínarmúrinn féll með svo friðsömum hætti var fyrst og fremst sú að trúin á yfirburði kommúnismans umfram önnur kerfi, sem hafði orðið til þess að múrinn var reistur, var ekki lengur til staðar hjá stórum hluta elítunnar austan megin járntjaldsins. Skolað hafði undan innviðum kommúníska kerfisins þar til undirstaða múrsins brást.

Myndbandið hér að ofan var tekið upp að kvöldi 9. nóvember 1989 við landamærastöðina í Bornholmerstrasse, þar sem landamærin voru fyrst opnuð. Það sýnir vel stemmninguna í aðdraganda þess að fólkinu var hleypt yfir til Vestur-Berlínar og gleðina sem þá tók við.

Heimildir:

Myndir:

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvers vegna féll Berlínarmúrinn?
  • Af hverju féll Berlínarmúrinn 50 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk?

...