Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?

Jón Már Halldórsson

Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ferskvatnsumhverfi, svo sem í stórum ám, vötnum og á fenjasvæðum.

Ekki er líklegt að rekast á krókódíl eins og þennan síamskrókódíl í Nam Sam-ánni í Laos.

Síamskrókódíllinn er tiltölulega smávaxinn krókódíll, alla vega miðað við stórvaxnari frændur hans í Asíu. Algengt er að fullorðin dýr séu rúmlega tveir metrar á lengd og vegi rúmlega 70 kg, en stórvaxnari karldýr hafa þekkst sem gátu vegið yfir 200 kg.

Síamskrókódíllinn er nú sjaldséður í villtri náttúru og talinn í mikilli útrýmingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (e. International Union for Conservation of Nature and Natural Resources, IUCN) er talið að villti stofninn sé innan við 1.000 dýr. Rannsóknir og upplýsingar um útbreiðslu þessa krókódíls eru af skornum skammti en talið er að í Laos gætu verið á bilinu 100-300 dýr. Nam Sam-áin er ekki meðal þeirra fljóta sem talin eru upp sem núverandi heimkynni síamskrókódíla og því er ólíklegt að rekast á þá þar.

Þess má geta að í gangi eru tilraunir til þess að endurreisa stofn síamskrókódíla í Laos. Sem lið í því var 19 síamskrókódílaungum sleppt í Xe Champhone-votlendinu í Laos snemma árs 2013. Þegar þetta er skrifað, í september 2013, er ekki vitað hvernig þeim hefur reitt af.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.9.2013

Spyrjandi

Arnheiður Borg

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?“ Vísindavefurinn, 17. september 2013, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65736.

Jón Már Halldórsson. (2013, 17. september). Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65736

Jón Már Halldórsson. „Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2013. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65736>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?
Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ferskvatnsumhverfi, svo sem í stórum ám, vötnum og á fenjasvæðum.

Ekki er líklegt að rekast á krókódíl eins og þennan síamskrókódíl í Nam Sam-ánni í Laos.

Síamskrókódíllinn er tiltölulega smávaxinn krókódíll, alla vega miðað við stórvaxnari frændur hans í Asíu. Algengt er að fullorðin dýr séu rúmlega tveir metrar á lengd og vegi rúmlega 70 kg, en stórvaxnari karldýr hafa þekkst sem gátu vegið yfir 200 kg.

Síamskrókódíllinn er nú sjaldséður í villtri náttúru og talinn í mikilli útrýmingarhættu. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (e. International Union for Conservation of Nature and Natural Resources, IUCN) er talið að villti stofninn sé innan við 1.000 dýr. Rannsóknir og upplýsingar um útbreiðslu þessa krókódíls eru af skornum skammti en talið er að í Laos gætu verið á bilinu 100-300 dýr. Nam Sam-áin er ekki meðal þeirra fljóta sem talin eru upp sem núverandi heimkynni síamskrókódíla og því er ólíklegt að rekast á þá þar.

Þess má geta að í gangi eru tilraunir til þess að endurreisa stofn síamskrókódíla í Laos. Sem lið í því var 19 síamskrókódílaungum sleppt í Xe Champhone-votlendinu í Laos snemma árs 2013. Þegar þetta er skrifað, í september 2013, er ekki vitað hvernig þeim hefur reitt af.

Heimildir og mynd:...