Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?

JGÞ

Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir.

Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs. Og við getum líka komið gastegundunum af stað með því að sveifla blævæng eða kveikja á viftu. Þá verður til vindur.

Suðurkóreskur blævængjadans.

Þegar við sveiflum blævæng þá þrýstum við gastegundunum sem verða fyrir blævængnum þéttar saman en þær voru fyrir. Þær streyma þá frá blævængnum og leita frá meiri þrýstingi í átt að minni. Þetta er svipað og þegar við hleypum lofti úr blöðru. Inni í blöðrunni eru gastegundirnar þéttar saman en fyrir utan blöðruna. Ef við við stingum gat á blöðruna rjúka þær út sem vindur og þegar loftþrýstingur fyrir utan blöðruna er sá sami og innan í henni þá lægir vindinn.

Ef við værum stödd á reikistjörnu sem hefði engan lofthjúp þá mundi blævængurinn okkar ekki hreyfa við neinu. Á Merkúríusi, sem er næstur sólu af reikistjörnunum í okkar sólkerfi, er til að mynda enginn lofthjúpur. Þar er mjög heitt af völdum sólarinnar og hiti í gasi er einfaldlega hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mjög mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar rjúka einfaldlega út í geiminn! Að auki er Merkúríus svo lítill að þyngdarkraftur frá honum er veikur og nær ekki að halda sameindum lofts vel að yfirborðinu.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

11.2.2013

Spyrjandi

5. S í Laugarnesskóla

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2013. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=64249.

JGÞ. (2013, 11. febrúar). Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64249

JGÞ. „Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2013. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64249>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?
Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir.

Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs. Og við getum líka komið gastegundunum af stað með því að sveifla blævæng eða kveikja á viftu. Þá verður til vindur.

Suðurkóreskur blævængjadans.

Þegar við sveiflum blævæng þá þrýstum við gastegundunum sem verða fyrir blævængnum þéttar saman en þær voru fyrir. Þær streyma þá frá blævængnum og leita frá meiri þrýstingi í átt að minni. Þetta er svipað og þegar við hleypum lofti úr blöðru. Inni í blöðrunni eru gastegundirnar þéttar saman en fyrir utan blöðruna. Ef við við stingum gat á blöðruna rjúka þær út sem vindur og þegar loftþrýstingur fyrir utan blöðruna er sá sami og innan í henni þá lægir vindinn.

Ef við værum stödd á reikistjörnu sem hefði engan lofthjúp þá mundi blævængurinn okkar ekki hreyfa við neinu. Á Merkúríusi, sem er næstur sólu af reikistjörnunum í okkar sólkerfi, er til að mynda enginn lofthjúpur. Þar er mjög heitt af völdum sólarinnar og hiti í gasi er einfaldlega hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mjög mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar rjúka einfaldlega út í geiminn! Að auki er Merkúríus svo lítill að þyngdarkraftur frá honum er veikur og nær ekki að halda sameindum lofts vel að yfirborðinu.

Mynd:

...