Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti eða gleri eru oft litlaus. Einnig eru til litaðir hlutir sem eru samt gegnsæir, eins og til dæmis eplasafi eða litaðar rúður. En hvað ætli valdi þessum mun á eiginleikum hlutanna?

Efni eru samansett af frumeindum eða sameindum. Inni í frumeindunum og sameindunum eru rafeindaský sem valda því að ljós sem fellur á efni er látið óáreitt, það gleypt eða því er endurkastað. Þar sem mismunandi efni eru vanalega uppbyggð af mismunandi frumeindum eða sameindum, þá hafa efnin ólíka ljóseiginleika. Efni sem eru glær hleypa þannig öllu eða mestum hluta ljóssins, sem á það skín, í gegnum sig. Gegnsætt en litað efni hleypir ákveðnum bylgjulengdum (litum) í gegnum sig en gleypir einn eða fleiri liti.

Ógegnsæ efni hleypa engum lit í gegnum sig. Ef efnið er hvítt þá gleypir það ekkert, eða afar lítið, af ljósinu sem á það fellur. Þess í stað endurkastar það öllu ljósinu. Ef efnið er svart, gleypir það allt, eða nánast allt, ljós sem skín á það. Lituð efni gleypa hluta ljóssins sem fellur á það en endurkasta því sem eftir stendur.

Vatnssameindir gleypa nánast ekkert sýnilegt ljós og ljósið ferðast því nær óhindrað í gegnum vatnið. Vatn er þar af leiðandi gegnsætt og nánast glært. Í raun gleypir vatn örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins og hleypir öðrum litum í gegnum sig (sjá mynd að neðan). Þessi eiginleiki vatnsins er ástæðan fyrir því að vatn er oft fölblátt á litinn. Til þess að fölblái liturinn sjáist þarf vatnsmagnið að vera töluvert, eitt vatnsglas nægir ekki, enda virðist vatn í vatnsglasi vera alveg glært. Sjórinn, ár og vötn eru hins vegar oft blá að lit því þar er mikið vatn samankomið. Þar getur líka spilað inn í að blái liturinn frá himninum lendir á vatninu og endurkastast til augna okkar. Einnig kemur fyrir að bláa ljósið sem ferðast í gegnum vatnið endurkastist upp á yfirborðið vegna agna og smárra lífvera í vatninu. Magn endurkastaðs ljóss, frá hafdjúpinu eða himninum, sem berst til athuganda fer síðan eftir sjónarhorninu, það er að segja hvar athugandinn stendur.

Gleypnistuðulsróf vatns. Vatn gleypir mjög lítið af sýnilegu ljósi en töluvert af útfjólubláu og innrauðu ljósi.

Eins og sést á gleypirófi vatns hér að ofan þá gleypir vatn heilmikið af ljóseindum af öðrum toga, eins og til dæmis útfjólublátt ljós og innrautt ljós. Vatn gleypir einnig örbylgjur sem er einmitt aðalástæða þess að við getum hitað matinn okkar í örbylgjuofninum!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.1.2011

Spyrjandi

Sólveig Hauksdóttir, Andri Guðmundsson, Einar Trausti Svansson f.1998

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju er vatn glært?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2011, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57282.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 11. janúar). Af hverju er vatn glært? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57282

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju er vatn glært?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2011. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57282>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er vatn glært?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti eða gleri eru oft litlaus. Einnig eru til litaðir hlutir sem eru samt gegnsæir, eins og til dæmis eplasafi eða litaðar rúður. En hvað ætli valdi þessum mun á eiginleikum hlutanna?

Efni eru samansett af frumeindum eða sameindum. Inni í frumeindunum og sameindunum eru rafeindaský sem valda því að ljós sem fellur á efni er látið óáreitt, það gleypt eða því er endurkastað. Þar sem mismunandi efni eru vanalega uppbyggð af mismunandi frumeindum eða sameindum, þá hafa efnin ólíka ljóseiginleika. Efni sem eru glær hleypa þannig öllu eða mestum hluta ljóssins, sem á það skín, í gegnum sig. Gegnsætt en litað efni hleypir ákveðnum bylgjulengdum (litum) í gegnum sig en gleypir einn eða fleiri liti.

Ógegnsæ efni hleypa engum lit í gegnum sig. Ef efnið er hvítt þá gleypir það ekkert, eða afar lítið, af ljósinu sem á það fellur. Þess í stað endurkastar það öllu ljósinu. Ef efnið er svart, gleypir það allt, eða nánast allt, ljós sem skín á það. Lituð efni gleypa hluta ljóssins sem fellur á það en endurkasta því sem eftir stendur.

Vatnssameindir gleypa nánast ekkert sýnilegt ljós og ljósið ferðast því nær óhindrað í gegnum vatnið. Vatn er þar af leiðandi gegnsætt og nánast glært. Í raun gleypir vatn örlítið af rauða hluta sýnilega ljóssins og hleypir öðrum litum í gegnum sig (sjá mynd að neðan). Þessi eiginleiki vatnsins er ástæðan fyrir því að vatn er oft fölblátt á litinn. Til þess að fölblái liturinn sjáist þarf vatnsmagnið að vera töluvert, eitt vatnsglas nægir ekki, enda virðist vatn í vatnsglasi vera alveg glært. Sjórinn, ár og vötn eru hins vegar oft blá að lit því þar er mikið vatn samankomið. Þar getur líka spilað inn í að blái liturinn frá himninum lendir á vatninu og endurkastast til augna okkar. Einnig kemur fyrir að bláa ljósið sem ferðast í gegnum vatnið endurkastist upp á yfirborðið vegna agna og smárra lífvera í vatninu. Magn endurkastaðs ljóss, frá hafdjúpinu eða himninum, sem berst til athuganda fer síðan eftir sjónarhorninu, það er að segja hvar athugandinn stendur.

Gleypnistuðulsróf vatns. Vatn gleypir mjög lítið af sýnilegu ljósi en töluvert af útfjólubláu og innrauðu ljósi.

Eins og sést á gleypirófi vatns hér að ofan þá gleypir vatn heilmikið af ljóseindum af öðrum toga, eins og til dæmis útfjólublátt ljós og innrautt ljós. Vatn gleypir einnig örbylgjur sem er einmitt aðalástæða þess að við getum hitað matinn okkar í örbylgjuofninum!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:...