Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru hnísur með veiðihár?

Jón Már Halldórsson

Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum.

Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg sjávarspendýr eins og selir og rostungar eru með myndarleg veiðihár. Rostungar reiða sig nær algjörlega á veiðihárin þegar þeir kafa niður á botninn til að leita að skelfiski.

Pakicetus var uppi á eósentíma og er talinn vera forfaðir hvala nútímans. Líklega hafði Pakicetus veiðihár.

Hvalir, eins og hnísa (Phocoena phocoena) sem er tannhvalur (Odontoceti), hafa ekki veiðihár. Sennilega hafa þeir tapað veiðihárunum því vísbendingar eru um að forfeður hvala nútímans, til dæmis Pakicetus, hafi verið með veiðihár. Pakicetus líktist mjög frumstæðum hundi.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.3.2012

Spyrjandi

5. til 7. bekkur Djúpavogsskóla

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru hnísur með veiðihár?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2012, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62197.

Jón Már Halldórsson. (2012, 20. mars). Eru hnísur með veiðihár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62197

Jón Már Halldórsson. „Eru hnísur með veiðihár?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2012. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru hnísur með veiðihár?
Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum.

Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg sjávarspendýr eins og selir og rostungar eru með myndarleg veiðihár. Rostungar reiða sig nær algjörlega á veiðihárin þegar þeir kafa niður á botninn til að leita að skelfiski.

Pakicetus var uppi á eósentíma og er talinn vera forfaðir hvala nútímans. Líklega hafði Pakicetus veiðihár.

Hvalir, eins og hnísa (Phocoena phocoena) sem er tannhvalur (Odontoceti), hafa ekki veiðihár. Sennilega hafa þeir tapað veiðihárunum því vísbendingar eru um að forfeður hvala nútímans, til dæmis Pakicetus, hafi verið með veiðihár. Pakicetus líktist mjög frumstæðum hundi.

Mynd:

...