Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?

Stjörnufræðivefurinn

Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina.

Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara.

Venus er oft og tíðum næstbjartasta fyrirbæri næturhiminsins á eftir tunglinu. Hér er hún svo björt að hún kastar bjarma á hafflötinn.

Milli 9. og 17. mars 2012 skildu aðeins fimm gráður reikistjörnurnar að. Þær féllu þess vegna vel inn í sjónsvið dæmigerðs handsjónauka. Hámarkinu var náð 13. mars þegar aðeins 3 gráður skildu á milli þeirra.

Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um stjörnuskoðun á Stjörnufræðivefnum. Þar eru meðal annars að finna stjörnufræðikort fyrir Ísland sem Stjörnufræðivefurinn útbýr fyrir hvern mánuð og virkni norðurljósa yfir norðurhveli jarðar.

Einnig er auðvelt er að nálgast upplýsingar um afstöðu stjarna og annarra ljósfyrirbæra á himninum í tveimur ókeypis stjörnufræðiforritum sem þýdd hafa verið á íslensku: Stellarium og AstroViewer.

Mynd:


Þetta svar birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og bloggsíðu Stjörnufræðivefsins og er birt hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.

Spurningin í heild sinni hljóðaði eftirfarandi:

Hvaða tvær stjörnur (sú skærari sennilega Venus) eru í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00. Afstaða á milli þeirra hefur breyst lítillega en hér er örugglega um sömu tvær stjörnur að ræða.

Útgáfudagur

18.3.2012

Spyrjandi

Ólafur Jón Stefánsson

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2012, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62194.

Stjörnufræðivefurinn. (2012, 18. mars). Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62194

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2012. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?
Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina.

Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara.

Venus er oft og tíðum næstbjartasta fyrirbæri næturhiminsins á eftir tunglinu. Hér er hún svo björt að hún kastar bjarma á hafflötinn.

Milli 9. og 17. mars 2012 skildu aðeins fimm gráður reikistjörnurnar að. Þær féllu þess vegna vel inn í sjónsvið dæmigerðs handsjónauka. Hámarkinu var náð 13. mars þegar aðeins 3 gráður skildu á milli þeirra.

Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um stjörnuskoðun á Stjörnufræðivefnum. Þar eru meðal annars að finna stjörnufræðikort fyrir Ísland sem Stjörnufræðivefurinn útbýr fyrir hvern mánuð og virkni norðurljósa yfir norðurhveli jarðar.

Einnig er auðvelt er að nálgast upplýsingar um afstöðu stjarna og annarra ljósfyrirbæra á himninum í tveimur ókeypis stjörnufræðiforritum sem þýdd hafa verið á íslensku: Stellarium og AstroViewer.

Mynd:


Þetta svar birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og bloggsíðu Stjörnufræðivefsins og er birt hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.

Spurningin í heild sinni hljóðaði eftirfarandi:

Hvaða tvær stjörnur (sú skærari sennilega Venus) eru í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00. Afstaða á milli þeirra hefur breyst lítillega en hér er örugglega um sömu tvær stjörnur að ræða.
...