Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?

Nei, segulpóll og norðurpóll eru ekki sama fyrirbærið. Norðurpóll og suðurpóll eru þeir pólar þar sem jarðmöndullinn eða snúningsásinn sker yfirborð jarðar í norðri og suðri og eru skilgreindir sem breiddargráðurnar 90°N og 90°S.

Hreyfingar segulpólsins á norðurheimskautinu.

Segulpólarnir sem finnast bæði í norðri í suðri eru ólíkir norður- og suðurpólunum að því leyti að þeir miðast við segulsvið jarðarinnar. Þetta þýðir að þegar einhver notar áttavita bendir nálin á segulpólinn á norðurheimskautinu en ekki endilega á norðurpólinn.

Um segulsvið jarðar segir þetta í svari við spurningunni Hvað eru pólskipti?:

[J]örðin hefur segulsvið í kringum sig, svipað að lögun eins og lítil straumspóla eða stangsegull í jarðmiðju mundi gera. Sá ímyndaði stangsegull stefnir því nokkurnveginn í átt að heimskautunum, en stefnan er þó flöktandi (um nokkrar gráður á öld) vegna þess að varmahreyfingar efnisins innan jarðkjarnans eru nokkuð breytilegar eins og í grautnum sem nefndur var.

Vísindamenn telja að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarnar jarðar. Hægt er að lesa meira um jarðsegulsviðið í fróðlegu svari við spurningunni Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?

Heimildir:

Mynd:

Útgáfudagur

27.10.2014

Spyrjandi

Daníel Ármannsson

Höfundur

Tilvísun

IRR. „Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?“ Vísindavefurinn, 27. október 2014. Sótt 25. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=63183.

IRR. (2014, 27. október). Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63183

IRR. „Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2014. Vefsíða. 25. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63183>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jónas R. Viðarsson

1971

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og Nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.