Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?

Magni Þór Pálsson

Í grundvallaratriðum er lítill munur á 220 og 240 voltum. Tæki sem gert er fyrir 240 V má stinga í samband við 220 V án nokkurra vandkvæða fyrir raftækið. Þó má búast við að tækið skili ekki fullum afköstum. Sem dæmi má taka hraðsuðuketil keyptan í Bretlandi. Bretar eru með 240 V spennu og ketillinn því gefinn upp sem 2000 W ketill miðað við 240 V. Á 220 V má hins vegar reikna með að hann skili ekki nema um 1700 W. Vatnið er þess vegna lengur að sjóða í katlinum við 220 V en 240 V.

Rafmagnstæki fyrir 220 - 240 V þola sem sagt lægri spennu, jafnvel niður í 110 - 120 V, en þau skila ekki fullum afköstum við þessa spennu (jafnvel ekki nema helmings afköstum). Annað gildir hins vegar um tölvur og annan rafeindabúnað sem er yfirleitt með innbyggða spennubreyta. Þessir spennubreytar eru í mörgum tilfellum orðnir þannig að þeir vinna á öllu spennusviðinu frá 110 - 240 V; þessi rafbúnaður skilar þá fullum afköstum óháð spennu. Það nægir til dæmis að kíkja á spennubreyti (hleðslutæki) fyrir snjallsíma. Á því stendur væntanlega að það geti unnið á þessu spennusviði og á tíðnibilinu 50 - 60 Hz.

Tölvur og annar rafeindabúnaður er yfirleitt með innbyggða spennubreyta sem vinna á öllu spennusviðinu frá 110 - 240 V. Þessi rafbúnaður vinnur því án vandkvæða og skilar fullum afköstum óháð spennu.

Einnig er í góðu lagi að stinga raftæki sem er gert fyrir 220 V í samband við 240 V enda eiga þau tæki að þola rúmlega 250 V spennu. Hraðsuðuketill sem er gerður fyrir 220 V en stungið í samband við 240 V mundi þá vera sneggri að sjóða vatnið en við 220 V.

Annað er uppi á teningnum þegar raftæki sem er gert fyrir 110 - 120 V er sett í samband við 220 - 240 V. Þá má gera ráð fyrir að það heyrist smá hvellur og upp liðist reykur! Að jafnaði eru tæki sem gerð eru fyrir 110 - 120 V ekki einangruð fyrir tvöfalt hærri spennu. Þegar slík tæki eru tengd við 220 - 240 V verður spennan einfaldlega of há fyrir einangrun tækjanna og hún skemmist.

Gott yfirlit um mismunandi spennustig landa heimsins er að finna á Wikipedia.

Mynd:

Höfundur

Magni Þór Pálsson

lektor í raforkuverkfræði og sérfræðingur hjá Landsneti

Útgáfudagur

8.1.2014

Spyrjandi

Sigurður Ingi Sigurpálsson, Egill Einarsson

Tilvísun

Magni Þór Pálsson. „Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2014. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=66560.

Magni Þór Pálsson. (2014, 8. janúar). Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66560

Magni Þór Pálsson. „Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2014. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?
Í grundvallaratriðum er lítill munur á 220 og 240 voltum. Tæki sem gert er fyrir 240 V má stinga í samband við 220 V án nokkurra vandkvæða fyrir raftækið. Þó má búast við að tækið skili ekki fullum afköstum. Sem dæmi má taka hraðsuðuketil keyptan í Bretlandi. Bretar eru með 240 V spennu og ketillinn því gefinn upp sem 2000 W ketill miðað við 240 V. Á 220 V má hins vegar reikna með að hann skili ekki nema um 1700 W. Vatnið er þess vegna lengur að sjóða í katlinum við 220 V en 240 V.

Rafmagnstæki fyrir 220 - 240 V þola sem sagt lægri spennu, jafnvel niður í 110 - 120 V, en þau skila ekki fullum afköstum við þessa spennu (jafnvel ekki nema helmings afköstum). Annað gildir hins vegar um tölvur og annan rafeindabúnað sem er yfirleitt með innbyggða spennubreyta. Þessir spennubreytar eru í mörgum tilfellum orðnir þannig að þeir vinna á öllu spennusviðinu frá 110 - 240 V; þessi rafbúnaður skilar þá fullum afköstum óháð spennu. Það nægir til dæmis að kíkja á spennubreyti (hleðslutæki) fyrir snjallsíma. Á því stendur væntanlega að það geti unnið á þessu spennusviði og á tíðnibilinu 50 - 60 Hz.

Tölvur og annar rafeindabúnaður er yfirleitt með innbyggða spennubreyta sem vinna á öllu spennusviðinu frá 110 - 240 V. Þessi rafbúnaður vinnur því án vandkvæða og skilar fullum afköstum óháð spennu.

Einnig er í góðu lagi að stinga raftæki sem er gert fyrir 220 V í samband við 240 V enda eiga þau tæki að þola rúmlega 250 V spennu. Hraðsuðuketill sem er gerður fyrir 220 V en stungið í samband við 240 V mundi þá vera sneggri að sjóða vatnið en við 220 V.

Annað er uppi á teningnum þegar raftæki sem er gert fyrir 110 - 120 V er sett í samband við 220 - 240 V. Þá má gera ráð fyrir að það heyrist smá hvellur og upp liðist reykur! Að jafnaði eru tæki sem gerð eru fyrir 110 - 120 V ekki einangruð fyrir tvöfalt hærri spennu. Þegar slík tæki eru tengd við 220 - 240 V verður spennan einfaldlega of há fyrir einangrun tækjanna og hún skemmist.

Gott yfirlit um mismunandi spennustig landa heimsins er að finna á Wikipedia.

Mynd:

...