Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 20:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 15:37 í Reykjavík

Hver fann upp tannþráðinn?

FGJ

Ekki er vitað með vissu hvenær menn tóku upp á því að hreinsa á milli tanna sinna, en fornleifafræðingar hafa fundið ummerki um notkun einhvers konar þráðar á tönnum frá forsögulegum tímum. Mögulegt er að dýrahár, til dæmis hrossahár, hafi verið notuð til þess.

Bandarískur tannlæknir að nafni Levi Spear Parmly (1790-1859) er sagður hafa fundið upp tannþráðinn árið 1819. Hann mælti með því við sjúklinga sína að þeir renndu vaxhúðuðum silkiþráði á milli tannanna. Tannþráður kom hins vegar ekki á markað fyrr en óvaxhúðaður silkiþráður var framleiddur af fyrirtækinu Codman and Shurtleff árið 1882. Árið 1898 fékk fyrirtækið Johnson & Johnson einkaleyfi á tannþræði sem gerður var úr sama silkiefni og læknar notuðu til að sauma saman skurði á líkamanum.

Árið 1898 fékk fyrirtækið Johnson & Johnson einkaleyfi á tannþræði sem gerður var úr sama silkiefni og læknar notuðu til að sauma saman skurði á líkamanum.

Á 5. áratug síðustu aldar var silki skipt út fyrir nælonefni. Nælon hefur stöðugri áferð og rifnar síður en silki. Síðan þá hefur ýmsum efnum verið bætt við tannþráðinn; tefloni, bývaxi, gore-texi og fleiru. Mismunandi er eftir framleiðendum hvað er í tannþræðinum.

Mælt er með því að nota tannþráð einu sinni á dag, áður eða eftir að tennurnar eru burstaðar. Með tannþræði nást þau óhreinindi sem tannburstinn nær ekki til og flúorið úr tannkreminu kemst á milli tannanna.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

31.7.2019

Spyrjandi

Hildur Una Högnadóttir

Tilvísun

FGJ. „Hver fann upp tannþráðinn?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2019. Sótt 8. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=62319.

FGJ. (2019, 31. júlí). Hver fann upp tannþráðinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62319

FGJ. „Hver fann upp tannþráðinn?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2019. Vefsíða. 8. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62319>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp tannþráðinn?
Ekki er vitað með vissu hvenær menn tóku upp á því að hreinsa á milli tanna sinna, en fornleifafræðingar hafa fundið ummerki um notkun einhvers konar þráðar á tönnum frá forsögulegum tímum. Mögulegt er að dýrahár, til dæmis hrossahár, hafi verið notuð til þess.

Bandarískur tannlæknir að nafni Levi Spear Parmly (1790-1859) er sagður hafa fundið upp tannþráðinn árið 1819. Hann mælti með því við sjúklinga sína að þeir renndu vaxhúðuðum silkiþráði á milli tannanna. Tannþráður kom hins vegar ekki á markað fyrr en óvaxhúðaður silkiþráður var framleiddur af fyrirtækinu Codman and Shurtleff árið 1882. Árið 1898 fékk fyrirtækið Johnson & Johnson einkaleyfi á tannþræði sem gerður var úr sama silkiefni og læknar notuðu til að sauma saman skurði á líkamanum.

Árið 1898 fékk fyrirtækið Johnson & Johnson einkaleyfi á tannþræði sem gerður var úr sama silkiefni og læknar notuðu til að sauma saman skurði á líkamanum.

Á 5. áratug síðustu aldar var silki skipt út fyrir nælonefni. Nælon hefur stöðugri áferð og rifnar síður en silki. Síðan þá hefur ýmsum efnum verið bætt við tannþráðinn; tefloni, bývaxi, gore-texi og fleiru. Mismunandi er eftir framleiðendum hvað er í tannþræðinum.

Mælt er með því að nota tannþráð einu sinni á dag, áður eða eftir að tennurnar eru burstaðar. Með tannþræði nást þau óhreinindi sem tannburstinn nær ekki til og flúorið úr tannkreminu kemst á milli tannanna.

Heimildir:

Mynd:

...