Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hjartastækkun er ástand þar sem geta hjartans til að dæla blóði er skert þar sem aðal dælingarhólf þess, vinstri slegillinn, er veiklað og útþanið. Í sumum tilfellum hindrar þetta ástand að hjartað hvílist og fyllist af blóði. Eftir því sem frá líður geta hin hjartahólfin einnig orðið fyrir áhrifum. Stækkað hjarta dælir ekki blóði eins og skyldi og verður afleiðingin hjartabilun. Oft er hjartastækkun fylgifiskur háþrýstings eða kransæðasjúkdóms. Hjartastækkun getur lagast með tímanum en margir sem eru með hjartastækkun þurfa að vera á lyfjum ævilangt.

Stækkun á hjarta getur verið svar við skemmdum í hjartavöðvanum. Upp að vissu marki gerir stækkunin hjartanu kleift að dæla blóði eðlilega. Stækkun umfram það dregur hins vegar úr dæligetunni.

Helsta gerð hjartastækkunar er þegar hjartavöðvinn þenst út (e. dilated cardiomyopathy) en þá verða veggir hjartans þunnir og útteygðir, bæði hægra og vinstra megin, þó einkum í aðal dælingarhólfi hjartans, vinstra slegli. Afleiðingin er hjartastækkun. Í öðrum gerðum hjartastækkunar verður veggur vinstri slegils óvenjuþykkur. Oftast stafar þessi ofvöxtur (e. hypertrophy) af háþrýstingi. Almennt gildir að dælustarfsemi helst frekar eðlileg í þykkum hjartavegg en þunnum.

Orsakir hjartastækkunar geta verið ýmsar. Algengastar eru hindranir í blóðflæði til hjartans (kransæðasjúkdómar) og hár blóðþrýstingur. Margar aðrar orsakir koma þó til greina. Þar má nefna veirusýkingu í hjartanu (hjartaþelsbólgu), hjartalokugalla, meðgöngu (þá kemur stækkunin fram við lok hennar eða eftir fæðingu og er tímabundin), nýrnabilun sem krefst skilunar, misnotkun áfengis eða kókaíns, skjaldkirtilssjúkdóma, eyðniveirusmit og arfgenga kvilla.

Í mörgum tilfellum er þó erfitt að greina orsökina fyrir hjartastækkun og er hún í flestum tilfellum einkennalaus. Aðrir hafa mild einkenni sem breytast ekki í mörg ár. Enn aðrir finna fyrir síversnandi mæði með tímanum og verða að vera á lyfjum ævilangt.

Ef hjartastækkun veldur því að hjartað hættir að geta dælt blóði almennilega, koma fram einkenni hjartabilunar sem eru mæði (einkum við áreynslu eða í liggjandi stöðu), þrútnir fótleggir og þreyta. Önnur einkenni eru þyngdaraukning, yfirlið sem getur stafað af hjartsláttaróreglu eða óeðlilegum viðbrögðum æða við áreynslu, hjartsláttarónot og svimi. Blóðtappar geta myndast í útþanda sleglinum við söfnun blóðs þar; hætta er á að þeir festist síðan í slagæð í heilanum og valda slagi eða heilaáfalli (e. stroke) eða í útlimum, lungum eða kviðarholslíffærum. Brjóstverkur og skyndidauði eru einnig möguleg.

Hjartastækkun er greind á grundvelli sjúkrasögu og ættarsögu, með læknisskoðun, blóðsýnum, hjartarafriti, röntgenmynd af brjóstholinu, hjartaómun, álagsprófi, hjartaþræðingu, sneiðmynd, segulómun. Í sumum tilfellum er tekið vefjasýni af hjartanu til smásjárskoðunar.

Ef náinn ættingi þinn er með hjartastækkun er ráðlegt að greina lækni frá því svo að hann geti fylgst með þínu hjarta og jafnvel gert greiningu á erfðaefninu til að leita að gölluðum genum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.7.2014

Spyrjandi

Ingigerður Jónsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65886.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 8. júlí). Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65886

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65886>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að vera með stækkun á hjarta?
Hjartastækkun er ástand þar sem geta hjartans til að dæla blóði er skert þar sem aðal dælingarhólf þess, vinstri slegillinn, er veiklað og útþanið. Í sumum tilfellum hindrar þetta ástand að hjartað hvílist og fyllist af blóði. Eftir því sem frá líður geta hin hjartahólfin einnig orðið fyrir áhrifum. Stækkað hjarta dælir ekki blóði eins og skyldi og verður afleiðingin hjartabilun. Oft er hjartastækkun fylgifiskur háþrýstings eða kransæðasjúkdóms. Hjartastækkun getur lagast með tímanum en margir sem eru með hjartastækkun þurfa að vera á lyfjum ævilangt.

Stækkun á hjarta getur verið svar við skemmdum í hjartavöðvanum. Upp að vissu marki gerir stækkunin hjartanu kleift að dæla blóði eðlilega. Stækkun umfram það dregur hins vegar úr dæligetunni.

Helsta gerð hjartastækkunar er þegar hjartavöðvinn þenst út (e. dilated cardiomyopathy) en þá verða veggir hjartans þunnir og útteygðir, bæði hægra og vinstra megin, þó einkum í aðal dælingarhólfi hjartans, vinstra slegli. Afleiðingin er hjartastækkun. Í öðrum gerðum hjartastækkunar verður veggur vinstri slegils óvenjuþykkur. Oftast stafar þessi ofvöxtur (e. hypertrophy) af háþrýstingi. Almennt gildir að dælustarfsemi helst frekar eðlileg í þykkum hjartavegg en þunnum.

Orsakir hjartastækkunar geta verið ýmsar. Algengastar eru hindranir í blóðflæði til hjartans (kransæðasjúkdómar) og hár blóðþrýstingur. Margar aðrar orsakir koma þó til greina. Þar má nefna veirusýkingu í hjartanu (hjartaþelsbólgu), hjartalokugalla, meðgöngu (þá kemur stækkunin fram við lok hennar eða eftir fæðingu og er tímabundin), nýrnabilun sem krefst skilunar, misnotkun áfengis eða kókaíns, skjaldkirtilssjúkdóma, eyðniveirusmit og arfgenga kvilla.

Í mörgum tilfellum er þó erfitt að greina orsökina fyrir hjartastækkun og er hún í flestum tilfellum einkennalaus. Aðrir hafa mild einkenni sem breytast ekki í mörg ár. Enn aðrir finna fyrir síversnandi mæði með tímanum og verða að vera á lyfjum ævilangt.

Ef hjartastækkun veldur því að hjartað hættir að geta dælt blóði almennilega, koma fram einkenni hjartabilunar sem eru mæði (einkum við áreynslu eða í liggjandi stöðu), þrútnir fótleggir og þreyta. Önnur einkenni eru þyngdaraukning, yfirlið sem getur stafað af hjartsláttaróreglu eða óeðlilegum viðbrögðum æða við áreynslu, hjartsláttarónot og svimi. Blóðtappar geta myndast í útþanda sleglinum við söfnun blóðs þar; hætta er á að þeir festist síðan í slagæð í heilanum og valda slagi eða heilaáfalli (e. stroke) eða í útlimum, lungum eða kviðarholslíffærum. Brjóstverkur og skyndidauði eru einnig möguleg.

Hjartastækkun er greind á grundvelli sjúkrasögu og ættarsögu, með læknisskoðun, blóðsýnum, hjartarafriti, röntgenmynd af brjóstholinu, hjartaómun, álagsprófi, hjartaþræðingu, sneiðmynd, segulómun. Í sumum tilfellum er tekið vefjasýni af hjartanu til smásjárskoðunar.

Ef náinn ættingi þinn er með hjartastækkun er ráðlegt að greina lækni frá því svo að hann geti fylgst með þínu hjarta og jafnvel gert greiningu á erfðaefninu til að leita að gölluðum genum.

Heimildir og mynd:...