Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?

Rannveig Magnúsdóttir

Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaðist. Skógareyðing í Brasilíu hefur fylgt efnhagsástandi landsins nokkuð vel, á krepputímum er minna eytt en góðærum fylgir meiri eyðing. Í fyrstu voru það aðallega kúabændur og fátækir smábændur sem eyðilögðu skóginn en í dag er hægt að skipta eyðingu Amasonskógarins í Brasilíu í 5 hópa:

  1. Beitilönd fyrir nautgripi: Þetta er og hefur alltaf verið ein aðalástæða skógareyðingar í Amason.
  2. Landnám fátækra bænda: Yfirvöld hafa hvatt nokkur hundruð þúsund fjölskyldur til að nema land í regnskógum. Hver fjölskylda brennir lítinn skika og notar þangað til jarðvegurinn verður ófrjór, það tekur yfirleitt um 5 ár, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur? Eftir þann tíma þarf að halda áfram að brenna meiri regnskóg.
  3. Mannvirkjagerð: Amasonhraðbrautin sem byggð var 1972 er gott dæmi um þá eyðileggingu sem mannvirki geta valdið í regnskógum. Því miður er ekkert lát á áframhaldandi vegagerð og gerð stífla fyrir vatnsaflsvirkjanir.
  4. Landbúnaður: Síðustu ár hefur orðið sprenging í ræktun á sojabaunum í regnskógum Amason. Sojabaunirnar eru aðallega notaðar í dýrafóður og talið er að McDonalds og fleiri skyndibitakeðjur í samstarfi við landbúnaðarrisann Cargill séu orsök eyðingar tugþúsunda ferkílómetra af regnskógi síðustu árin. Hætta er einnig á að ræktun olíupálma muni fara þar vaxandi því eftirspurn eftir pálmaolíu í heiminum fer ört vaxandi og hefur nú þegar valdið gífurlegri regnskógareyðingu í Suðaustur-Asíu.
  5. Skógarhögg Það er ólöglegt að höggva tré í Brasilíu nema með sérstöku leyfi og einungis á ákveðnum svæðum. Ólöglegt skógarhögg er engu að síður stundað mjög víða.

Það er erfitt að gefa upp nákvæmar tölur um skógareyðingu því mikið af ólöglegu skógarhöggi á sér stað sem erfitt er að mæla. Einnig eru mun nákvæmari tölur gefnar upp fyrir Amasonskóginn í Brasilíu (60% skógarins) en fyrir hin löndin sem skógurinn er einnig hluti af en það eru Perú, Kólumbía, Venesúela, Ekvador, Bólivía, Gvæjana, Súrínam og Franska Gvæjana. Árið 2008 var búið að eyða um 725.000 km2 af Amasonregnskóginum í Brasilíu, það er rúmlega sjö sinnum flatarmál Íslands.

Smellið á grafið til að sjá stærri útgáfu.

Á milli áranna 1990 og 2005 var 194.700 km2 af regnskógi í Amason eytt. Þetta voru 533 km2 á dag, 22 km2 á klukkustund og 0,4 km2 á mínútu sem jafngildir rúmlega 50 fótboltavöllum á mínútu. Síðan 2005 hefur sem betur fer hægt á regnskógareyðingu í Amason en hún er enn mjög mikil í Suðaustur-Asíu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.2.2012

Spyrjandi

Auður Harðardóttir, f. 1994

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2012. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24115.

Rannveig Magnúsdóttir. (2012, 9. febrúar). Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24115

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2012. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24115>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?
Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaðist. Skógareyðing í Brasilíu hefur fylgt efnhagsástandi landsins nokkuð vel, á krepputímum er minna eytt en góðærum fylgir meiri eyðing. Í fyrstu voru það aðallega kúabændur og fátækir smábændur sem eyðilögðu skóginn en í dag er hægt að skipta eyðingu Amasonskógarins í Brasilíu í 5 hópa:

  1. Beitilönd fyrir nautgripi: Þetta er og hefur alltaf verið ein aðalástæða skógareyðingar í Amason.
  2. Landnám fátækra bænda: Yfirvöld hafa hvatt nokkur hundruð þúsund fjölskyldur til að nema land í regnskógum. Hver fjölskylda brennir lítinn skika og notar þangað til jarðvegurinn verður ófrjór, það tekur yfirleitt um 5 ár, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur? Eftir þann tíma þarf að halda áfram að brenna meiri regnskóg.
  3. Mannvirkjagerð: Amasonhraðbrautin sem byggð var 1972 er gott dæmi um þá eyðileggingu sem mannvirki geta valdið í regnskógum. Því miður er ekkert lát á áframhaldandi vegagerð og gerð stífla fyrir vatnsaflsvirkjanir.
  4. Landbúnaður: Síðustu ár hefur orðið sprenging í ræktun á sojabaunum í regnskógum Amason. Sojabaunirnar eru aðallega notaðar í dýrafóður og talið er að McDonalds og fleiri skyndibitakeðjur í samstarfi við landbúnaðarrisann Cargill séu orsök eyðingar tugþúsunda ferkílómetra af regnskógi síðustu árin. Hætta er einnig á að ræktun olíupálma muni fara þar vaxandi því eftirspurn eftir pálmaolíu í heiminum fer ört vaxandi og hefur nú þegar valdið gífurlegri regnskógareyðingu í Suðaustur-Asíu.
  5. Skógarhögg Það er ólöglegt að höggva tré í Brasilíu nema með sérstöku leyfi og einungis á ákveðnum svæðum. Ólöglegt skógarhögg er engu að síður stundað mjög víða.

Það er erfitt að gefa upp nákvæmar tölur um skógareyðingu því mikið af ólöglegu skógarhöggi á sér stað sem erfitt er að mæla. Einnig eru mun nákvæmari tölur gefnar upp fyrir Amasonskóginn í Brasilíu (60% skógarins) en fyrir hin löndin sem skógurinn er einnig hluti af en það eru Perú, Kólumbía, Venesúela, Ekvador, Bólivía, Gvæjana, Súrínam og Franska Gvæjana. Árið 2008 var búið að eyða um 725.000 km2 af Amasonregnskóginum í Brasilíu, það er rúmlega sjö sinnum flatarmál Íslands.

Smellið á grafið til að sjá stærri útgáfu.

Á milli áranna 1990 og 2005 var 194.700 km2 af regnskógi í Amason eytt. Þetta voru 533 km2 á dag, 22 km2 á klukkustund og 0,4 km2 á mínútu sem jafngildir rúmlega 50 fótboltavöllum á mínútu. Síðan 2005 hefur sem betur fer hægt á regnskógareyðingu í Amason en hún er enn mjög mikil í Suðaustur-Asíu.

Heimildir og mynd:

...