Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?

Jón Már Halldórsson

Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hunddýrin sem þekkjast, eru fótsporin nokkuð minni eða um 10 cm á lengd (framfætur) og um 8 cm á breidd.

Spor eftir tígrisdýr.

Hægt er að styðjast við nokkur afgerandi einkenni þegar greina á hvort spor eru eftir hund eða kött, eða skyldar tegundir.

Á framfótum katta eru sjö þófar, fimm þófar eru á tám, einn stærri hælþófi og minni ristarþófi. Á afturfótum hafa kettir hins vegar fimm þófa, fjórir þeirra eru á tám og einn stór hælþófi. Hundar og úlfar hafa aftur á móti sex þófa á framfótum, fjóra þófa á tám, einn stóran hælþófa (e. metacarpal pad) og svo einn svonefndan úlnliðsþófa (e. carpal). Þá eru þeir með fimm þófa á afturfótum, fjóra táþófa og stóran hælþóf.

Formgerð fótanna er ekki eins hjá þessum tveimur hópum rándýra. Fótspor katta er meira hringlaga en fótspor hunda. Lögun táþófa katta er dropalaga og hælþófar afturfóta eru með þremur sepum (e. lobes), en tveir slíkir eru á hælþófum framfóta. Fótspor hunda eru frekar egglaga en hringlaga. Lögun táþófa hunda nálgast það að vera þríhyrningslaga og ólíkt ummerkjum eftir ketti sem hafa klærnar dregnar inn þegar þeir ganga, má iðulega sjá för eftir klær í fótsporum hunda. Við þetta má bæta að hjá hundum og úlfum liggja fremstu tærnar venjulega nokkuð þétt saman en hjá kattardýrum er bilið milli allra táa nokkuð jafnt.

Gæti spor eftir tígrisdýr haft þessa lögun?

Spyrjandinn spurði sérstaklega um myndina sem er hér til hliðar, hvort þetta gæti verið skreytt tígrisdýraspor? Af myndinni að dæma virðist þetta vera afturfótur á einhverju rándýri. Við höfum ekki stærðina til að miða við en út frá formgerð táþófa þá eru þeir frekar dropalaga og hælþófinn með þremur sepum. Þó kettir séu venjulega með klærnar inni þá kemur það fyrir að klærnar skagi aðeins út hjá stórköttum (Panthera spp.) þegar þau eru á gangi. Síðast en ekki síst þá liggja fremstu tærnar ekki saman eins og ætti að gera ef um hund eða úlf er að ræða. Þetta er því nokkuð kattarlegt fótspor og gæti verið af stórketti, til dæmis tígrisdýri.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég var að spá hvort að þessi mynd sé mynd af tígrisdýraspori eða einhverju öðru?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.3.2013

Spyrjandi

Aron Brandsson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2013, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64280.

Jón Már Halldórsson. (2013, 20. mars). Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64280

Jón Már Halldórsson. „Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2013. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64280>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?
Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hunddýrin sem þekkjast, eru fótsporin nokkuð minni eða um 10 cm á lengd (framfætur) og um 8 cm á breidd.

Spor eftir tígrisdýr.

Hægt er að styðjast við nokkur afgerandi einkenni þegar greina á hvort spor eru eftir hund eða kött, eða skyldar tegundir.

Á framfótum katta eru sjö þófar, fimm þófar eru á tám, einn stærri hælþófi og minni ristarþófi. Á afturfótum hafa kettir hins vegar fimm þófa, fjórir þeirra eru á tám og einn stór hælþófi. Hundar og úlfar hafa aftur á móti sex þófa á framfótum, fjóra þófa á tám, einn stóran hælþófa (e. metacarpal pad) og svo einn svonefndan úlnliðsþófa (e. carpal). Þá eru þeir með fimm þófa á afturfótum, fjóra táþófa og stóran hælþóf.

Formgerð fótanna er ekki eins hjá þessum tveimur hópum rándýra. Fótspor katta er meira hringlaga en fótspor hunda. Lögun táþófa katta er dropalaga og hælþófar afturfóta eru með þremur sepum (e. lobes), en tveir slíkir eru á hælþófum framfóta. Fótspor hunda eru frekar egglaga en hringlaga. Lögun táþófa hunda nálgast það að vera þríhyrningslaga og ólíkt ummerkjum eftir ketti sem hafa klærnar dregnar inn þegar þeir ganga, má iðulega sjá för eftir klær í fótsporum hunda. Við þetta má bæta að hjá hundum og úlfum liggja fremstu tærnar venjulega nokkuð þétt saman en hjá kattardýrum er bilið milli allra táa nokkuð jafnt.

Gæti spor eftir tígrisdýr haft þessa lögun?

Spyrjandinn spurði sérstaklega um myndina sem er hér til hliðar, hvort þetta gæti verið skreytt tígrisdýraspor? Af myndinni að dæma virðist þetta vera afturfótur á einhverju rándýri. Við höfum ekki stærðina til að miða við en út frá formgerð táþófa þá eru þeir frekar dropalaga og hælþófinn með þremur sepum. Þó kettir séu venjulega með klærnar inni þá kemur það fyrir að klærnar skagi aðeins út hjá stórköttum (Panthera spp.) þegar þau eru á gangi. Síðast en ekki síst þá liggja fremstu tærnar ekki saman eins og ætti að gera ef um hund eða úlf er að ræða. Þetta er því nokkuð kattarlegt fótspor og gæti verið af stórketti, til dæmis tígrisdýri.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég var að spá hvort að þessi mynd sé mynd af tígrisdýraspori eða einhverju öðru?
...