Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum?
Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:
[æ]vintýri sé löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum heimi [...].Til eru ýmsar kenningar um uppruna ævintýra og hafa rannsóknir leitt í ljós að mörg þeirra eru ævagömul. Ævintýri tengjast munnlegri hefð, þau hafa varðveist kynslóð fram af kynslóð í munnmælum í öllum heimshornum.

Í ævintýrinu um Þyrnirós sváfu allir í höllinni í heila öld.
- Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum? eftir Rakeli Pálsdóttur
- Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi? eftir Gísla Sigurðsson
- Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi? eftir Gísla Sigurðsson