Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?

Þórdís Kristinsdóttir

Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klístraða áferð. Það leysist ekki upp í vatni en hefur bræðslumark í kringum 120°C og er ekki talið eitrað. Magnesínsterat myndast við efnahvarf natrínsterats (C18H35NaO2) við magnesínsúlfat (MgSO4). Það er unnið úr olíu og eru bæði notaðar dýra- og grænmetisolíur til þess.

Magnesínsterat er oft notað sem bindiefni í lyfjum.

Efnið er mikið notað í lyfjaiðnaðinum sem bindiefni (e. excipient) við framleiðslu á töflum, hylkjum og dufti. Bindiefni eru óvirk efni í lyfjum sem eru notuð sem berar fyrir virk efni, sem oft er erfitt að meðhöndla eða eru illa frásoguð af líkamanum. Bindiefninu er þá blandað saman við virka efnið til að útbúa lyf heppileg til inntöku. Magnesínsterat er auk þess gagnlegt til þess að koma í veg fyrir að lyfjainnihald loði við tækjabúnað við framleiðslu lyfja á inntökuformi og er það mest notaða smurefnið (e. lubricant) í töflugerð.

Auk nota í lyfjaiðnaði er magnesínsterat notað til að binda sykur í sumum gerðum brjóstsykurs og öðru sælgæti og er algengt innihaldsefni í tilbúinni þurrmjólk fyrir ungabörn. Það er einnig mikið notað í til dæmis plastiðnaði og snyrtivöruiðnaði. Nytsemi efnisins er þá meðal annars smurefniseiginleikar þess, auk þess sem það hefur hreinsandi og þykkjandi eiginleika.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2013

Spyrjandi

Sigrún Guðna Gunnlaugsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2013. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61772.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 22. janúar). Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61772

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2013. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61772>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?
Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klístraða áferð. Það leysist ekki upp í vatni en hefur bræðslumark í kringum 120°C og er ekki talið eitrað. Magnesínsterat myndast við efnahvarf natrínsterats (C18H35NaO2) við magnesínsúlfat (MgSO4). Það er unnið úr olíu og eru bæði notaðar dýra- og grænmetisolíur til þess.

Magnesínsterat er oft notað sem bindiefni í lyfjum.

Efnið er mikið notað í lyfjaiðnaðinum sem bindiefni (e. excipient) við framleiðslu á töflum, hylkjum og dufti. Bindiefni eru óvirk efni í lyfjum sem eru notuð sem berar fyrir virk efni, sem oft er erfitt að meðhöndla eða eru illa frásoguð af líkamanum. Bindiefninu er þá blandað saman við virka efnið til að útbúa lyf heppileg til inntöku. Magnesínsterat er auk þess gagnlegt til þess að koma í veg fyrir að lyfjainnihald loði við tækjabúnað við framleiðslu lyfja á inntökuformi og er það mest notaða smurefnið (e. lubricant) í töflugerð.

Auk nota í lyfjaiðnaði er magnesínsterat notað til að binda sykur í sumum gerðum brjóstsykurs og öðru sælgæti og er algengt innihaldsefni í tilbúinni þurrmjólk fyrir ungabörn. Það er einnig mikið notað í til dæmis plastiðnaði og snyrtivöruiðnaði. Nytsemi efnisins er þá meðal annars smurefniseiginleikar þess, auk þess sem það hefur hreinsandi og þykkjandi eiginleika.

Heimildir:

Mynd:...