Sólin Sólin Rís 08:43 • sest 17:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:55 • Sest 12:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:39 • Síðdegis: 19:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:32 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Eru mörgæsir með hné?

Jón Már Halldórsson

Þegar horft er á standandi mörgæsir sjást stuttir og kubbslegir fætur en engin hné. Engu að síður hafa mörgæsir hné.

Lærleggur (femur) mörgæsa er hlutfallslega stuttur miðað við legginn og fjaðrahamurinn hylur hann þannig að það sést bara í legginn. Þess vegna virðast þær líka vera hnjálausar.

Á þessari röngenmynd má sjá hné mörgæsa. Myndin sýnir vel hversu bognir fæturnir eru.

Það er ekki nóg með að lærleggurinn sé stuttur heldur gerir afstaða fótleggjanna líka sitt til þess að fætur mörgæsa virðast svona stuttir og hnén sjást ekki undan fiðrinu. Fótleggirnir eru nefnilega ekki beinir líkt og hjá mörgum öðrum tegundum heldur er um 100° beygja við hnén eins og þær sitji til hálfs.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.12.2013

Spyrjandi

Guðbjörg Helga Halldórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir með hné?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2013. Sótt 23. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=66128.

Jón Már Halldórsson. (2013, 6. desember). Eru mörgæsir með hné? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66128

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir með hné?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2013. Vefsíða. 23. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66128>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru mörgæsir með hné?
Þegar horft er á standandi mörgæsir sjást stuttir og kubbslegir fætur en engin hné. Engu að síður hafa mörgæsir hné.

Lærleggur (femur) mörgæsa er hlutfallslega stuttur miðað við legginn og fjaðrahamurinn hylur hann þannig að það sést bara í legginn. Þess vegna virðast þær líka vera hnjálausar.

Á þessari röngenmynd má sjá hné mörgæsa. Myndin sýnir vel hversu bognir fæturnir eru.

Það er ekki nóg með að lærleggurinn sé stuttur heldur gerir afstaða fótleggjanna líka sitt til þess að fætur mörgæsa virðast svona stuttir og hnén sjást ekki undan fiðrinu. Fótleggirnir eru nefnilega ekki beinir líkt og hjá mörgum öðrum tegundum heldur er um 100° beygja við hnén eins og þær sitji til hálfs.

Mynd:

...