Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Lena Mjöll Markusdóttir

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þess í orðabókum eða öðrum uppflettiritum, til dæmis í Íslenskri orðabók eða Íslenskri alfræðiorðabók.

Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir innflutningur ‛að flytja vörur eða þjónustu inn til lands’, en orðið er ekki að finna í Lögfræðiorðabókinni. Enska orðið yfir innflutning er import.

Best er að leita að lagalegri þýðingu hugtaka í ritinu Lögfræðiorðabók með skýringum.

Orðið heildsala er ekki skilgreint í Lögfræðiorðabókinni. Íslensk orðabók skýrir heildsölu sem ‛sölu á vörum í stórum skömmtum, einkum til smásala’. Neytendur hafa almennt ekki tök á að versla vörur af heildsölum. Vöruverð í heildsölum er jafnan lægra en verðið sem neytendur greiða smásölum. Á ensku kallast heildsala wholesale.

Lögfræðiorðabókin skilgreinir orðið smásala sem ‛vörusölu til neytenda’. Neytandi er svo skilgreindur sem ‛einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni’. Vörur eru yfirleitt seldar í litlu magni. Í Íslensk-enskri orðabók er orðið smásala þýtt sem retail trade.

Að lokum er vert að benda þeim eru að leita að skilgreiningum á lagalegum hugtökum á heimasíða Alþingis sem býður upp á orðaleit í lagasafninu. Leitarsíðuna má finna undir slóðinni http://www.althingi.is/vefur/lagasafn_leit.html.

Mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

15.8.2013

Síðast uppfært

17.9.2021

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2013, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65571.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2013, 15. ágúst). Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65571

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2013. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65571>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?
Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þess í orðabókum eða öðrum uppflettiritum, til dæmis í Íslenskri orðabók eða Íslenskri alfræðiorðabók.

Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir innflutningur ‛að flytja vörur eða þjónustu inn til lands’, en orðið er ekki að finna í Lögfræðiorðabókinni. Enska orðið yfir innflutning er import.

Best er að leita að lagalegri þýðingu hugtaka í ritinu Lögfræðiorðabók með skýringum.

Orðið heildsala er ekki skilgreint í Lögfræðiorðabókinni. Íslensk orðabók skýrir heildsölu sem ‛sölu á vörum í stórum skömmtum, einkum til smásala’. Neytendur hafa almennt ekki tök á að versla vörur af heildsölum. Vöruverð í heildsölum er jafnan lægra en verðið sem neytendur greiða smásölum. Á ensku kallast heildsala wholesale.

Lögfræðiorðabókin skilgreinir orðið smásala sem ‛vörusölu til neytenda’. Neytandi er svo skilgreindur sem ‛einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu gegn endurgjaldi, enda séu kaupin ekki gerð í atvinnuskyni’. Vörur eru yfirleitt seldar í litlu magni. Í Íslensk-enskri orðabók er orðið smásala þýtt sem retail trade.

Að lokum er vert að benda þeim eru að leita að skilgreiningum á lagalegum hugtökum á heimasíða Alþingis sem býður upp á orðaleit í lagasafninu. Leitarsíðuna má finna undir slóðinni http://www.althingi.is/vefur/lagasafn_leit.html.

Mynd:

...