
Varðandi nýbindingu má benda á að vegna hlýrra loftslags í hitabeltinu er hringrás kolefnis almennt hraðari þar en á norðlægum slóðum. Tré í hitabeltinu vaxa hraðar og binda þar með kolefni hraðar. Á móti kemur að öndun og rotnun, það er þau ferli sem valda því að kolefni losnar aftur út í andrúmsloftið, eru líka hraðari. Því er óhætt að segja að umsetning (turnover) kolefnis sé hraðari í hitabeltinu en á norðurslóðum. Svarið er því að hitabeltisskógur bæði geymir meira kolefni en norðurslóðaskógur og er einnig stórvirkari í nýbindingu. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls? eftir Brynhildi Bjarnadóttur
- Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig líta regnskógar út? eftir Jón Má Halldórsson
- Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál? eftir Þröst Eysteinsson
- Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson
- Global Forest Resources Assessment 2005. Progress towards sustainable forest management. FAO, 2006.
- FAO - ljósmyndari: Roberto Faidutti. CFU000786. Sótt 24. 01. 2008.