Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í doktorsriti sínu Íslenzk orðtök og skýrir það á þennan hátt: „Orðtakið merkir víst í rauninni „losa sig úr skák“ (t.d. með því að færa kóng eða bera mann fyrir)“ (1954:326).

Orðasambandið að bæta úr skák merkir í raun að „losa sig úr skák“. Myndin sýnir unga skákmenn á Kúbu. Myndina tók Adam Jones adamjones.freeservers.com.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.9.2013

Spyrjandi

Magnús Geir Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?“ Vísindavefurinn, 24. september 2013, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65657.

Guðrún Kvaran. (2013, 24. september). Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65657

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2013. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65657>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í doktorsriti sínu Íslenzk orðtök og skýrir það á þennan hátt: „Orðtakið merkir víst í rauninni „losa sig úr skák“ (t.d. með því að færa kóng eða bera mann fyrir)“ (1954:326).

Orðasambandið að bæta úr skák merkir í raun að „losa sig úr skák“. Myndin sýnir unga skákmenn á Kúbu. Myndina tók Adam Jones adamjones.freeservers.com.

Mynd:...