Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru tennur hvítar?

EDS

Upprunalegi litur tannanna ræðst af þeim efnum sem þær eru gerðar úr en ýmislegt getur haft áhrif á litinn seinna.

Tennur skiptast í krónu, sem er hinn sýnilegi hluti tannarinnar og stendur upp í munnholið, og rót sem situr í kjálkabeininu. Aðalvefur tannarinnar er tannbeinið (e. dentin) en það er ljóst á litinn, beinhvítt eða gráhvítt (e. off white). Sá hluti tannbeinsins sem stendur upp í munnholið er hulið hörðu lagi sem nefnt er glerungur (e. enamel) og er hann harðasti vefur líkamans. Litur hans er allt frá ljósgulum yfir í að vera gráhvítur. Þar sem glerungurinn er hálfgegnsær ræðst litur tanna okkar ekki eingöngu af því hvernig glerungurinn er heldur líka litnum á tannbeininu undir.

Nýjar tennur eru hvítar en þær dökkna smám saman með aldrinum. Ýmislegt sem fólk borðar getur litað tennurnar. Hver kannast til dæmis ekki við fjólublátt bros sem gjarnan er fylgifiskur bláberjaáts? Vín, te, kaffi og tóbak eru líka algengar ástæður fyrir því að tennurnar litast. Til að byrja með er þessi litur fyrst og fremst á yfirborði glerungsins og hægt að fjarlægja megnið af honum með góðri og reglulegri tannburstun. Hins vegar gerist það smám saman að litarefni berast inn í glerunginn og hann dökknar. Tannbeinið sjálft dökknar einnig með tímanum og saman veldur þetta því að tennurnar verða dekkri með aldrinum.

Heimildir og mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.10.2006

Síðast uppfært

21.12.2021

Spyrjandi

Helga Gunnlaugsdóttir, Sigríður Margrét Sigurðardóttir

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru tennur hvítar?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6271.

EDS. (2006, 9. október). Af hverju eru tennur hvítar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6271

EDS. „Af hverju eru tennur hvítar?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6271>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru tennur hvítar?
Upprunalegi litur tannanna ræðst af þeim efnum sem þær eru gerðar úr en ýmislegt getur haft áhrif á litinn seinna.

Tennur skiptast í krónu, sem er hinn sýnilegi hluti tannarinnar og stendur upp í munnholið, og rót sem situr í kjálkabeininu. Aðalvefur tannarinnar er tannbeinið (e. dentin) en það er ljóst á litinn, beinhvítt eða gráhvítt (e. off white). Sá hluti tannbeinsins sem stendur upp í munnholið er hulið hörðu lagi sem nefnt er glerungur (e. enamel) og er hann harðasti vefur líkamans. Litur hans er allt frá ljósgulum yfir í að vera gráhvítur. Þar sem glerungurinn er hálfgegnsær ræðst litur tanna okkar ekki eingöngu af því hvernig glerungurinn er heldur líka litnum á tannbeininu undir.

Nýjar tennur eru hvítar en þær dökkna smám saman með aldrinum. Ýmislegt sem fólk borðar getur litað tennurnar. Hver kannast til dæmis ekki við fjólublátt bros sem gjarnan er fylgifiskur bláberjaáts? Vín, te, kaffi og tóbak eru líka algengar ástæður fyrir því að tennurnar litast. Til að byrja með er þessi litur fyrst og fremst á yfirborði glerungsins og hægt að fjarlægja megnið af honum með góðri og reglulegri tannburstun. Hins vegar gerist það smám saman að litarefni berast inn í glerunginn og hann dökknar. Tannbeinið sjálft dökknar einnig með tímanum og saman veldur þetta því að tennurnar verða dekkri með aldrinum.

Heimildir og mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....