Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?

Jón Már Halldórsson

Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafjölda en aðrar gefa upp útungunartíma á einhverju bili.



Það tók þessa konungsmörgæsaunga um 8 vikur að klekjast úr eggi. Einungis keisaramörgæsir hafa lengri útungunartíma.

Íslenskt heiti Latneskt heiti Útungunartími í dögum Meðalfjöldi eggja
KeisaramörgæsEptenodytes forsteri 641
Konungsmörgæs Aptenodytes patagonicus 561
MagellanmörgæsSpheniscus magellanicus412
GalapagosmörgæsSpheniscus mendiculus405
HumboldtmörgæsSpheniscus humboldti392
Afríska mörgæsinSpheniscus demersus38-432
Litla (bláa) mörgæsinEudyptula minor361,5
GentoomörgæsPygoscelis papua 362
Adeliemörgæs Pygoscelis adeliae 35-372
MacaronimörgæsEudyptes chrysolophus 352
Hin konunglega mörgæsEudyptes schlegeli352
KambmörgæsEudyptes sclateri352
Hökubandsmörgæs Pygoscelis antarcticus 342
Klettahoppari Eudyptes chrysocome) 332
SnörumörgæsEudyptes robustus) 332
GulaugnamörgæsMegadyptes antipodes) ) 332
FjarðarlandsmörgæsEudyptes pachyrhynchus30-362

Tvær stærstu mörgæsategundirnar hafa lengstan útungunartíma. Þetta er keisaramörgæsin sem er að meðaltali um 29 kg að þyngd og konungsmörgæsin sem er um 13 kg að þyngd.

Aðrar tegundir eru með nokkuð áþekkan útungunartíma þrátt fyrir talsverðan stærðarmun. Til dæmis eru litla (bláa) mörgæsin og macaronimörgæs með svipaðan útungunartíma (35-36 daga) þó fyrrnefnda tegundin sé aðeins um 900 grömm að þyngd en sú síðari um 5,5 kg.

Gentoomörgæs með tvo unga.

Flestar mörgæsir verpa 2 eggjum, gjarnan með einhverra daga millibili, en algengt er að aðeins annað eggið klekist út. Nái bæði eggin að klekjast eru lífslíkur minni ungans ekki eins góðar þar sem fæða getur verið af skornum skammti.

Keisaramörgæsin (og reyndar konungsmörgæsin einnig) verpir hins vegar aðeins einu eggi í hverju varpi og er það að jafnaði 64 daga að klekjast út. Að varpi loknu hverfur kvenfuglinn á haf út í ætisleit og er í burtu vikum saman. Karlfuglinn sér því alfarið um að unga út egginu og heldur á því hita með því að hafa það á milli fótanna.

Á þessum mánuðum sem karlfuglarnir hugsa um eggið og ungann eru þeir án matar og halda sig í stórum hópi til að verjast veðri og vindum þar til kvenfuglinn snýr aftur og matar ungann. Þá hverfur karlinn til sjávar til að matast og bera fæðu í kvenfuglinn og ungann.

Útungun er með nokkuð öðrum hætti meðal flestra annarra tegunda mörgæsa. Þar skiptast foreldrarnir venjulega á að sitja á egginu og bera fæðu í makann.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um mörgæsir, til dæmis:

Heimildir og myndir:

  • Davis, L., J. Darby. 1990. Penguin Biology. San Diego, CA: Academic Press, Inc.
  • Sparks, J., T. Soper. 1987. Penguins. New York, NY: Facts on File, Inc.
  • Animal Diversity Web. Upplýsingar um eintakar mörgæsategundir, sóttar 5. 3. 2008.
  • BBC Science & Nature. Upplýsingar um eintakar mörgæsategundir, sóttar 25. 3. 2008.
  • Wikipedia Upplýsingar um eintakar mörgæsategundir, sóttar 25. 3. 2008.
  • Myndir: Cathy Webster


Hér var einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eignast keisaramörgæs mörg afkvæmi?
  • Geta mörgæsir eignast fleiri en eitt afkvæmi í einu?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.3.2008

Spyrjandi

Karen Birna Ómarsdóttir
Sigrún Harpa Stefánsdóttir
Freyr Gústavsson
Marteinn Hjartarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7255.

Jón Már Halldórsson. (2008, 26. mars). Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7255

Jón Már Halldórsson. „Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7255>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verpa mörgæsir mörgum eggjum og hversu lengi eru eggin að klekjast út?
Útungunartími mörgæsa er á bilinu 30-64 dagar, allt eftir því hvaða tegund á í hlut. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá útungunartíma og meðalfjölda eggja í varpi hjá þeim 17 mörgæsategundum sem nú lifa á jörðinni. Rétt er að taka fram að upplýsingarnar koma úr ýmsum áttum, sumar heimildir gefa upp ákveðinn dagafjölda en aðrar gefa upp útungunartíma á einhverju bili.



Það tók þessa konungsmörgæsaunga um 8 vikur að klekjast úr eggi. Einungis keisaramörgæsir hafa lengri útungunartíma.

Íslenskt heiti Latneskt heiti Útungunartími í dögum Meðalfjöldi eggja
KeisaramörgæsEptenodytes forsteri 641
Konungsmörgæs Aptenodytes patagonicus 561
MagellanmörgæsSpheniscus magellanicus412
GalapagosmörgæsSpheniscus mendiculus405
HumboldtmörgæsSpheniscus humboldti392
Afríska mörgæsinSpheniscus demersus38-432
Litla (bláa) mörgæsinEudyptula minor361,5
GentoomörgæsPygoscelis papua 362
Adeliemörgæs Pygoscelis adeliae 35-372
MacaronimörgæsEudyptes chrysolophus 352
Hin konunglega mörgæsEudyptes schlegeli352
KambmörgæsEudyptes sclateri352
Hökubandsmörgæs Pygoscelis antarcticus 342
Klettahoppari Eudyptes chrysocome) 332
SnörumörgæsEudyptes robustus) 332
GulaugnamörgæsMegadyptes antipodes) ) 332
FjarðarlandsmörgæsEudyptes pachyrhynchus30-362

Tvær stærstu mörgæsategundirnar hafa lengstan útungunartíma. Þetta er keisaramörgæsin sem er að meðaltali um 29 kg að þyngd og konungsmörgæsin sem er um 13 kg að þyngd.

Aðrar tegundir eru með nokkuð áþekkan útungunartíma þrátt fyrir talsverðan stærðarmun. Til dæmis eru litla (bláa) mörgæsin og macaronimörgæs með svipaðan útungunartíma (35-36 daga) þó fyrrnefnda tegundin sé aðeins um 900 grömm að þyngd en sú síðari um 5,5 kg.

Gentoomörgæs með tvo unga.

Flestar mörgæsir verpa 2 eggjum, gjarnan með einhverra daga millibili, en algengt er að aðeins annað eggið klekist út. Nái bæði eggin að klekjast eru lífslíkur minni ungans ekki eins góðar þar sem fæða getur verið af skornum skammti.

Keisaramörgæsin (og reyndar konungsmörgæsin einnig) verpir hins vegar aðeins einu eggi í hverju varpi og er það að jafnaði 64 daga að klekjast út. Að varpi loknu hverfur kvenfuglinn á haf út í ætisleit og er í burtu vikum saman. Karlfuglinn sér því alfarið um að unga út egginu og heldur á því hita með því að hafa það á milli fótanna.

Á þessum mánuðum sem karlfuglarnir hugsa um eggið og ungann eru þeir án matar og halda sig í stórum hópi til að verjast veðri og vindum þar til kvenfuglinn snýr aftur og matar ungann. Þá hverfur karlinn til sjávar til að matast og bera fæðu í kvenfuglinn og ungann.

Útungun er með nokkuð öðrum hætti meðal flestra annarra tegunda mörgæsa. Þar skiptast foreldrarnir venjulega á að sitja á egginu og bera fæðu í makann.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um mörgæsir, til dæmis:

Heimildir og myndir:

  • Davis, L., J. Darby. 1990. Penguin Biology. San Diego, CA: Academic Press, Inc.
  • Sparks, J., T. Soper. 1987. Penguins. New York, NY: Facts on File, Inc.
  • Animal Diversity Web. Upplýsingar um eintakar mörgæsategundir, sóttar 5. 3. 2008.
  • BBC Science & Nature. Upplýsingar um eintakar mörgæsategundir, sóttar 25. 3. 2008.
  • Wikipedia Upplýsingar um eintakar mörgæsategundir, sóttar 25. 3. 2008.
  • Myndir: Cathy Webster


Hér var einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eignast keisaramörgæs mörg afkvæmi?
  • Geta mörgæsir eignast fleiri en eitt afkvæmi í einu?
...