Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Lárus Orri Clausen, Nikulás Ásmundarson, Svanur Gabriele Monaco og Jón Gunnar Þorsteinsson

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga. Nánar er fjallað um hann í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Teikning Sigfúsar Halldórssonar af bænum Holti í Keflavík þar sem Stjáni blái bjó.

Íslenska heitið á teiknimyndahetjunni virðist vera sótt til sjómannsins Kristjáns Sveinssonar sem fæddist 14. desember 1872 og bjó lengst af í bænum Holti í Keflavík. Viðurnefni Kristjáns var Stjáni blái og um hann orti ljóðskáldið Örn Arnarson (skáldanafn Magnúsar Stefánssonar, 1884-1942) eitt sitt þekktasta kvæði. Kvæðið heitir einfaldlega „Stjáni blái“ og fyrsta erindi þess hljóðar svona:

Hann var alinn upp við slark,
útilegur, skútuhark.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.[1]

Myndskreyting Finns Jónssonar við kvæðið „Stjáni blái“ eftir Örn Arnarson. Myndskreytingin birtist í Árbók norræna félagsins Nordens Kalendar fyrir árið 1938.

Viðurnefnið valdi Kristján sér sjálfur. Í grein eftir Helga S. Jónsson í Sjómannadagsblaðinu árið 1949 segir þetta um tilurð þess:

Sjálfur valdi Stjáni sér viðurnefnið Blái. - Sú saga lýsir lund hans nokkuð, en þau drög liggja þar til, að eitt sinn bjargaði Stjáni mönnum af brennandi skipi og hlaut af því nokkur brunasár á höndum, og voru þær síðan oft bláar í kulda og vosbúð. Eitt sinn er Kristján var við færi dró hann steinbítstegund þá sem Blágóma nefnist [...] er sagt að þá hafi Kristjáni fallið svo orð: Blár ertu líka greyið - bezt að þú og Stjáni séu nafnar héðan í frá, og eftir þetta kallaði hann sig alla jafna Stjána Bláa.[2]

Í annarri heimild segir hins vegar að Kristján hafi brennst á höndum þegar hann hafi verið að bjarga munum úr brennandi húsi en ekki mönnum af brennandi skipi.[3]

Þegar sögurnar um bandaríska sægarpinn Popeye tóku að birtast í íslenskri þýðingu virðist þýðandi þeirra hafa gripið til þess ráðs að íslenska heiti teiknimyndahetjunnar með nafni þessa þekkta íslenska sjómanns. Elsta dæmið er sennilega að finna í tímaritinu Vikunni frá árinu 1961.

Elsta dæmið um notkun heitisins Stjáni blái fyrir teiknimyndahetjuna Popeye virðist vera að finna í Vikunni árið 1961.

Það er hins vegar ekki elsta dæmið um að heitið Stjáni blái hafi verið notað til að íslenska nafn persóna í teiknimyndasögum. Árið 1944 var það notað um persónu í sögunum um Rasmínu og Gissur gullrass.[4]

Sjómaðurinn Kristján Sveinsson lést í sjóslysi 16. desember 1922 og fannst lík hans aldrei.

Myndskreyting Finns Jónssonar við kvæðið „Stjáni blái“ eftir Örn Arnarson. Myndskreytingin birtist í Árbók norræna félagsins Nordens Kalendar fyrir árið 1938.

Tilvísanir:
  1. ^ Eimreiðin, 41. Árgangur 1935, 4. Hefti - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
  2. ^ Sjómannadagsblaðið, 12. Árgangur 1949, 1. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
  3. ^ Bækur.is - Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. (Sótt 21.06.2017).
  4. ^ Vikan, 7. árgangur 1944, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.6.2017

Spyrjandi

Ólafur Júlíusson

Tilvísun

Lárus Orri Clausen, Nikulás Ásmundarson, Svanur Gabriele Monaco og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var hinn íslenski Stjáni blái?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2017, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64049.

Lárus Orri Clausen, Nikulás Ásmundarson, Svanur Gabriele Monaco og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2017, 22. júní). Hver var hinn íslenski Stjáni blái? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64049

Lárus Orri Clausen, Nikulás Ásmundarson, Svanur Gabriele Monaco og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var hinn íslenski Stjáni blái?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2017. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64049>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?
Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga. Nánar er fjallað um hann í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Teikning Sigfúsar Halldórssonar af bænum Holti í Keflavík þar sem Stjáni blái bjó.

Íslenska heitið á teiknimyndahetjunni virðist vera sótt til sjómannsins Kristjáns Sveinssonar sem fæddist 14. desember 1872 og bjó lengst af í bænum Holti í Keflavík. Viðurnefni Kristjáns var Stjáni blái og um hann orti ljóðskáldið Örn Arnarson (skáldanafn Magnúsar Stefánssonar, 1884-1942) eitt sitt þekktasta kvæði. Kvæðið heitir einfaldlega „Stjáni blái“ og fyrsta erindi þess hljóðar svona:

Hann var alinn upp við slark,
útilegur, skútuhark.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.[1]

Myndskreyting Finns Jónssonar við kvæðið „Stjáni blái“ eftir Örn Arnarson. Myndskreytingin birtist í Árbók norræna félagsins Nordens Kalendar fyrir árið 1938.

Viðurnefnið valdi Kristján sér sjálfur. Í grein eftir Helga S. Jónsson í Sjómannadagsblaðinu árið 1949 segir þetta um tilurð þess:

Sjálfur valdi Stjáni sér viðurnefnið Blái. - Sú saga lýsir lund hans nokkuð, en þau drög liggja þar til, að eitt sinn bjargaði Stjáni mönnum af brennandi skipi og hlaut af því nokkur brunasár á höndum, og voru þær síðan oft bláar í kulda og vosbúð. Eitt sinn er Kristján var við færi dró hann steinbítstegund þá sem Blágóma nefnist [...] er sagt að þá hafi Kristjáni fallið svo orð: Blár ertu líka greyið - bezt að þú og Stjáni séu nafnar héðan í frá, og eftir þetta kallaði hann sig alla jafna Stjána Bláa.[2]

Í annarri heimild segir hins vegar að Kristján hafi brennst á höndum þegar hann hafi verið að bjarga munum úr brennandi húsi en ekki mönnum af brennandi skipi.[3]

Þegar sögurnar um bandaríska sægarpinn Popeye tóku að birtast í íslenskri þýðingu virðist þýðandi þeirra hafa gripið til þess ráðs að íslenska heiti teiknimyndahetjunnar með nafni þessa þekkta íslenska sjómanns. Elsta dæmið er sennilega að finna í tímaritinu Vikunni frá árinu 1961.

Elsta dæmið um notkun heitisins Stjáni blái fyrir teiknimyndahetjuna Popeye virðist vera að finna í Vikunni árið 1961.

Það er hins vegar ekki elsta dæmið um að heitið Stjáni blái hafi verið notað til að íslenska nafn persóna í teiknimyndasögum. Árið 1944 var það notað um persónu í sögunum um Rasmínu og Gissur gullrass.[4]

Sjómaðurinn Kristján Sveinsson lést í sjóslysi 16. desember 1922 og fannst lík hans aldrei.

Myndskreyting Finns Jónssonar við kvæðið „Stjáni blái“ eftir Örn Arnarson. Myndskreytingin birtist í Árbók norræna félagsins Nordens Kalendar fyrir árið 1938.

Tilvísanir:
  1. ^ Eimreiðin, 41. Árgangur 1935, 4. Hefti - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
  2. ^ Sjómannadagsblaðið, 12. Árgangur 1949, 1. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
  3. ^ Bækur.is - Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. (Sótt 21.06.2017).
  4. ^ Vikan, 7. árgangur 1944, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...