Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða orðasambönd tengjast buxum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið buxur er þekkt í málinu frá því á 16. öld. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1576:
Prestar skulu ei bera […] fellda understacka, stuttvijdar buxur.

Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:96) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku buxe, boxe sem aftur er stytting á *buckhose. Buck í þýsku merkir ‛geithafur’ og Hose ‛buxur’, það er ‛buxur úr geitarskinni’. Buxur er fleirtöluorð, það er almennt ekki notað í eintölu. Þó þekkist notkunin buxa í merkingunni ‛buxnaskálm’ staðbundið á Vestfjörðum. Dæmi finnast um það í talmálssafni Orðabókar Háskólans.

Ýmis orð og orðasambönd tengjast buxum og var spurt um þau fyrir alllöngu í þáttum Orðabókarinnar um íslenskt mál. Lýsingarorðið buxnalegur er vel þekkt á Austurlandi, á sunnanverðu landinu og allt vestur á Mýrar. Það er notað í fleiri en einni merkingu. Sumir heimildarmenn sögðust nota orðið um dauflegan og óframfærinn dreng, aðrir um þann sem er druslulega klæddur og enn aðrir um unglinga sem bera sig mannalega eða vilja sýnast duglegir: „Hann er buxnalegur strákurinn“.

Annað lýsingarorð er buxnasíður. Það er notað um þann sem er þreyttur eða tuskulegur, ekki síst um börn: „Þú ert nú orðinn buxnasíður góði og ættir að fara í háttinn.“

Ósköp er þessi nú orðin buxnasíð!

Enn eitt lýsingarorðið er notað um lit á sauðfé. Buxnótt kind er með hvítan kvið og læri en að öðru leyti svört.

Sögnin að buxnast er notuð í tvenns konar merkingu. Annars vegar um að slæpast eða drolla oftast með forsetningunni til, það er buxnast til einhvers ‛drattast til einhvers’, og hins vegar um að vasast í einhverju án þess að ráða við það, eiga við verk án þess kunna handbragðið og afraksturinn er eftir því, það er buxnast við eitthvað ‛baksa við eitthvað’.

Orðasamböndin eru allnokkur og verða hér nefnd þau algengustu. Talað er um að spila rassinn úr buxunum eða trompa rassinn úr buxunum ef einhver sem haft hefur sterka stöðu fer illa að ráði sínu og missir mál úr höndum sér.

fá buxur er notað um það að bregða ónotalega og fá jafnvel vonda samvisku yfir að hafa vanrækt eitthvað eða gleymt einhverju. Virðist orðasambandið einkum notað á Austurlandi.

Orðasambandið að kippa buxum hefur fleiri en eina merkingu. Það er notað um að hefja eitthvert verk eða halda áfram við verk eftir stutta hvíld. Það er einnig notað um að flýta sér: „Ég held ég megi nú fara að kippa buxum.“ Í þriðja lagi er það notað þegar hrafnar hoppa um. Um það er einnig haft að hrafninn yppti buxum.

Að vera á betri buxunum og að vera á báðum buxunum er notað ef einhver er rogginn, fram úr hófi hress og lætur á sér bera en að vera ekki á þeim buxunum um þann sem ætlast annað fyrir en búist er við.

Kjarklitlir menn hafa hjartað í buxunum og frá Þórbergi Þórðarsyni er heimild úr Suðursveit í talmálssafni um sambandið að hafa buxur með eitthvað í merkingunni ‛hafa grun um eitthvað’.

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.5.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða orðasambönd tengjast buxum?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2013, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65298.

Guðrún Kvaran. (2013, 22. maí). Hvaða orðasambönd tengjast buxum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65298

Guðrún Kvaran. „Hvaða orðasambönd tengjast buxum?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2013. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65298>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða orðasambönd tengjast buxum?
Orðið buxur er þekkt í málinu frá því á 16. öld. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1576:

Prestar skulu ei bera […] fellda understacka, stuttvijdar buxur.

Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:96) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku buxe, boxe sem aftur er stytting á *buckhose. Buck í þýsku merkir ‛geithafur’ og Hose ‛buxur’, það er ‛buxur úr geitarskinni’. Buxur er fleirtöluorð, það er almennt ekki notað í eintölu. Þó þekkist notkunin buxa í merkingunni ‛buxnaskálm’ staðbundið á Vestfjörðum. Dæmi finnast um það í talmálssafni Orðabókar Háskólans.

Ýmis orð og orðasambönd tengjast buxum og var spurt um þau fyrir alllöngu í þáttum Orðabókarinnar um íslenskt mál. Lýsingarorðið buxnalegur er vel þekkt á Austurlandi, á sunnanverðu landinu og allt vestur á Mýrar. Það er notað í fleiri en einni merkingu. Sumir heimildarmenn sögðust nota orðið um dauflegan og óframfærinn dreng, aðrir um þann sem er druslulega klæddur og enn aðrir um unglinga sem bera sig mannalega eða vilja sýnast duglegir: „Hann er buxnalegur strákurinn“.

Annað lýsingarorð er buxnasíður. Það er notað um þann sem er þreyttur eða tuskulegur, ekki síst um börn: „Þú ert nú orðinn buxnasíður góði og ættir að fara í háttinn.“

Ósköp er þessi nú orðin buxnasíð!

Enn eitt lýsingarorðið er notað um lit á sauðfé. Buxnótt kind er með hvítan kvið og læri en að öðru leyti svört.

Sögnin að buxnast er notuð í tvenns konar merkingu. Annars vegar um að slæpast eða drolla oftast með forsetningunni til, það er buxnast til einhvers ‛drattast til einhvers’, og hins vegar um að vasast í einhverju án þess að ráða við það, eiga við verk án þess kunna handbragðið og afraksturinn er eftir því, það er buxnast við eitthvað ‛baksa við eitthvað’.

Orðasamböndin eru allnokkur og verða hér nefnd þau algengustu. Talað er um að spila rassinn úr buxunum eða trompa rassinn úr buxunum ef einhver sem haft hefur sterka stöðu fer illa að ráði sínu og missir mál úr höndum sér.

fá buxur er notað um það að bregða ónotalega og fá jafnvel vonda samvisku yfir að hafa vanrækt eitthvað eða gleymt einhverju. Virðist orðasambandið einkum notað á Austurlandi.

Orðasambandið að kippa buxum hefur fleiri en eina merkingu. Það er notað um að hefja eitthvert verk eða halda áfram við verk eftir stutta hvíld. Það er einnig notað um að flýta sér: „Ég held ég megi nú fara að kippa buxum.“ Í þriðja lagi er það notað þegar hrafnar hoppa um. Um það er einnig haft að hrafninn yppti buxum.

Að vera á betri buxunum og að vera á báðum buxunum er notað ef einhver er rogginn, fram úr hófi hress og lætur á sér bera en að vera ekki á þeim buxunum um þann sem ætlast annað fyrir en búist er við.

Kjarklitlir menn hafa hjartað í buxunum og frá Þórbergi Þórðarsyni er heimild úr Suðursveit í talmálssafni um sambandið að hafa buxur með eitthvað í merkingunni ‛hafa grun um eitthvað’.

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....