Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?

Anna Agnarsdóttir

Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaflega hvað sem er. Dæmi eru: listir, til dæmis myndefni (málverk, landakort, ljósmyndir, kvikmyndir), fornleifar, ljóð og skáldsögur (sem lýsa þá tímabilinu sem þær eru samdar á en ekki tímabilinu sem þær eiga að fjalla um eins og á við um sögulegar skáldsögur), hefðir og venjur, örnefni og hvers kyns hlutir, að ógleymdum munnlegum heimildum, til dæmis viðtöl, ræður og útvarpsefni.

Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um.

Eftirheimildir nefnast öðru nafni fræðirit, bækur, greinar og bókakaflar sem sagnfræðingurinn semur. Sagnfræðingurinn hefur unnið úr frumheimildunum og skrifað sagnfræðiverk. Frumheimildir breytast ekki en túlkun og úrvinnsla fræðimannsins á þeim breytist frá einni kynslóð til annarrar, frá einum manni til annars.

Þessi skipting getur verið flókin: heimildir geta verið hvort tveggja. Sem dæmi má nefna miðaldaannál sem byrjar á sköpunarsögunni (eftirheimild) en er að hluta samtímaannáll (frumheimild). Eftirheimildir geta verið frumheimildir: til dæmis ef rita á sögu ritunar Íslandssögunnar á 20. öld verða eftirheimildirnar að frumheimildum. Það fer því eftir í hvaða tilgangi heimildin er notuð – hvort um sé að ræða frumheimild eða eftirheimild. Vegna þess hversu flókið þetta getur verið velja margir sagnfræðingar að flokka heimildir sínar í prentaðar eða óprentaðar heimildir. Það fer tæplega á milli mála hvort eigi við.

Eftirheimildir nefnast öðru nafni fræðirit, bækur, greinar og bókakaflar sem sagnfræðingurinn semur, til dæmis um sögu Íslands.

Sagnfræðingar eru stöðugt að finna „nýjar“ frumheimildir og geta þær breytt túlkun á sögunni. Þar af leiðandi er yfirleitt talið betra að styðjast við ný fræðileg skrif frekar en eldri. Loks, er vert að hafa í huga að óteljandi frumheimildir eru framleiddar á hverri mínútu.

Myndir:

Höfundur

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.6.2013

Spyrjandi

Haraldur St.

Tilvísun

Anna Agnarsdóttir. „Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2013. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64750.

Anna Agnarsdóttir. (2013, 21. júní). Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64750

Anna Agnarsdóttir. „Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2013. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64750>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á frumheimild og eftirheimild og hvernig beita sagnfræðingar þessum hugtökum?
Frumheimildir eru „hráefni“ sagnfræðingsins. Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um. Algengastar eru ritheimildir, til dæmis lög, skýrslur, bréf, dagbækur, sjálfsævisögur, tilskipanir, dagblöð og dómasöfn, en aðrar frumheimildir geta verið bókstaflega hvað sem er. Dæmi eru: listir, til dæmis myndefni (málverk, landakort, ljósmyndir, kvikmyndir), fornleifar, ljóð og skáldsögur (sem lýsa þá tímabilinu sem þær eru samdar á en ekki tímabilinu sem þær eiga að fjalla um eins og á við um sögulegar skáldsögur), hefðir og venjur, örnefni og hvers kyns hlutir, að ógleymdum munnlegum heimildum, til dæmis viðtöl, ræður og útvarpsefni.

Það sem allar frumheimildir eiga sameiginlegt er að þær verða til á því tímabili sem verið er að fjalla um.

Eftirheimildir nefnast öðru nafni fræðirit, bækur, greinar og bókakaflar sem sagnfræðingurinn semur. Sagnfræðingurinn hefur unnið úr frumheimildunum og skrifað sagnfræðiverk. Frumheimildir breytast ekki en túlkun og úrvinnsla fræðimannsins á þeim breytist frá einni kynslóð til annarrar, frá einum manni til annars.

Þessi skipting getur verið flókin: heimildir geta verið hvort tveggja. Sem dæmi má nefna miðaldaannál sem byrjar á sköpunarsögunni (eftirheimild) en er að hluta samtímaannáll (frumheimild). Eftirheimildir geta verið frumheimildir: til dæmis ef rita á sögu ritunar Íslandssögunnar á 20. öld verða eftirheimildirnar að frumheimildum. Það fer því eftir í hvaða tilgangi heimildin er notuð – hvort um sé að ræða frumheimild eða eftirheimild. Vegna þess hversu flókið þetta getur verið velja margir sagnfræðingar að flokka heimildir sínar í prentaðar eða óprentaðar heimildir. Það fer tæplega á milli mála hvort eigi við.

Eftirheimildir nefnast öðru nafni fræðirit, bækur, greinar og bókakaflar sem sagnfræðingurinn semur, til dæmis um sögu Íslands.

Sagnfræðingar eru stöðugt að finna „nýjar“ frumheimildir og geta þær breytt túlkun á sögunni. Þar af leiðandi er yfirleitt talið betra að styðjast við ný fræðileg skrif frekar en eldri. Loks, er vert að hafa í huga að óteljandi frumheimildir eru framleiddar á hverri mínútu.

Myndir:

...