Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?

Rannveig Magnúsdóttir

Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu eftir nokkur ár og skilur eftir sig harðan rauðleitan leir sem lítið vex á nema gras. Bændur rýma oft regnskógarsvæði undir beitilönd fyrir hjarðir sínar, en skilja eftir sig slóð eyðileggingar því eftir nokkurra ára notkun er ekki lengur hægt að rækta neitt á landinu og þá verður að ryðja meiri regnskóg.

Jarðvegur regnskóga er einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Þess vegna helst frjósemi stutt í jarðvegi eftir að regnskógur hefur verið ruddur. Þessi skógur í Suður-Mexíkó var brenndur til að rýma fyrir ræktarlandi.

Í sumum tilfellum hefur tekist á stuttum tíma (10-20 árum) að endurheimta einhvers konar skóga en tegundasamsetning og fjölbreytni þeirra er á engan hátt sambærileg við gömlu ósnortnu regnskóganna. Það gæti tekið hundruð ef ekki þúsundir ára að fá aftur slíka skóga því regnskógartré geta orðið mjög gömul og tegundafjölbreytileikinn er mjög mikill. Í einum hektara (100x100 m svæði) í Amasonskóginum hafa til dæmis fundist yfir 230 tegundir trjáa. Þar að auki er skógur miklu meira en bara tré og því miður tapast einnig mjög mikið af dýrategundum þegar skógur er ruddur.

Ef mikilvægar tegundir sveppa, baktería og jarðvegsdýra skortir í þessa skóga þá verða þeir aldrei annað en skugginn af sjálfum sér. Stór dýr eins og fuglar og spendýr þrífast ekki nema hafa skjól og heppilegt æti og því verða nýju skógarnir að vera tegundafjölbreyttir og innihalda tré sem bera aldin á mismunandi tímum árs. Einnig getur fæðuvefurinn verið mjög flókinn í gömlum regnskógum og sumar lífverur eru háðar öðrum. Sumar plöntutegundir geta til dæmis ekki stundað víxlfrjóvgun nema með hjálp ákveðinna skordýra, fugla, fiska og spendýra og ef þau hverfa af svæðinu þá deyja plönturnar líka í kjölfarið. Sum dýr þurfa stór svæði til að athafna sig og þrífast ekki í litlum afmörkuðum regnskógarleifum.

Síðan 2001 hefur gengið nokkuð vel að búa til 2000 hektara lífvænlegan skóg á ófrjóum jarðvegi á eyjunni Borneó í Indónesíu og þetta verkefni hefur verið unnið í samvinnu við innfædda. Í dag eru þarna um 500 þúsund tré af 1300 tegundum og margar tegundir af fuglum ásamt spendýrum, skriðdýrum og fleiru. Þetta er langt frá því að vera sams konar regnskógur og áður var en verkefnið hefur gefið fólki von um að það sé hægt að endurheimta regnskóga og bjarga tegundum eins og órangútanöpum frá útrýmingu.

Þótt þessir nýju skógar gefi ákveðna von er lífsnauðsynlegt fyrir lífríki jarðarinnar að hætta regnskógareyðingu því bæði er mikið kolefni bundið í sjálfum trjánum sem hætta er á að leysist út í andrúmsloftið sem koltvíildi (CO2) og einnig á sér stað mikil nýmyndun súrefnis í regnskógum.

Heimildir:
  • Mongabay.com - Regrowing the rainforest
  • Jane Braxton Little (December 2008). Regrowing Borneo, tree by tree. Scientific American, 18, 64-71.
  • Prance, G.T. 1986. The Amazon: Paradise lost? í: The Last Estinction (ritstj. L. Kaufmann & K. Mallory). The MIT Press, Cambridge, Mass. Bls 63-106.
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1989. Regnskógar hitabeltisins. Náttúrufræðingurinn, 59, 9-37.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.1.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2012, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61808.

Rannveig Magnúsdóttir. (2012, 30. janúar). Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61808

Rannveig Magnúsdóttir. „Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2012. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61808>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu eftir nokkur ár og skilur eftir sig harðan rauðleitan leir sem lítið vex á nema gras. Bændur rýma oft regnskógarsvæði undir beitilönd fyrir hjarðir sínar, en skilja eftir sig slóð eyðileggingar því eftir nokkurra ára notkun er ekki lengur hægt að rækta neitt á landinu og þá verður að ryðja meiri regnskóg.

Jarðvegur regnskóga er einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Þess vegna helst frjósemi stutt í jarðvegi eftir að regnskógur hefur verið ruddur. Þessi skógur í Suður-Mexíkó var brenndur til að rýma fyrir ræktarlandi.

Í sumum tilfellum hefur tekist á stuttum tíma (10-20 árum) að endurheimta einhvers konar skóga en tegundasamsetning og fjölbreytni þeirra er á engan hátt sambærileg við gömlu ósnortnu regnskóganna. Það gæti tekið hundruð ef ekki þúsundir ára að fá aftur slíka skóga því regnskógartré geta orðið mjög gömul og tegundafjölbreytileikinn er mjög mikill. Í einum hektara (100x100 m svæði) í Amasonskóginum hafa til dæmis fundist yfir 230 tegundir trjáa. Þar að auki er skógur miklu meira en bara tré og því miður tapast einnig mjög mikið af dýrategundum þegar skógur er ruddur.

Ef mikilvægar tegundir sveppa, baktería og jarðvegsdýra skortir í þessa skóga þá verða þeir aldrei annað en skugginn af sjálfum sér. Stór dýr eins og fuglar og spendýr þrífast ekki nema hafa skjól og heppilegt æti og því verða nýju skógarnir að vera tegundafjölbreyttir og innihalda tré sem bera aldin á mismunandi tímum árs. Einnig getur fæðuvefurinn verið mjög flókinn í gömlum regnskógum og sumar lífverur eru háðar öðrum. Sumar plöntutegundir geta til dæmis ekki stundað víxlfrjóvgun nema með hjálp ákveðinna skordýra, fugla, fiska og spendýra og ef þau hverfa af svæðinu þá deyja plönturnar líka í kjölfarið. Sum dýr þurfa stór svæði til að athafna sig og þrífast ekki í litlum afmörkuðum regnskógarleifum.

Síðan 2001 hefur gengið nokkuð vel að búa til 2000 hektara lífvænlegan skóg á ófrjóum jarðvegi á eyjunni Borneó í Indónesíu og þetta verkefni hefur verið unnið í samvinnu við innfædda. Í dag eru þarna um 500 þúsund tré af 1300 tegundum og margar tegundir af fuglum ásamt spendýrum, skriðdýrum og fleiru. Þetta er langt frá því að vera sams konar regnskógur og áður var en verkefnið hefur gefið fólki von um að það sé hægt að endurheimta regnskóga og bjarga tegundum eins og órangútanöpum frá útrýmingu.

Þótt þessir nýju skógar gefi ákveðna von er lífsnauðsynlegt fyrir lífríki jarðarinnar að hætta regnskógareyðingu því bæði er mikið kolefni bundið í sjálfum trjánum sem hætta er á að leysist út í andrúmsloftið sem koltvíildi (CO2) og einnig á sér stað mikil nýmyndun súrefnis í regnskógum.

Heimildir:
  • Mongabay.com - Regrowing the rainforest
  • Jane Braxton Little (December 2008). Regrowing Borneo, tree by tree. Scientific American, 18, 64-71.
  • Prance, G.T. 1986. The Amazon: Paradise lost? í: The Last Estinction (ritstj. L. Kaufmann & K. Mallory). The MIT Press, Cambridge, Mass. Bls 63-106.
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1989. Regnskógar hitabeltisins. Náttúrufræðingurinn, 59, 9-37.

Mynd:...