Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?

Trausti Jónsson

Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995.

Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til.

Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði.

Ísland í vetrarbúningi. Mynd tekin úr gervitungli 28. janúar 2004

Í öðru lagi eru blotar algengir ofan í snjó en þeir flýta mjög umbreytingu snævarins í klaka. Sé klakinn mikill getur hann verið umtalsverður og illmælanlegur hluti snjódýptarinnar. Veðurathugunarmönnum er því oft vandi á höndum. Mjög er misjafnt eftir athugunarstöðvum hvernig snjóalög eru algengust. Auðveldast er að mæla snjódýpt á stöðvum þar sem vindur er tiltölulega hægur og snjór liggur án spilliblota.

Til viðbótar þessum erfiðleikum eru snjódýptarmælingar oft sérlega erfiðar þegar mjög mikill snjór er á jörðu. Þá geta athugunarmenn átt erfitt með mælingarnar og dýptin er þá oft talin í heilum tugum sentimetra.

Fyrstu reglulegu snjódýptarmælingarnar voru gerðar hér á landi upp úr 1920. Mælingar voru aðeins gerðar á fáum stöðvum í byrjun og þó þeim hafi smám saman fjölgað er mjög lítið um langar samfelldar mælingar. Í kjölfar snjóflóðahamfaranna 1995 hefur mjög aukin áhersla verið lögð á meiri og betri snjódýptarmælingar. Meðal annars hefur snjóstikum verið komið fyrir í nokkrum fjallshlíðum. Varla þarf að taka fram að snjór er þar víða mun meiri en á veðurstöðvunum, en staðhættir eru líka aðrir og ekki til samanburðar aðstæðum á veðurstöðvunum. Jöklar liggja líka yfir um tíunda hluta landsins og ofan á þeim eru stöku sinnum gerðar sérstakar snjódýptarmælingar sem ekki eru heldur til umfjöllunar hér.

Veturinn 1994 til 1995 var mjög snjóþungur um stóran hluta landsins. Fram að þeim tíma hafði snjódýpt mælst mest á Hornbjargsvita. Það var 20. janúar 1974, 218 cm. Tvö eftirminnileg hríðarveður gerði veturinn 1995.

Hið fyrra var dagana 15. til 19. janúar og er kennt við Súðavíkursnjóflóðið. Þá snjóaði mjög mikið á Norðurlandi í vestanátt, sem er sjaldgæft, og lögðust miklar fannir á óvenjulega staði.

Víða var snjóþungt árið 1995. Þessi mynd er tekin á Hólmavík í byrjun apríl það ár og má sjá að snjóruðningarnir hafa verið dágóðir.

Einnig var óvenjumikil snjókoma ofan til í Borgarfirði og í Dölum. Seinni hríðin var 16. til 17. mars og má kannski nefna Svínhólsbyl, því þá lagði svo mikinn snjó að bænum Svínhól í Miðdölum að stórtjón varð af þrátt fyrir að reynt væri með hjálp stórvirkra vinnuvéla að halda snjó frá húsum meðan á hríðinni stóð. Sjálfsagt hefur einhver snjór úr fyrri byljum vetrarins verið á ferðinni.

En næstu daga á eftir féll Hornbjargsvitametið. Við Skeiðsfossvirkjun mældust 279 cm að morgni þess 19., 220 cm í Kálfsárkoti í Ólafsfirði þann 21. og 230 cm mældust í Hvannstóði í Borgarfirði eystra þann 18. Á þessum stöðvum var alhvítt allan mánuðinn og meðalsnjódýpt við Skeiðsfossvirkjun var 247 cm. Það er mesta meðalsnjódýpt sem vitað er um á veðurstöð hér á landi.

Myndir:

Þetta svar er hluti af pistli um Mestu snjódýpt á Íslandi á vef Veðurstofu Íslands og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

6.1.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61609.

Trausti Jónsson. (2012, 6. janúar). Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61609

Trausti Jónsson. „Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61609>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?
Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995.

Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til.

Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði.

Ísland í vetrarbúningi. Mynd tekin úr gervitungli 28. janúar 2004

Í öðru lagi eru blotar algengir ofan í snjó en þeir flýta mjög umbreytingu snævarins í klaka. Sé klakinn mikill getur hann verið umtalsverður og illmælanlegur hluti snjódýptarinnar. Veðurathugunarmönnum er því oft vandi á höndum. Mjög er misjafnt eftir athugunarstöðvum hvernig snjóalög eru algengust. Auðveldast er að mæla snjódýpt á stöðvum þar sem vindur er tiltölulega hægur og snjór liggur án spilliblota.

Til viðbótar þessum erfiðleikum eru snjódýptarmælingar oft sérlega erfiðar þegar mjög mikill snjór er á jörðu. Þá geta athugunarmenn átt erfitt með mælingarnar og dýptin er þá oft talin í heilum tugum sentimetra.

Fyrstu reglulegu snjódýptarmælingarnar voru gerðar hér á landi upp úr 1920. Mælingar voru aðeins gerðar á fáum stöðvum í byrjun og þó þeim hafi smám saman fjölgað er mjög lítið um langar samfelldar mælingar. Í kjölfar snjóflóðahamfaranna 1995 hefur mjög aukin áhersla verið lögð á meiri og betri snjódýptarmælingar. Meðal annars hefur snjóstikum verið komið fyrir í nokkrum fjallshlíðum. Varla þarf að taka fram að snjór er þar víða mun meiri en á veðurstöðvunum, en staðhættir eru líka aðrir og ekki til samanburðar aðstæðum á veðurstöðvunum. Jöklar liggja líka yfir um tíunda hluta landsins og ofan á þeim eru stöku sinnum gerðar sérstakar snjódýptarmælingar sem ekki eru heldur til umfjöllunar hér.

Veturinn 1994 til 1995 var mjög snjóþungur um stóran hluta landsins. Fram að þeim tíma hafði snjódýpt mælst mest á Hornbjargsvita. Það var 20. janúar 1974, 218 cm. Tvö eftirminnileg hríðarveður gerði veturinn 1995.

Hið fyrra var dagana 15. til 19. janúar og er kennt við Súðavíkursnjóflóðið. Þá snjóaði mjög mikið á Norðurlandi í vestanátt, sem er sjaldgæft, og lögðust miklar fannir á óvenjulega staði.

Víða var snjóþungt árið 1995. Þessi mynd er tekin á Hólmavík í byrjun apríl það ár og má sjá að snjóruðningarnir hafa verið dágóðir.

Einnig var óvenjumikil snjókoma ofan til í Borgarfirði og í Dölum. Seinni hríðin var 16. til 17. mars og má kannski nefna Svínhólsbyl, því þá lagði svo mikinn snjó að bænum Svínhól í Miðdölum að stórtjón varð af þrátt fyrir að reynt væri með hjálp stórvirkra vinnuvéla að halda snjó frá húsum meðan á hríðinni stóð. Sjálfsagt hefur einhver snjór úr fyrri byljum vetrarins verið á ferðinni.

En næstu daga á eftir féll Hornbjargsvitametið. Við Skeiðsfossvirkjun mældust 279 cm að morgni þess 19., 220 cm í Kálfsárkoti í Ólafsfirði þann 21. og 230 cm mældust í Hvannstóði í Borgarfirði eystra þann 18. Á þessum stöðvum var alhvítt allan mánuðinn og meðalsnjódýpt við Skeiðsfossvirkjun var 247 cm. Það er mesta meðalsnjódýpt sem vitað er um á veðurstöð hér á landi.

Myndir:

Þetta svar er hluti af pistli um Mestu snjódýpt á Íslandi á vef Veðurstofu Íslands og birt hér með góðfúslegu leyfi....