Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?

EDS

Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit.

Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? Þar segir:

Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna þess að hér eru tvö meginkerfi jarðskorpumyndunar að verki. Þau eru annars vegar úthafshryggjakerfi og hins vegar heitur reitur. Í báðum tilvikum streymir bráð úr möttli jarðar til yfirborðs. Í fyrra tilvikinu er kvikuframleiðslan tengd tveim flekum sem eru að skiljast að og fer bráðin að mestu í að mynda nýja skorpu á saumum þessara tveggja fleka. Í síðara tilvikinu er um að ræða bráð sem vellur upp úr möttlinum óháð flekaskilum. Bráðin fer því í að mynda hraun og innskot ofan á og í eldri skorpu.

Í báðum tilvikum verða eldgos vegna þess að bráð flyst úr iðrum jarðar til yfirborðs. Þar sem eldfjöllin eru ofan á flekunum og flekarnir eru á sífelldri hreyfingu óháð kvikuframleiðslunni í möttlinum rofna þessi tengsl um síðir.

Eldgos á Fimmvörðuhálsi í apríl 2010.

Mynd:

Veðurstofa Íslands. Ljósmyndari: Helgi Borg Jóhannsson. Sótt 18. 5. 2012.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2012

Spyrjandi

Þórdís Þórarinsdóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62394.

EDS. (2012, 23. maí). Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62394

EDS. „Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62394>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?
Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit.

Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? Þar segir:

Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna þess að hér eru tvö meginkerfi jarðskorpumyndunar að verki. Þau eru annars vegar úthafshryggjakerfi og hins vegar heitur reitur. Í báðum tilvikum streymir bráð úr möttli jarðar til yfirborðs. Í fyrra tilvikinu er kvikuframleiðslan tengd tveim flekum sem eru að skiljast að og fer bráðin að mestu í að mynda nýja skorpu á saumum þessara tveggja fleka. Í síðara tilvikinu er um að ræða bráð sem vellur upp úr möttlinum óháð flekaskilum. Bráðin fer því í að mynda hraun og innskot ofan á og í eldri skorpu.

Í báðum tilvikum verða eldgos vegna þess að bráð flyst úr iðrum jarðar til yfirborðs. Þar sem eldfjöllin eru ofan á flekunum og flekarnir eru á sífelldri hreyfingu óháð kvikuframleiðslunni í möttlinum rofna þessi tengsl um síðir.

Eldgos á Fimmvörðuhálsi í apríl 2010.

Mynd:

Veðurstofa Íslands. Ljósmyndari: Helgi Borg Jóhannsson. Sótt 18. 5. 2012.

...