Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvað er í brunablöðrum á húðinni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru.

Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og geta valdið kláða eða eymslum, en stundum eru þær þó einkennalausar. Þetta fer alfarið eftir því hver orsök blöðrunnar er og stýrir því einnig hvaða meðferð hentar best.

Best er að láta ósprungnar blöðrur eiga sig þar sem þær jafna sig yfirleitt sjálfar tiltölulega fljótt. Vökvinn í þeim verkar þá sem vörn fyrir húðina sem liggur undir. Ef þær eru sprengdar er hins vegar meiri hætta á sýkingu og þær gróa seinna. Valdi blaðra miklum eymslum er gott að setja plástur á hana meðan hún er að gróa og húðin að jafna sig. Þetta á enn frekar við ef blaðra hefur sprungið, en þá dregur plásturinn úr sýkingarhættu. Ef blöðrur gróa óvenju seint eða eru mjög kvalafullar ætti að leita læknis sem getur þá greint orsökina og mælt með viðeigandi meðferð.Blöðrur geta myndast vegna ertingar, svo sem bruna, núnings, kals eða snertingar við ertandi efni.

Margt getur orsakað blöðrur á húðinni. Má þar fyrst nefna ertingu, sem til dæmis getur orðið þegar eitthvað nuddast við húðina. Margir kannast til að mynda við blöðrur á fótum vegna þess að skór eru of þröngir eða núast við fótinn af öðrum ástæðum, eða þá einfaldlega vegna langra gönguferða.

Ertandi efni, mikill kuldi eða hiti geta einnig valdið blöðrum. Mikill kuldi getur komið af stað kali, en þegar húðin fer að hitna á ný myndast oft blöðrur. Hvers kyns bruni, jafnvel sólbruni, getur einnig valdið blöðrumyndun. Blöðrur geta líka stafað af snertihúðbólgu (e. contact dermatitis) sem eru viðbrögð við tilteknu ertandi efni. Allt eru þetta dæmi um ertingu á húðinni.

Snertiofnæmi (e. allergic contact dermatitis) er ein gerð af húðbólgu eða exemi (e. eczema) og getur valdið blöðrum. Það stafar af ofnæmi fyrir tilteknu efni, til dæmis málmi í skartgripum (nikkelofnæmi), eða eitri, til dæmis frá brenninetlum (e. poison ivy).

Sumar tegundir sýkinga hafa í för með sér blöðrumyndun og má þar nefna hrúður- eða kossageit sem ákveðin tegund klasabaktería (Staphylococcus) veldur. Veirusýkingar geta einnig valdið blöðrum. Þær helstu eru veirurnar Herpes simplex I og II (frunsur ofan og neðan mittis), Varicella zoster, sem veldur bæði hlaupabólu og ristli, og coxsackie veirusýkingar sem eru algengari í bernsku. Þekktur sjúkdómur í síðast talda hópnum er gin- og klaufaveiki en hún smitast ekki í menn.

Ýmsir húðsjúkdómar einkennast af blöðrumyndun. Þar má nefna húðupphlaup (e. pemphigoid), blöðrusótt (e. pemphigus) og kláða sem talinn er tengjast glútenóþoli (e. dermatitis hepetiformis). Ennfremur eru þekktir arfgengir blöðrumyndunarkvillar, eins og Epidermolysis bullosa þar sem þrýstingur eða áverki á húð leiðir til blöðrumyndunar eða Porphyria cutanea tarda þar sem sólarljós framkallar blöðrumyndun. Höfundi er því miður ekki kunnugt um íslenskt heiti þessara kvilla en báðir flokkast þeir undir ofurnæmi (e. hypersensitivity).

Mörg lyf geta valdið blöðrumyndun. Sum lyf, svo sem nalídixsýra (NegGram) og fúrósemíð (Lasix) geta vakið viðbrögð sem enda með blöðrumyndun í húð. Önnur lyf, eins og doxýsýklín (Vibramycin) auka líkur á blöðrumyndandi sólbruna með því að gera húðina viðkvæmari fyrir sólarljósi. Enn önnur geta haft mun afdrifaríkari áhrif og ýtt undir alvarlegri, jafnvel lífshættulega, blöðrumyndandi kvilla. Dæmi um slíkt er Lyell’s-heilkenni (einnig kallað TEN) sem lýsir sér í roða og mikilli blöðrumyndun á 30% eða meira af húðinni. Í kjölfarið geta skemmdir á húðinni orðið mjög alvarlegar og nái þær í gegnum yfirhúðina, líkt og við annars stigs brunasár, getur komið drep í blöðrurnar sem veldur því að húðin flagnar af.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni: Af hverju fær maður blöðrur?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.9.2006

Spyrjandi

Brynjar Heimisson
Sigurður Fannar

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er í brunablöðrum á húðinni?“ Vísindavefurinn, 20. september 2006. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6198.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 20. september). Hvað er í brunablöðrum á húðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6198

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er í brunablöðrum á húðinni?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2006. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6198>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er í brunablöðrum á húðinni?
Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru.

Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og geta valdið kláða eða eymslum, en stundum eru þær þó einkennalausar. Þetta fer alfarið eftir því hver orsök blöðrunnar er og stýrir því einnig hvaða meðferð hentar best.

Best er að láta ósprungnar blöðrur eiga sig þar sem þær jafna sig yfirleitt sjálfar tiltölulega fljótt. Vökvinn í þeim verkar þá sem vörn fyrir húðina sem liggur undir. Ef þær eru sprengdar er hins vegar meiri hætta á sýkingu og þær gróa seinna. Valdi blaðra miklum eymslum er gott að setja plástur á hana meðan hún er að gróa og húðin að jafna sig. Þetta á enn frekar við ef blaðra hefur sprungið, en þá dregur plásturinn úr sýkingarhættu. Ef blöðrur gróa óvenju seint eða eru mjög kvalafullar ætti að leita læknis sem getur þá greint orsökina og mælt með viðeigandi meðferð.Blöðrur geta myndast vegna ertingar, svo sem bruna, núnings, kals eða snertingar við ertandi efni.

Margt getur orsakað blöðrur á húðinni. Má þar fyrst nefna ertingu, sem til dæmis getur orðið þegar eitthvað nuddast við húðina. Margir kannast til að mynda við blöðrur á fótum vegna þess að skór eru of þröngir eða núast við fótinn af öðrum ástæðum, eða þá einfaldlega vegna langra gönguferða.

Ertandi efni, mikill kuldi eða hiti geta einnig valdið blöðrum. Mikill kuldi getur komið af stað kali, en þegar húðin fer að hitna á ný myndast oft blöðrur. Hvers kyns bruni, jafnvel sólbruni, getur einnig valdið blöðrumyndun. Blöðrur geta líka stafað af snertihúðbólgu (e. contact dermatitis) sem eru viðbrögð við tilteknu ertandi efni. Allt eru þetta dæmi um ertingu á húðinni.

Snertiofnæmi (e. allergic contact dermatitis) er ein gerð af húðbólgu eða exemi (e. eczema) og getur valdið blöðrum. Það stafar af ofnæmi fyrir tilteknu efni, til dæmis málmi í skartgripum (nikkelofnæmi), eða eitri, til dæmis frá brenninetlum (e. poison ivy).

Sumar tegundir sýkinga hafa í för með sér blöðrumyndun og má þar nefna hrúður- eða kossageit sem ákveðin tegund klasabaktería (Staphylococcus) veldur. Veirusýkingar geta einnig valdið blöðrum. Þær helstu eru veirurnar Herpes simplex I og II (frunsur ofan og neðan mittis), Varicella zoster, sem veldur bæði hlaupabólu og ristli, og coxsackie veirusýkingar sem eru algengari í bernsku. Þekktur sjúkdómur í síðast talda hópnum er gin- og klaufaveiki en hún smitast ekki í menn.

Ýmsir húðsjúkdómar einkennast af blöðrumyndun. Þar má nefna húðupphlaup (e. pemphigoid), blöðrusótt (e. pemphigus) og kláða sem talinn er tengjast glútenóþoli (e. dermatitis hepetiformis). Ennfremur eru þekktir arfgengir blöðrumyndunarkvillar, eins og Epidermolysis bullosa þar sem þrýstingur eða áverki á húð leiðir til blöðrumyndunar eða Porphyria cutanea tarda þar sem sólarljós framkallar blöðrumyndun. Höfundi er því miður ekki kunnugt um íslenskt heiti þessara kvilla en báðir flokkast þeir undir ofurnæmi (e. hypersensitivity).

Mörg lyf geta valdið blöðrumyndun. Sum lyf, svo sem nalídixsýra (NegGram) og fúrósemíð (Lasix) geta vakið viðbrögð sem enda með blöðrumyndun í húð. Önnur lyf, eins og doxýsýklín (Vibramycin) auka líkur á blöðrumyndandi sólbruna með því að gera húðina viðkvæmari fyrir sólarljósi. Enn önnur geta haft mun afdrifaríkari áhrif og ýtt undir alvarlegri, jafnvel lífshættulega, blöðrumyndandi kvilla. Dæmi um slíkt er Lyell’s-heilkenni (einnig kallað TEN) sem lýsir sér í roða og mikilli blöðrumyndun á 30% eða meira af húðinni. Í kjölfarið geta skemmdir á húðinni orðið mjög alvarlegar og nái þær í gegnum yfirhúðina, líkt og við annars stigs brunasár, getur komið drep í blöðrurnar sem veldur því að húðin flagnar af.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni: Af hverju fær maður blöðrur?

Heimildir og mynd: ...