Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?Í íslensku er algengast að samsetningar séu annaðhvort stofnsamsetningar, öðru nafni fast samsett orð, eða eignarfallssamsetningar, öðru nafni laust samsett orð. Dæmi um stofnsamsetningar eru: snjóbretti (snjó = stofn), bílstóll (bíl = stofn). Dæmi um eignarfallssamsetningar eru: barnsgrátur (barns = eignarfall), fundargerð (fundar = eignarfall). Til þriðju gerðar samsetninga teljast bandstafssamsetningar. Þá eru samsetningarliðir tengdir með sérstökum bandstaf (tengistaf). Þeir eru -a-, -i-, -u- eða -s-: ruslafata, skellihlátur, ökumaður, keppnisgrein. Enn einn bandstafur er notaður en mjög sjaldan. Þar er um að ræða -r- eins og í landareign og lánardrottinn. Hvorki er -r- í beygingu orðsins land né lán. Mynd:
Útgáfudagur
5.2.2014
Spyrjandi
Andri Hugo Runólfsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2014, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66291.
Guðrún Kvaran. (2014, 5. febrúar). Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66291
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2014. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66291>.