Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Af hverju skemmir sykur tennur?

IRR

Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans.

Sykur auðveldar vöxt sýkla.

Sykur í karamellum loðir til dæmis lengi við tennurnar og viðheldur þannig miklu sykurmagni í munni. Þess háttar sykur veldur því meiri skaða en sykur sem er uppleystur í vökva. Eins er það mikilvægt að menn neyti ekki sykurs oft á dag því þá getur munnvatnið ekki jafnað út lækkað sýrustig í munni.

Um sykur og tannskemmdir er fjallað meira í svari eftir Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.1.2014

Spyrjandi

Guðmundur Daníel Erlendsson

Tilvísun

IRR. „Af hverju skemmir sykur tennur?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2014. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=64240.

IRR. (2014, 15. janúar). Af hverju skemmir sykur tennur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64240

IRR. „Af hverju skemmir sykur tennur?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2014. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64240>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju skemmir sykur tennur?
Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans.

Sykur auðveldar vöxt sýkla.

Sykur í karamellum loðir til dæmis lengi við tennurnar og viðheldur þannig miklu sykurmagni í munni. Þess háttar sykur veldur því meiri skaða en sykur sem er uppleystur í vökva. Eins er það mikilvægt að menn neyti ekki sykurs oft á dag því þá getur munnvatnið ekki jafnað út lækkað sýrustig í munni.

Um sykur og tannskemmdir er fjallað meira í svari eftir Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

...