Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Þegar sólarljós, sem er blanda af öllum litum, fellur á hluti á jörðinni drekka þeir yfirleitt hluta af ljósinu í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður lit hlutarins.

Vatn gleypir nánast ekkert sýnilegt ljós og þess vegna er vatn oftast glært. Þetta sjáum við vel ef við látum vatn renna í glært glas. Sé vatnsmagnið meira, til dæmis í ám, vötnum og hafinu, verður það hins vegar yfirleitt fölblátt á litinn. Ástæðan er sú að vatn gleypir örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins og eitthvað af honum vantar þess vegna í endurkastið. Allur blái liturinn endurkastast hins vegar og vatnið virðist fölblátt.

Vatn er yfirleitt glært á litinn en vatn í miklu magni verður oft fölblátt, meðal annars vegna þess að vatn gleypir örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins. Allur blái liturinn endurkastast hins vegar af vatninu.

Ef himinninn er heiðskír hefur það einnig áhrif. Blái liturinn frá himninum lendir þá á vatninu og endurkastast til augna okkar. Um þetta má lesa meira í fróðlegu svari eftir Emelíu Eiríksdóttur við spurningunni Af hverju er vatn glært? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.4.2013

Spyrjandi

Aníta Rut Vilhjálmsdóttir, f. 2004

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er sjórinn blár?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2013, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65058.

JGÞ. (2013, 10. apríl). Af hverju er sjórinn blár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65058

JGÞ. „Af hverju er sjórinn blár?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2013. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65058>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sjórinn blár?
Þegar sólarljós, sem er blanda af öllum litum, fellur á hluti á jörðinni drekka þeir yfirleitt hluta af ljósinu í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður lit hlutarins.

Vatn gleypir nánast ekkert sýnilegt ljós og þess vegna er vatn oftast glært. Þetta sjáum við vel ef við látum vatn renna í glært glas. Sé vatnsmagnið meira, til dæmis í ám, vötnum og hafinu, verður það hins vegar yfirleitt fölblátt á litinn. Ástæðan er sú að vatn gleypir örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins og eitthvað af honum vantar þess vegna í endurkastið. Allur blái liturinn endurkastast hins vegar og vatnið virðist fölblátt.

Vatn er yfirleitt glært á litinn en vatn í miklu magni verður oft fölblátt, meðal annars vegna þess að vatn gleypir örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins. Allur blái liturinn endurkastast hins vegar af vatninu.

Ef himinninn er heiðskír hefur það einnig áhrif. Blái liturinn frá himninum lendir þá á vatninu og endurkastast til augna okkar. Um þetta má lesa meira í fróðlegu svari eftir Emelíu Eiríksdóttur við spurningunni Af hverju er vatn glært? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:...