Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Landsvirkjun - borði í orkumálaflokki

Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?

Það er mikilvægt að átta sig á því að við höfum áhrif á umhverfið á hverjum einasta degi. En við höfum val um hvers konar áhrif við viljum hafa.

Við getum til dæmis verið meira meðvituð um þær vörur sem við kaupum. Hvar var varan búin til? Getum við valið vöru sem er framleidd nálægt okkur og þannig sparað eldsneyti? Var varan búin til af börnum sem látin eru vinna sem þrælar? Voru einhver dýr pyntuð við framleiðslu vörunnar og hafði framleiðsluferlið neikvæð áhrif á umhverfið? Og svo getum við líka spurt okkur: Þurfum við virkilega á vörunni að halda?

Áhrif olíumengunar í Ekvador.

Margir hafa töluverðar áhyggjur af þeim neikvæðu áhrifum sem við höfum á umhverfið en þeim vex vandamálið í augum. Baráttan virðist vonlaus og þeir gera því ekki neitt. En við verðum að muna að áhrifin af því þegar hundrað, þúsundir og jafnvel milljónir manna fara að spyrja þessara spurninga geta verið gífurleg.

Í rauninni er líklega eina leiðin til þess að hafa áhrif á umhverfisstefnu stóru fyrirtækjanna sú að nógu margir neytendur sniðgangi vörur sem skaða umhverfið. Það mun leiða til þess að fyrirtækið finnur leiðir til að framleiða vöruna á umhverfisvænan hátt eða hættir framleiðslu hennar.

Það mun einnig hafa umtalsverð jákvæð umhverfisáhrif þegar fleiri og fleiri gerast grænmetisætur. Það er auðvelt að finna upplýsingar um hversvegna svo er.

Frumbyggjar tóku iðulega ákvarðanir eftir að hafa velt fyrir sér hvaða áhrif þær mundu hafa á næstu kynslóðir. Myndin er af drengjum sem tilheyra Yao-ættbálkinum í Malaví.

Frumbyggjar tóku iðulega ákvarðanir eftir að hafa velt fyrir sér hvaða áhrif þær mundu hafa á næstu kynslóðir. Í dag eru margar ákvarðanir teknar á grundvelli þess hvaða áhrif þær munu hafa á næsta hluthafafundi – jafnvel meiriháttar ákvarðanir eins og bygging risastíflu.

Myndir:


Bryndís Marteinsdóttir þýddi upprunalegt svar Jane Goodall.

Útgáfudagur

13.6.2016

Spyrjandi

Elín Ósk Arnarsdóttir og ritstjórn

Höfundur

Jane Goodall

atferlisfræðingur, fremdardýrafræðingur og friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna

Tilvísun

Jane Goodall. „Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2016. Sótt 18. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=64180.

Jane Goodall. (2016, 13. júní). Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64180

Jane Goodall. „Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2016. Vefsíða. 18. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64180>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Árni Gunnar Ásgeirsson

1982

Árni Gunnar Ásgeirsson er lektor við Háskólann á Akureyri og einn þriggja stjórnenda Rannsóknarmiðstöðvar um sjónskynjun. Helstu viðfangsefni Árna Gunnars eru sjónræn eftirtekt og sjónrænt minni.