Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heita páskarnir þessu nafni?

JGÞ

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku.

Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorsteins Sæmundssonar vísar orðið í þeirri merkingu "til þess að drottinn hlífði Ísraelsmönnum í Egiptalandi, þegar hann deyddi frumburði Egipta."


Börn í Taívan fagna páskunum.

Sögu páskanna má hins vegar rekja enn lengra, eða allt aftur til hinna fornu Hebrea sem voru hirðingjaþjóð. Hjalti Hugason segir í svari við spurningunni Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum? að líklega hafi það verið bannað meðal Hebreanna að slátra sauðfé þegar sauðburður nálgaðist á vorin. Ennfremur segir Hjalti:
Þegar burðurinn var um garð genginn hefur aftur á móti verið efnt til nokkurs konar „uppskeru-“ eða afurðahátíðar þar sem nýmetis var neytt og ugglaust brugðið á leik í dansleikum af ýmsu tagi. Hátíðin bar heiti sem kalla mætti pesah eða pesach og má þýða sem „hlaup”, „stökk”, „hökt” eða því um líkt og gæti það vísað til leikanna.

Heiti páskanna sem kristnir menn hafa til minningar um upprisu Krists á sér þess vegna rætur bæði í samnefndri hátíð Gyðinga og í hátíðahöldum hinna fornu Hebrea.

Heimildir, mynd og frekara lesefni:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.3.2008

Spyrjandi

6. HLE í Hlíðaskóla

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju heita páskarnir þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2008, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7246.

JGÞ. (2008, 18. mars). Af hverju heita páskarnir þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7246

JGÞ. „Af hverju heita páskarnir þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2008. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita páskarnir þessu nafni?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku.

Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorsteins Sæmundssonar vísar orðið í þeirri merkingu "til þess að drottinn hlífði Ísraelsmönnum í Egiptalandi, þegar hann deyddi frumburði Egipta."


Börn í Taívan fagna páskunum.

Sögu páskanna má hins vegar rekja enn lengra, eða allt aftur til hinna fornu Hebrea sem voru hirðingjaþjóð. Hjalti Hugason segir í svari við spurningunni Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum? að líklega hafi það verið bannað meðal Hebreanna að slátra sauðfé þegar sauðburður nálgaðist á vorin. Ennfremur segir Hjalti:
Þegar burðurinn var um garð genginn hefur aftur á móti verið efnt til nokkurs konar „uppskeru-“ eða afurðahátíðar þar sem nýmetis var neytt og ugglaust brugðið á leik í dansleikum af ýmsu tagi. Hátíðin bar heiti sem kalla mætti pesah eða pesach og má þýða sem „hlaup”, „stökk”, „hökt” eða því um líkt og gæti það vísað til leikanna.

Heiti páskanna sem kristnir menn hafa til minningar um upprisu Krists á sér þess vegna rætur bæði í samnefndri hátíð Gyðinga og í hátíðahöldum hinna fornu Hebrea.

Heimildir, mynd og frekara lesefni:...