Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess við frumur augans og úrvinnslu heilans. Það sem einkennir svartan er hins vegar skortur á ljósi og svartur flötur er þannig strangt til tekið sá flötur sem endurvarpar engu ljósi.

Það sem spyrjandinn hefur í huga er sennilega það að þeir hlutir sem við köllum svarta eru sjaldnast þannig að þeir endurvarpi alls engu ljósi heldur endurkastast einhver birta af þeim en þó nægilega lítil til þess að við teljum rétt að kalla þá svarta. Ef hlutur endurvarpar alls engu ljósi þá getum við jú ekki séð hann sjálfan þar sem ein meginforsenda þess að við sjáum hlutinn er einmitt að hann endurvarpi ljósi. Að sama skapi væri ekki hægt að taka ljósmynd af slíkum hlut þar sem það krefst þess líka að hann endurvarpi ljósi. Að því leytinu til væri hann eins og svarthol.

Ef kötturinn Skuggi væri svartari væri hann bara skuggi.

Það má hugsa sér tvenns konar hluti sem endurkasta engu ljósi. Annars vegar eru glærir hlutir, sem hleypa ljósinu í gegnum sig þannig að við getum horft í gegnum þá. Rétt eins og þeir hlutir sem við köllum venjulega svarta endurvarpa glærir hlutir einhverju ljósi; til dæmis glampar eitthvað á gluggarúður. Hlutur sem hleypir bókstaflega öllu ljósi í gegn hlýtur að vera ósýnilegur. En svo getum við hugsað okkur hlut sem drekkur í sig allt ljós. Hann hleypir engu ljósi í gegn og endurvarpar engu ljósi heldur. Slíkan hlut gætum við væntanlega ekki séð sjálfan en við gætum dregið ályktanir um staðsetningu hans þar sem hann yrði eins og einhvers konar gat í sjónsviðinu eða skuggi. Það mætti þá kannski segja að við sæjum hann með óbeinum hætti.

Mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

14.1.2013

Spyrjandi

Trúmann Harðarson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2013, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61957.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2013, 14. janúar). Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61957

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2013. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?
Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess við frumur augans og úrvinnslu heilans. Það sem einkennir svartan er hins vegar skortur á ljósi og svartur flötur er þannig strangt til tekið sá flötur sem endurvarpar engu ljósi.

Það sem spyrjandinn hefur í huga er sennilega það að þeir hlutir sem við köllum svarta eru sjaldnast þannig að þeir endurvarpi alls engu ljósi heldur endurkastast einhver birta af þeim en þó nægilega lítil til þess að við teljum rétt að kalla þá svarta. Ef hlutur endurvarpar alls engu ljósi þá getum við jú ekki séð hann sjálfan þar sem ein meginforsenda þess að við sjáum hlutinn er einmitt að hann endurvarpi ljósi. Að sama skapi væri ekki hægt að taka ljósmynd af slíkum hlut þar sem það krefst þess líka að hann endurvarpi ljósi. Að því leytinu til væri hann eins og svarthol.

Ef kötturinn Skuggi væri svartari væri hann bara skuggi.

Það má hugsa sér tvenns konar hluti sem endurkasta engu ljósi. Annars vegar eru glærir hlutir, sem hleypa ljósinu í gegnum sig þannig að við getum horft í gegnum þá. Rétt eins og þeir hlutir sem við köllum venjulega svarta endurvarpa glærir hlutir einhverju ljósi; til dæmis glampar eitthvað á gluggarúður. Hlutur sem hleypir bókstaflega öllu ljósi í gegn hlýtur að vera ósýnilegur. En svo getum við hugsað okkur hlut sem drekkur í sig allt ljós. Hann hleypir engu ljósi í gegn og endurvarpar engu ljósi heldur. Slíkan hlut gætum við væntanlega ekki séð sjálfan en við gætum dregið ályktanir um staðsetningu hans þar sem hann yrði eins og einhvers konar gat í sjónsviðinu eða skuggi. Það mætti þá kannski segja að við sæjum hann með óbeinum hætti.

Mynd:

...