Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum?

Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:
[æ]vintýri sé löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum heimi [...].
Til eru ýmsar kenningar um uppruna ævintýra og hafa rannsóknir leitt í ljós að mörg þeirra eru ævagömul. Ævintýri tengjast munnlegri hefð, þau hafa varðveist kynslóð fram af kynslóð í munnmælum í öllum heimshornum.

Til er fjöldinn allur af þjóðsögum og ævintýrum í heiminum og sömu sögurnar má finna í mörgum heimshlutum. Grundvallarhugmyndin er þá alltaf sú sama en útfærslan er mismunandi á milli menningarheima. Þetta sést til dæmis vel í bókinni Öskubuska í austri og vestri sem kom út á íslensku árið 1982. Í þeirri bók birtast ýmsar útgáfur sögunnar um Öskubusku frá mörgum mismunandi löndum og er gaman að skoða í hverju munurinn á þeim liggur.

Ævintýri urðu þannig til að einhver sagði sögu. Sögumaðurinn gat verið hver sem er, til dæmis sagnaskáld sem fékk greitt fyrir söguna eða móðir sem stytti fjölskyldu sinni stundir við tóvinnuna á kvöldin í köldum íslenskum torfbæ. Í svari sínu við spurningunni: Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?, bendir Helga Kress til dæmis á það að íslenskar þjóðsögur megi einkum rekja til kvenna, því konurnar „sögðu sögurnar sem karlmennirnir síðan söfnuðu og skráðu“.


Í ævintýrinu um Þyrnirós sváfu allir í höllinni í heila öld.

Margir skýra fjölda kvenpersóna í ævintýrum með því að það voru oft konur sem sögðu sögurnar og þeim hafi því verið nærtækast að fjalla um veruleika kvenna í þeim. Helga Kress bendir einmitt á þetta í svari sínu og sem dæmi um kvenleg efnistök í þjóðsögum nefnir hún: ást í leynum, vinnuhörku, heimilisofbeldi og barneignir, uppreisn kvenna og kvennasamstöðu.

Þótt konurnar séu oft í aðalhlutverki eru einnig til fjöldamörg ævintýri af karlssonum og konungssonum sem lenda í ýmsum hremmingum; berjast stundum við tröll og dreka, og vinna að lokum hálft konungsríkið og giftast prinsessunni. Ævintýri á borð við Hans klaufa og Stóra-Kláus og Litla-Kláus eru til dæmis vel þekkt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

2.4.2007

Spyrjandi

Björg Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2007. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6574.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 2. apríl). Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6574

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2007. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6574>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum?

Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:
[æ]vintýri sé löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum heimi [...].
Til eru ýmsar kenningar um uppruna ævintýra og hafa rannsóknir leitt í ljós að mörg þeirra eru ævagömul. Ævintýri tengjast munnlegri hefð, þau hafa varðveist kynslóð fram af kynslóð í munnmælum í öllum heimshornum.

Til er fjöldinn allur af þjóðsögum og ævintýrum í heiminum og sömu sögurnar má finna í mörgum heimshlutum. Grundvallarhugmyndin er þá alltaf sú sama en útfærslan er mismunandi á milli menningarheima. Þetta sést til dæmis vel í bókinni Öskubuska í austri og vestri sem kom út á íslensku árið 1982. Í þeirri bók birtast ýmsar útgáfur sögunnar um Öskubusku frá mörgum mismunandi löndum og er gaman að skoða í hverju munurinn á þeim liggur.

Ævintýri urðu þannig til að einhver sagði sögu. Sögumaðurinn gat verið hver sem er, til dæmis sagnaskáld sem fékk greitt fyrir söguna eða móðir sem stytti fjölskyldu sinni stundir við tóvinnuna á kvöldin í köldum íslenskum torfbæ. Í svari sínu við spurningunni: Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?, bendir Helga Kress til dæmis á það að íslenskar þjóðsögur megi einkum rekja til kvenna, því konurnar „sögðu sögurnar sem karlmennirnir síðan söfnuðu og skráðu“.


Í ævintýrinu um Þyrnirós sváfu allir í höllinni í heila öld.

Margir skýra fjölda kvenpersóna í ævintýrum með því að það voru oft konur sem sögðu sögurnar og þeim hafi því verið nærtækast að fjalla um veruleika kvenna í þeim. Helga Kress bendir einmitt á þetta í svari sínu og sem dæmi um kvenleg efnistök í þjóðsögum nefnir hún: ást í leynum, vinnuhörku, heimilisofbeldi og barneignir, uppreisn kvenna og kvennasamstöðu.

Þótt konurnar séu oft í aðalhlutverki eru einnig til fjöldamörg ævintýri af karlssonum og konungssonum sem lenda í ýmsum hremmingum; berjast stundum við tröll og dreka, og vinna að lokum hálft konungsríkið og giftast prinsessunni. Ævintýri á borð við Hans klaufa og Stóra-Kláus og Litla-Kláus eru til dæmis vel þekkt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons...