Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Jón Már Halldórsson

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en frumskógar spila lykilhlutverk í varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni. Margar þessara tegunda hafa hafa átt undir högg að sækja síðustu áratugi sökum mikillar skógeyðingar. Sem dæmi má nefna tígrisdýr, jövu-nashyrninga og ótal fuglategundir.

Þegar frumskógar sem hafa orðið fyrir miklu raski, svo sem vegna skógarhöggs eða skógarelda, vaxa upp aftur er talað um nývöxtinn sem annars stigs skóga þangað til þeir hafa náð aftur einkennum frumskóga. Í annars stigs skógum er tegundafjölbreytni margfalt minni en í frumskógum.



Frumskógar einkennast af mikilli tegundafjölbreytni og þéttum botngróðri.

Frumskógar jarðar fara ört minnkandi en árlega verður umtalsverð rýrnun á þeim vegna skógarhöggs. Þessu er ekki hægt að neita þó menn deili um það hvort heildarskógarþekja fari minnkandi. Það er hins vegar allt annað mál í ljósi þess tegundafjölbreytileika sem frumskógar búa yfir.

Stærstu frumskóga jarðar er að finna á Amasonsvæðinu í Suður-Ameríku eða um 35% þeirra. Í Norður-Ameríku eru um 28% af frumskógum jarðar aðallega í barrskógum í Kanada. 19% af frumskógum jarðar teljast svo til Asíu.

Nánast allur regnskógur jarðar flokkast sem frumskógur. Frumskógur jarðar er þó alls ekki allur regnskógur. Laufskógar og barrskógar geta til dæmis verið frumskógar. Einkenni regnskóga er mikil árleg úrkoma, yfirleitt á bilinu 1700-2000 mm. Stærstur hluti regnskóga finnst því í hitabeltinu, en þó er þá einnig að finna á litlum svæðum í tempraða beltinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.1.2008

Spyrjandi

Guðni Þór Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6999.

Jón Már Halldórsson. (2008, 13. janúar). Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6999

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6999>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?
Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en frumskógar spila lykilhlutverk í varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni. Margar þessara tegunda hafa hafa átt undir högg að sækja síðustu áratugi sökum mikillar skógeyðingar. Sem dæmi má nefna tígrisdýr, jövu-nashyrninga og ótal fuglategundir.

Þegar frumskógar sem hafa orðið fyrir miklu raski, svo sem vegna skógarhöggs eða skógarelda, vaxa upp aftur er talað um nývöxtinn sem annars stigs skóga þangað til þeir hafa náð aftur einkennum frumskóga. Í annars stigs skógum er tegundafjölbreytni margfalt minni en í frumskógum.



Frumskógar einkennast af mikilli tegundafjölbreytni og þéttum botngróðri.

Frumskógar jarðar fara ört minnkandi en árlega verður umtalsverð rýrnun á þeim vegna skógarhöggs. Þessu er ekki hægt að neita þó menn deili um það hvort heildarskógarþekja fari minnkandi. Það er hins vegar allt annað mál í ljósi þess tegundafjölbreytileika sem frumskógar búa yfir.

Stærstu frumskóga jarðar er að finna á Amasonsvæðinu í Suður-Ameríku eða um 35% þeirra. Í Norður-Ameríku eru um 28% af frumskógum jarðar aðallega í barrskógum í Kanada. 19% af frumskógum jarðar teljast svo til Asíu.

Nánast allur regnskógur jarðar flokkast sem frumskógur. Frumskógur jarðar er þó alls ekki allur regnskógur. Laufskógar og barrskógar geta til dæmis verið frumskógar. Einkenni regnskóga er mikil árleg úrkoma, yfirleitt á bilinu 1700-2000 mm. Stærstur hluti regnskóga finnst því í hitabeltinu, en þó er þá einnig að finna á litlum svæðum í tempraða beltinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...