Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær eru bænadagar?

Guðrún Kvaran

Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags eru skírdagur og föstudagurinn langi nefndir bænadagar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um þessa notkun er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1887:

Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum.

Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eftirfarandi:

Tel ég æskilegt að þessir helgidagar væru afnumdir: annar í jólum, páskum og hvítasunnu, nýársdagrinn, bænadagarnir (skírdagur og langifrjádagr), hinn almenni bænadagr (kóngsbænadagr).

Eldri dæmi í Ritmálssafninu um orðið bænadagur vísa til almennra bænadaga en þeir voru þrír til fjórir árlega frá siðskiptum til 1686. Í Íslensku fornbréfasafni stendur til dæmis 1567:

ad Bænadagar skule vera iij ä haust sinn huøran midkudag, og firste byriest i sæluviku á hausten.

Danakonungur fyrirskipaði 1686 að halda skyldi almennan bænadag alls staðar í ríki hans. Kóngsbænadag gat borið upp frá 15. apríl til 21. maí. Í heimild frá síðari hluta 17. aldar segir til dæmis:

Fiorde Føstudagur epter Paaska er almenneligur Bænadagur.

Vegna tilskipunar konungs var dagurinn nefndur kóngsbænadagur en sá misskilningur kom fljótlega upp að biðja ætti fyrir konungi þann dag. Hélst kóngsbænadagur sem almennur bænadagur til 1893 að Alþingi samþykkti að leggja hann niður.

Á skírdag, sem er annar bænadaganna, er minnst heilagrar kvöldmáltíðar.

Orðið bænadagar þekkist um allt land um skírdag og föstudaginn langa. Grennslast var fyrir um orðið í þættinum um íslenskt mál samkvæmt heimildum í talmálssafni frá síðari hluta 20. aldar. Á Suðurlandi og sunnanverðu Vesturlandi virðist orðið bænadagar nær einhaft. Á Vestfjörðum og Norðurlandi þekktust bænadagar einnig vel en allt eins algengt var að tala um skírdagshelgar. Heimildarmenn af norðan- og austanverðu landinu þekktu einnig vel að dagarnir væru nefndir lægri helgar eða lághelgar. Á síðari áratugum hefur færst í vöxt að nefna alla páskavikuna bænadaga, ekki aðeins skírdag og föstudaginn langa.

Um frekari heimildir er bent á bók Árna Björnssonar, Saga daganna.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.3.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær eru bænadagar?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2013. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64988.

Guðrún Kvaran. (2013, 27. mars). Hvenær eru bænadagar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64988

Guðrún Kvaran. „Hvenær eru bænadagar?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2013. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64988>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær eru bænadagar?
Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags eru skírdagur og föstudagurinn langi nefndir bænadagar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um þessa notkun er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1887:

Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum.

Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eftirfarandi:

Tel ég æskilegt að þessir helgidagar væru afnumdir: annar í jólum, páskum og hvítasunnu, nýársdagrinn, bænadagarnir (skírdagur og langifrjádagr), hinn almenni bænadagr (kóngsbænadagr).

Eldri dæmi í Ritmálssafninu um orðið bænadagur vísa til almennra bænadaga en þeir voru þrír til fjórir árlega frá siðskiptum til 1686. Í Íslensku fornbréfasafni stendur til dæmis 1567:

ad Bænadagar skule vera iij ä haust sinn huøran midkudag, og firste byriest i sæluviku á hausten.

Danakonungur fyrirskipaði 1686 að halda skyldi almennan bænadag alls staðar í ríki hans. Kóngsbænadag gat borið upp frá 15. apríl til 21. maí. Í heimild frá síðari hluta 17. aldar segir til dæmis:

Fiorde Føstudagur epter Paaska er almenneligur Bænadagur.

Vegna tilskipunar konungs var dagurinn nefndur kóngsbænadagur en sá misskilningur kom fljótlega upp að biðja ætti fyrir konungi þann dag. Hélst kóngsbænadagur sem almennur bænadagur til 1893 að Alþingi samþykkti að leggja hann niður.

Á skírdag, sem er annar bænadaganna, er minnst heilagrar kvöldmáltíðar.

Orðið bænadagar þekkist um allt land um skírdag og föstudaginn langa. Grennslast var fyrir um orðið í þættinum um íslenskt mál samkvæmt heimildum í talmálssafni frá síðari hluta 20. aldar. Á Suðurlandi og sunnanverðu Vesturlandi virðist orðið bænadagar nær einhaft. Á Vestfjörðum og Norðurlandi þekktust bænadagar einnig vel en allt eins algengt var að tala um skírdagshelgar. Heimildarmenn af norðan- og austanverðu landinu þekktu einnig vel að dagarnir væru nefndir lægri helgar eða lághelgar. Á síðari áratugum hefur færst í vöxt að nefna alla páskavikuna bænadaga, ekki aðeins skírdag og föstudaginn langa.

Um frekari heimildir er bent á bók Árna Björnssonar, Saga daganna.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....