Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var fyrsta geimskipið búið til?

JGÞ

Fyrsta geimfarið var smíðað um 1960 og skotið á loft þann 12. apríl 1961. Það hét Vostok 1 og var hluti af Vostok-áætlun Sovétmanna. Um borð var sovéski geimfarinn Júríj Alexejevítsj Gagarín (1934-1968). Orðið vostok þýðir 'austur' eða 'Austurlönd'.

Áður höfðu Sovétmenn skotið á loft fyrsta gervitunglinu sem fór á braut um jörðu. Það hét Spútnik 1 og fór á loft þann 4. október 1957. Rússneska orðið spútnik þýðir 'samferðamaður'. Gervitungl eru farkostir sem skotið er á braut um jörðu eða aðrar reikistjörnur til könnunar.

Geimhylki Vostok 1. Geimhylkið er sá hluti flaugarinnar sem ber tæki eða menn.

Júríj Gagarín var þó ekki fyrsti jarðarbúinn sem fór í geimferð því tíkin Laika var um borð í Spútnik 2 sem fór á loft 3. nóvember 1957 eins og lesa má um í svari við spurningunni: Hefur hundur farið til tunglsins? Hún dó skömmu eftir flugtak vegna ofhitnunar og hræðslu.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

14.2.2013

Spyrjandi

6. bekkur í Kelduskóla í Korpu

Tilvísun

JGÞ. „Hvenær var fyrsta geimskipið búið til?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2013, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64301.

JGÞ. (2013, 14. febrúar). Hvenær var fyrsta geimskipið búið til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64301

JGÞ. „Hvenær var fyrsta geimskipið búið til?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2013. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64301>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fyrsta geimskipið búið til?
Fyrsta geimfarið var smíðað um 1960 og skotið á loft þann 12. apríl 1961. Það hét Vostok 1 og var hluti af Vostok-áætlun Sovétmanna. Um borð var sovéski geimfarinn Júríj Alexejevítsj Gagarín (1934-1968). Orðið vostok þýðir 'austur' eða 'Austurlönd'.

Áður höfðu Sovétmenn skotið á loft fyrsta gervitunglinu sem fór á braut um jörðu. Það hét Spútnik 1 og fór á loft þann 4. október 1957. Rússneska orðið spútnik þýðir 'samferðamaður'. Gervitungl eru farkostir sem skotið er á braut um jörðu eða aðrar reikistjörnur til könnunar.

Geimhylki Vostok 1. Geimhylkið er sá hluti flaugarinnar sem ber tæki eða menn.

Júríj Gagarín var þó ekki fyrsti jarðarbúinn sem fór í geimferð því tíkin Laika var um borð í Spútnik 2 sem fór á loft 3. nóvember 1957 eins og lesa má um í svari við spurningunni: Hefur hundur farið til tunglsins? Hún dó skömmu eftir flugtak vegna ofhitnunar og hræðslu.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....