Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?

Jón Már Halldórsson

Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongólíu og allt austur til Kyrrahafsstrandar Rússlands. Einkum rannsakaði hann fjallend svæði meðfram ánni Ussuri.



Landkönnuðurinn Przewalski uppgötvaði mongólska villihestinn eða przewalskihestinn (Equus caballus przewalskii).

Przewalski fæddist í borginni Smolensk í vesturhluta Rússlands. Hann stundaði nám í Moskvu áður en hann hélt til Irkutsk við Baikalvatn þrítugur að aldri og settist þar að tímabundið. Hann fór í sinn fyrsta rannsóknarleiðangur árið eftir og hélt þá suður til bæjar sem þá hét Urga (nú Ulan baatar), yfir Gobí eyðimörkina og suður til Kalgan (Zhangjiakou) sem er um 160 km vestur af Peking í Kína. Árið 1876 hélt hann í sinn annan leiðangur og fór þá til Xinjang héraðs sem er vestasta hérað Kína og þaðan í suð-austur til Altun fjallgarðsins. Przewalski fór alls í fjóra leiðangra um Mið-Asíu en gerði sennilega sínar merkustu uppgötvanir á sviði dýra- og grasafræði í þeim tveimur fyrstu.

Merkasti fundur hans er án efa mongólski villihesturinn eða przewalskihesturinn (Equus caballus przewalskii), sem því miður dó út í náttúrunni snemma á síðustu öld. Einhverjir stofnar lifðu þó í haldi manna og hefur hann verið ræktaður upp að nýju og sleppt á hin fornu heimkynni sín á sléttum Mongólíu.

Przewalski uppgötvaði einnig fleiri tegundir sem hafa verið nefndar eftir honum. Vegna náinna tengsla manna við hesta hafa þessar tegundir þó alla tíð staðið í skugganum á villihestinum, þó þær séu kannski ekki síður merlegar.



Þrátt fyrir að vera ekki síður mikilvægar hafa aðrar tegundir sem Przewalski fann staðið í skugganum af villihestinum. Hér sést villikameldýrið (Camelus bactrianus).

Villikameldýrinu (Camelus bactrianus) var til dæmis einnig fyrst lýst til tegundar af Przewalski. Kameldýrin geta orðið nær tveir metrar á herðakamb og geta vegið hátt í 800 kg. Likt og drómedarinn (Camelus dromedarius) í austurlöndum nær, er villikameldýrið aðlagað að lífi í eyðimörkinni en er þó enn harðgerðara.

Líkt og með villihestinn þekktu innfæddir þessa tegund þó afar vel og höfðu tamið þau í um 3.500 ár. Það kann að hljóma ótrúlegt að fólk hafi ekki áður þekkt jafn stórvaxnar og áberandi skepnur og villikameldýrin og villihestinn, en hafa verður í huga að þessi svæði voru mjög lítið þekkt meðal vesturlandabúa áður en Przewalski fór að kanna þau.

Önnur tegund sem Przewalski lýsti fyrstur manna er hin svokallaða przewalskigasella (Procapra przewalskii). Hún finnst nú aðeins í Qinghai í norður-Kína en var áður einnig talsvert útbreidd í sunnanverðri Mongólíu. Tegundin er í mikilli útrýmingarhættu og telur nú aðeins um 250 einstaklinga.

Przewalski uppgötvaði fleiri tegundir á ferðum sínum og má þar nefna:
  • Gymnocypris przewalskii er fiskur af vatnakarpaætt sem mætti útleggjast á íslensku sem przewalskikarpi. Þessa fisktegund uppgötvaði Przewalski í Qinghai vatni í Tíbet.
  • Lasius przewalskii ruzsky er mongólsk maurategund sem Przewalski fann í Gobí eyðimörkinni.
  • Przewalski-körtugáman (Phrynocephalus przewalskii) finnst í Xinjang héraði í norðvesturhluta Kína. Körtugámuna uppgötvaði Przewalski í öðrum leiðangri sínum og þeim fyrsta til Xinjang.
  • Tegundin Alsophylax przewalskii er af ætt gekkóa og er ein af þeim tegundum sem Przewalski uppgötvaði í fyrsta leiðangri sínum þegar hann fór um norðurhluta Mongólíu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.2.2007

Spyrjandi

Jón Guðlaugur Guðbrandsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2007. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6506.

Jón Már Halldórsson. (2007, 20. febrúar). Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6506

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2007. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6506>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?
Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongólíu og allt austur til Kyrrahafsstrandar Rússlands. Einkum rannsakaði hann fjallend svæði meðfram ánni Ussuri.



Landkönnuðurinn Przewalski uppgötvaði mongólska villihestinn eða przewalskihestinn (Equus caballus przewalskii).

Przewalski fæddist í borginni Smolensk í vesturhluta Rússlands. Hann stundaði nám í Moskvu áður en hann hélt til Irkutsk við Baikalvatn þrítugur að aldri og settist þar að tímabundið. Hann fór í sinn fyrsta rannsóknarleiðangur árið eftir og hélt þá suður til bæjar sem þá hét Urga (nú Ulan baatar), yfir Gobí eyðimörkina og suður til Kalgan (Zhangjiakou) sem er um 160 km vestur af Peking í Kína. Árið 1876 hélt hann í sinn annan leiðangur og fór þá til Xinjang héraðs sem er vestasta hérað Kína og þaðan í suð-austur til Altun fjallgarðsins. Przewalski fór alls í fjóra leiðangra um Mið-Asíu en gerði sennilega sínar merkustu uppgötvanir á sviði dýra- og grasafræði í þeim tveimur fyrstu.

Merkasti fundur hans er án efa mongólski villihesturinn eða przewalskihesturinn (Equus caballus przewalskii), sem því miður dó út í náttúrunni snemma á síðustu öld. Einhverjir stofnar lifðu þó í haldi manna og hefur hann verið ræktaður upp að nýju og sleppt á hin fornu heimkynni sín á sléttum Mongólíu.

Przewalski uppgötvaði einnig fleiri tegundir sem hafa verið nefndar eftir honum. Vegna náinna tengsla manna við hesta hafa þessar tegundir þó alla tíð staðið í skugganum á villihestinum, þó þær séu kannski ekki síður merlegar.



Þrátt fyrir að vera ekki síður mikilvægar hafa aðrar tegundir sem Przewalski fann staðið í skugganum af villihestinum. Hér sést villikameldýrið (Camelus bactrianus).

Villikameldýrinu (Camelus bactrianus) var til dæmis einnig fyrst lýst til tegundar af Przewalski. Kameldýrin geta orðið nær tveir metrar á herðakamb og geta vegið hátt í 800 kg. Likt og drómedarinn (Camelus dromedarius) í austurlöndum nær, er villikameldýrið aðlagað að lífi í eyðimörkinni en er þó enn harðgerðara.

Líkt og með villihestinn þekktu innfæddir þessa tegund þó afar vel og höfðu tamið þau í um 3.500 ár. Það kann að hljóma ótrúlegt að fólk hafi ekki áður þekkt jafn stórvaxnar og áberandi skepnur og villikameldýrin og villihestinn, en hafa verður í huga að þessi svæði voru mjög lítið þekkt meðal vesturlandabúa áður en Przewalski fór að kanna þau.

Önnur tegund sem Przewalski lýsti fyrstur manna er hin svokallaða przewalskigasella (Procapra przewalskii). Hún finnst nú aðeins í Qinghai í norður-Kína en var áður einnig talsvert útbreidd í sunnanverðri Mongólíu. Tegundin er í mikilli útrýmingarhættu og telur nú aðeins um 250 einstaklinga.

Przewalski uppgötvaði fleiri tegundir á ferðum sínum og má þar nefna:
  • Gymnocypris przewalskii er fiskur af vatnakarpaætt sem mætti útleggjast á íslensku sem przewalskikarpi. Þessa fisktegund uppgötvaði Przewalski í Qinghai vatni í Tíbet.
  • Lasius przewalskii ruzsky er mongólsk maurategund sem Przewalski fann í Gobí eyðimörkinni.
  • Przewalski-körtugáman (Phrynocephalus przewalskii) finnst í Xinjang héraði í norðvesturhluta Kína. Körtugámuna uppgötvaði Przewalski í öðrum leiðangri sínum og þeim fyrsta til Xinjang.
  • Tegundin Alsophylax przewalskii er af ætt gekkóa og er ein af þeim tegundum sem Przewalski uppgötvaði í fyrsta leiðangri sínum þegar hann fór um norðurhluta Mongólíu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir:...