Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum fræðigreinum er átt við orð sem ætlað er að benda á eitthvað en hefur ekki sjálfstæða hlutkennda merkingu. Því þurfum við að glöggva okkur á því hvað orðið "þetta" bendir á í setningunni. Þrír áhugaverðir kostir virðast þá koma til greina:
  1. Orðið "þetta" vísar til sjálfs sín. Við getum þá lesið setninguna svona:
    Ef "þetta" er spurning hvert er þá svarið?
    En orðið "þetta" eitt og sér er augljóslega ekki spurning þannig að setningin í heild er þá ekki heldur spurning. Með henni er ekki verið að biðja um neinar upplýsingar, samanber svör Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? og fleiri spurningum í svipuðum dúr. Með öðrum orðum: Ef við skiljum setninguna svona þá kallar hún ekki á neinar aðgerðir af hálfu viðtakandans eða þess sem henni er beint að.
  2. Orðið "þetta" vísar til setningarinnar í heild. Við getum þá umritað textann í reitnum svona:
    Ef setningin "Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?" er spurning, hvert er þá svarið við henni?
    Við sjáum ekki betur en að við getum nú fellt textann í reitnum í þann flokk sem hefur verið kallaður staðlaus á íslensku (e. counterfactual); textinn er þá staðlaus spurning. Við fáum á Vísindavefinn dálítið af slíkum „spurningum“ sem eru byggðar á forsendum sem standast ekki. Samkvæmt þessum skilningi er setningin í reitnum sama eðlis og ef við segðum:
    Ef tunglið er úr osti hvað er þá klukkan?
    Vonandi er öllum ljóst að þessi setning kallar ekki á neinar aðgerðir af okkar hálfu; sá sem segir þetta er í raun ekki að spyrja okkur hvað klukkan er og textinn er í þeim skilningi ekki spurning! Og á sama hátt er setningin í svarsreitnum í rauninni ekki spurning ef þessi skilningur er lagður í hana.
  3. En í þriðja lagi getur verið að orðið "þetta" vísi á eitthvað sérstakt. Til dæmis getur verið að sá sem segir þessa setningu bendi um leið á dagblaðsfyrirsögn þar sem stendur skýrum stöfum: "HVAÐ ER AUÐGUN ÚRANS?" Við getum þá sagt honum að nú sé setningin spurning, bent honum á snotran texta um auðgun úrans og sagt um leið: Þetta er svarið. Ef hann bendir á textann "ER ÍSLAND EYJA?" getum við sagt honum að það sé spurning og svarið við henni sé "Já".
Af þessu sjáum við ekki betur en að niðurstaðan sé sú að sjálf setningin í spurningarreitnum sé ekki spurning nema aðrar upplýsingar fylgi henni, nánar tiltekið ábendingar um hvað sé átt við með "þetta".

En kannski vilja einhverjir lesendur leggja orð í belg með okkur um málið og þá spáum við nánar í það.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.10.2006

Spyrjandi

Simmi Jónsson, f. 1994

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?“ Vísindavefurinn, 10. október 2006, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6290.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2006, 10. október). Ef þetta er spurning hvert er þá svarið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6290

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2006. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6290>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?
Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum fræðigreinum er átt við orð sem ætlað er að benda á eitthvað en hefur ekki sjálfstæða hlutkennda merkingu. Því þurfum við að glöggva okkur á því hvað orðið "þetta" bendir á í setningunni. Þrír áhugaverðir kostir virðast þá koma til greina:

  1. Orðið "þetta" vísar til sjálfs sín. Við getum þá lesið setninguna svona:
    Ef "þetta" er spurning hvert er þá svarið?
    En orðið "þetta" eitt og sér er augljóslega ekki spurning þannig að setningin í heild er þá ekki heldur spurning. Með henni er ekki verið að biðja um neinar upplýsingar, samanber svör Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? og fleiri spurningum í svipuðum dúr. Með öðrum orðum: Ef við skiljum setninguna svona þá kallar hún ekki á neinar aðgerðir af hálfu viðtakandans eða þess sem henni er beint að.
  2. Orðið "þetta" vísar til setningarinnar í heild. Við getum þá umritað textann í reitnum svona:
    Ef setningin "Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?" er spurning, hvert er þá svarið við henni?
    Við sjáum ekki betur en að við getum nú fellt textann í reitnum í þann flokk sem hefur verið kallaður staðlaus á íslensku (e. counterfactual); textinn er þá staðlaus spurning. Við fáum á Vísindavefinn dálítið af slíkum „spurningum“ sem eru byggðar á forsendum sem standast ekki. Samkvæmt þessum skilningi er setningin í reitnum sama eðlis og ef við segðum:
    Ef tunglið er úr osti hvað er þá klukkan?
    Vonandi er öllum ljóst að þessi setning kallar ekki á neinar aðgerðir af okkar hálfu; sá sem segir þetta er í raun ekki að spyrja okkur hvað klukkan er og textinn er í þeim skilningi ekki spurning! Og á sama hátt er setningin í svarsreitnum í rauninni ekki spurning ef þessi skilningur er lagður í hana.
  3. En í þriðja lagi getur verið að orðið "þetta" vísi á eitthvað sérstakt. Til dæmis getur verið að sá sem segir þessa setningu bendi um leið á dagblaðsfyrirsögn þar sem stendur skýrum stöfum: "HVAÐ ER AUÐGUN ÚRANS?" Við getum þá sagt honum að nú sé setningin spurning, bent honum á snotran texta um auðgun úrans og sagt um leið: Þetta er svarið. Ef hann bendir á textann "ER ÍSLAND EYJA?" getum við sagt honum að það sé spurning og svarið við henni sé "Já".
Af þessu sjáum við ekki betur en að niðurstaðan sé sú að sjálf setningin í spurningarreitnum sé ekki spurning nema aðrar upplýsingar fylgi henni, nánar tiltekið ábendingar um hvað sé átt við með "þetta".

En kannski vilja einhverjir lesendur leggja orð í belg með okkur um málið og þá spáum við nánar í það....