Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var svona:
Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Í íslensku er algengast að samsetningar séu annaðhvort stofnsamsetningar, öðru nafni fast samsett orð, eða eignarfallssamsetningar, öðru nafni laust samsett orð. Dæmi um stofnsamsetningar eru: snjóbretti (snjó = stofn), bílstóll (bíl = stofn). Dæmi um eignarfallssamsetningar eru: barnsgrátur (barns = eignarfall), fundargerð (fundar = eignarfall).

Ein gerð bandstafssamsetninga er með stafnum -r en hann er notaður mjög sjaldan.

Til þriðju gerðar samsetninga teljast bandstafssamsetningar. Þá eru samsetningarliðir tengdir með sérstökum bandstaf (tengistaf). Þeir eru -a-, -i-, -u- eða -s-: ruslafata, skellihlátur, ökumaður, keppnisgrein. Enn einn bandstafur er notaður en mjög sjaldan. Þar er um að ræða -r- eins og í landareign og lánardrottinn. Hvorki er -r- í beygingu orðsins landlán.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.2.2014

Spyrjandi

Andri Hugo Runólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2014, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66291.

Guðrún Kvaran. (2014, 5. febrúar). Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66291

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2014. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66291>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?
Upprunalega spurningin var svona:

Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Í íslensku er algengast að samsetningar séu annaðhvort stofnsamsetningar, öðru nafni fast samsett orð, eða eignarfallssamsetningar, öðru nafni laust samsett orð. Dæmi um stofnsamsetningar eru: snjóbretti (snjó = stofn), bílstóll (bíl = stofn). Dæmi um eignarfallssamsetningar eru: barnsgrátur (barns = eignarfall), fundargerð (fundar = eignarfall).

Ein gerð bandstafssamsetninga er með stafnum -r en hann er notaður mjög sjaldan.

Til þriðju gerðar samsetninga teljast bandstafssamsetningar. Þá eru samsetningarliðir tengdir með sérstökum bandstaf (tengistaf). Þeir eru -a-, -i-, -u- eða -s-: ruslafata, skellihlátur, ökumaður, keppnisgrein. Enn einn bandstafur er notaður en mjög sjaldan. Þar er um að ræða -r- eins og í landareign og lánardrottinn. Hvorki er -r- í beygingu orðsins landlán.

Mynd:

...