Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?

Brynhildur Bjarnadóttir

Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum?

Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 2006). Stór hluti þessa kolefnis eða um 65-70% er bundið í skógum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Það telst því rétt að í skógum hitabeltisins er mun meira kolefni bundið en í skógum á norðurslóðum svo sem í Evrópu og Norður-Ameríku.

Hitabeltisskógar, eins og þessi skógur í Ekvador, binda meira kolefni en skógar á norðurslóðum.

Varðandi nýbindingu má benda á að vegna hlýrra loftslags í hitabeltinu er hringrás kolefnis almennt hraðari þar en á norðlægum slóðum. Tré í hitabeltinu vaxa hraðar og binda þar með kolefni hraðar. Á móti kemur að öndun og rotnun, það er þau ferli sem valda því að kolefni losnar aftur út í andrúmsloftið, eru líka hraðari. Því er óhætt að segja að umsetning (turnover) kolefnis sé hraðari í hitabeltinu en á norðurslóðum.

Svarið er því að hitabeltisskógur bæði geymir meira kolefni en norðurslóðaskógur og er einnig stórvirkari í nýbindingu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

sérfræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins

Útgáfudagur

25.1.2008

Spyrjandi

Steinþór Oddgeirsson

Tilvísun

Brynhildur Bjarnadóttir. „Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2008. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7027.

Brynhildur Bjarnadóttir. (2008, 25. janúar). Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7027

Brynhildur Bjarnadóttir. „Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2008. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7027>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?
Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum?

Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 2006). Stór hluti þessa kolefnis eða um 65-70% er bundið í skógum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Það telst því rétt að í skógum hitabeltisins er mun meira kolefni bundið en í skógum á norðurslóðum svo sem í Evrópu og Norður-Ameríku.

Hitabeltisskógar, eins og þessi skógur í Ekvador, binda meira kolefni en skógar á norðurslóðum.

Varðandi nýbindingu má benda á að vegna hlýrra loftslags í hitabeltinu er hringrás kolefnis almennt hraðari þar en á norðlægum slóðum. Tré í hitabeltinu vaxa hraðar og binda þar með kolefni hraðar. Á móti kemur að öndun og rotnun, það er þau ferli sem valda því að kolefni losnar aftur út í andrúmsloftið, eru líka hraðari. Því er óhætt að segja að umsetning (turnover) kolefnis sé hraðari í hitabeltinu en á norðurslóðum.

Svarið er því að hitabeltisskógur bæði geymir meira kolefni en norðurslóðaskógur og er einnig stórvirkari í nýbindingu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

...