Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar

Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi.

Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 1974. Þá er ekki talið með óbeint efnahagslegt tjón af völdum vinnslustöðvunar, vegna lokaðra vega og heldur ekki tjón á til dæmis fjallgirðingum eða skemmdir á túnum.

Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki, Siglufirði (austan fjarðar), 28. eða 29. mars 2006. Ofan við sjávarbakkana sjást rústir, steyptir sökklar gömlu Evangersverksmiðjunnar sem eyðilagðist í miklu snjóflóði á sama stað árið 1919.

Alvarlegasta tjónið af völdum snjóflóða á Íslandi hefur þó verið manntjónið. Frá árinu 1900 eru 103 snjóflóð skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar, þar sem einn eða fleiri fórust. Í þessum flóðum fórst samtals 231 maður. Til viðbótar er skráð 81 flóð þar sem enginn fórst en einn eða fleiri slösuðust. Í mörgum tilfellum ollu þessi flóð einnig eignatjóni.

Mynd:

Útgáfudagur

27.2.2014

Spyrjandi

Sigþór Gunnar Jónsson

Tilvísun

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar. „Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2014. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62049.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar. (2014, 27. febrúar). Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62049

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar. „Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2014. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62049>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?
Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi.

Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 1974. Þá er ekki talið með óbeint efnahagslegt tjón af völdum vinnslustöðvunar, vegna lokaðra vega og heldur ekki tjón á til dæmis fjallgirðingum eða skemmdir á túnum.

Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki, Siglufirði (austan fjarðar), 28. eða 29. mars 2006. Ofan við sjávarbakkana sjást rústir, steyptir sökklar gömlu Evangersverksmiðjunnar sem eyðilagðist í miklu snjóflóði á sama stað árið 1919.

Alvarlegasta tjónið af völdum snjóflóða á Íslandi hefur þó verið manntjónið. Frá árinu 1900 eru 103 snjóflóð skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar, þar sem einn eða fleiri fórust. Í þessum flóðum fórst samtals 231 maður. Til viðbótar er skráð 81 flóð þar sem enginn fórst en einn eða fleiri slösuðust. Í mörgum tilfellum ollu þessi flóð einnig eignatjóni.

Mynd:

...