Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru einlendar dýrategundir?

Jón Már Halldórsson

Einlend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði. Til að mynda eru allir lemúrar einlendir á afrísku eyjunni Madagaskar. Á hinum enda „útbreiðslurófsins“ eru tegundir sem hafa alheimsútbreiðslu eins og brúnrottur (Rattus norvegicus) sem finnast að vísu ekki um allan heim en mjög víða, háhyrningar (Orcinus orca) sem finnast í öllum heimshöfum nema þeim hlýjustu, fléttan hraufuskóf (Parmelia sulcata) og vissulega menn (Homo sapiens) sem hafa lagt undir sig öll meginlönd jarðar, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd.

Afar fáar tegundir eru einlendar á Íslandi. Þessi grunnvatnsmarfló sem kallast Crangonyx islandicus er þó ein þeirra.

Einlendum tegundum má síðan skipta í tvo flokka; forneinlendar (paleoendemískar) og nýeinlendar (neoendemískar) tegundir. Til fyrrnefnda flokksins teljast tegundir sem voru áður útbreiddar en eru síðan bundnar við eitt tiltekið svæði sökum fækkunar. Geirfuglinn er dæmi um þetta, hann var útbreiddur um allt Norður-Atlantshaf en vegna ofveiði var hann forneinlendur hér við land í skamman tíma áður en síðustu fuglarnir voru drepnir árið 1844.

Nýeinlendar tegundir eru til dæmis tegundir sem eru nýlega komnar fram sökum æxlunarlegrar einangrunar stofns sem leiddi til nýrrar tegundar. Annað dæmi er þegar blöndun á milli tveggja tegunda á einu svæði leiðir til tegundamyndunar.

Sum svæði eru ríkari af einlendum tegundum en önnur. Eyjur eru í eðli sínu einangruð búsvæði og þar getur stofn tiltekinnar tegundar auðveldlega einangrast frá móðurstofni og þróast með tímanum í aðskilda tegund. Nokkrar eyjur eru ákaflega ríkar að þessu leyti svo sem Galapagoseyjar, Hawaii og Madagaskar. Einstök búsvæði á stórum meginlöndum geta sökum einangrunar haft ríkulega fánu og flóru einlendra tegunda og má þar nefna Fynbos-heiðarnar í Kögerberg-fjöllum í Suður-Afríku.

Þessi fallegi fugl sem á ensku kallast Orange-breasted sunbird, er ein þeirra tegunda sem eru einlendar á Fynbos-svæðinu í Suður-Afríku.

Það er auðvelt að ímynda sér að einlendar tegundir séu viðkvæmari fyrir útdauða en aðrar tegundir þar sem þær hafa takmarkaðri útbreiðslu. Eyðing búsvæða getur því komið illa við slíkar tegundir. Afrán (veiði) getur líka ógnað tilveru þeirra, til dæmis hafa fjölmargar einlendar tegundir dáið út í Eyjaálfu vegna tilkomu rotta og katta á þessum stöðum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.7.2012

Síðast uppfært

4.6.2020

Spyrjandi

Andrea Rut, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru einlendar dýrategundir?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62639.

Jón Már Halldórsson. (2012, 31. júlí). Hvað eru einlendar dýrategundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62639

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru einlendar dýrategundir?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru einlendar dýrategundir?
Einlend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði. Til að mynda eru allir lemúrar einlendir á afrísku eyjunni Madagaskar. Á hinum enda „útbreiðslurófsins“ eru tegundir sem hafa alheimsútbreiðslu eins og brúnrottur (Rattus norvegicus) sem finnast að vísu ekki um allan heim en mjög víða, háhyrningar (Orcinus orca) sem finnast í öllum heimshöfum nema þeim hlýjustu, fléttan hraufuskóf (Parmelia sulcata) og vissulega menn (Homo sapiens) sem hafa lagt undir sig öll meginlönd jarðar, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd.

Afar fáar tegundir eru einlendar á Íslandi. Þessi grunnvatnsmarfló sem kallast Crangonyx islandicus er þó ein þeirra.

Einlendum tegundum má síðan skipta í tvo flokka; forneinlendar (paleoendemískar) og nýeinlendar (neoendemískar) tegundir. Til fyrrnefnda flokksins teljast tegundir sem voru áður útbreiddar en eru síðan bundnar við eitt tiltekið svæði sökum fækkunar. Geirfuglinn er dæmi um þetta, hann var útbreiddur um allt Norður-Atlantshaf en vegna ofveiði var hann forneinlendur hér við land í skamman tíma áður en síðustu fuglarnir voru drepnir árið 1844.

Nýeinlendar tegundir eru til dæmis tegundir sem eru nýlega komnar fram sökum æxlunarlegrar einangrunar stofns sem leiddi til nýrrar tegundar. Annað dæmi er þegar blöndun á milli tveggja tegunda á einu svæði leiðir til tegundamyndunar.

Sum svæði eru ríkari af einlendum tegundum en önnur. Eyjur eru í eðli sínu einangruð búsvæði og þar getur stofn tiltekinnar tegundar auðveldlega einangrast frá móðurstofni og þróast með tímanum í aðskilda tegund. Nokkrar eyjur eru ákaflega ríkar að þessu leyti svo sem Galapagoseyjar, Hawaii og Madagaskar. Einstök búsvæði á stórum meginlöndum geta sökum einangrunar haft ríkulega fánu og flóru einlendra tegunda og má þar nefna Fynbos-heiðarnar í Kögerberg-fjöllum í Suður-Afríku.

Þessi fallegi fugl sem á ensku kallast Orange-breasted sunbird, er ein þeirra tegunda sem eru einlendar á Fynbos-svæðinu í Suður-Afríku.

Það er auðvelt að ímynda sér að einlendar tegundir séu viðkvæmari fyrir útdauða en aðrar tegundir þar sem þær hafa takmarkaðri útbreiðslu. Eyðing búsvæða getur því komið illa við slíkar tegundir. Afrán (veiði) getur líka ógnað tilveru þeirra, til dæmis hafa fjölmargar einlendar tegundir dáið út í Eyjaálfu vegna tilkomu rotta og katta á þessum stöðum.

Myndir:...