Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?

Magni Þór Pálsson

Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn og hann getur farið út í umgjörð tækisins; þetta er afar óæskilegt. Við viljum til að mynda ekki að umgjörð þvottavélarinnar okkar sé spennuhafa því þá er hætta á því að maður fái straum við það að snerta umgjörðina.

Þessi köttur myndi eflaust hætta að venja komu sína að þvottavélinni ef einangrunin í henni væri ónýt. Þá væri umgjörð þvottavélarinnar spennuhafa og mundi leiða straum þegar þvottavélin væri snert.

Öll einangrunarefni hafa ákveðinn einangrunarstyrk, það er ákveðin þykkt af tilteknu efni þolir ákveðið spennugildi. Til dæmis eiga venjuleg heimilistæki sem eru gerð fyrir 220 V að þola 15 - 20% yfirspennu; þessi tæki þola því um 253 - 264 V spennu. Í reglugerðum og stöðlum er kveðið á um þetta. Verði spennugildið hærra hefur einangrunarefnið ekki nægan einangrunarstyrk og getur þá myndast leiðandi rás í gegnum efnið og einangrunarhæfni þess ef til vill eyðilagst. Nærtækt dæmi úr náttúrunni er elding. Hún myndast við það að spennumunur milli jarðar og skýs verður það mikill að einangrunarstyrkur loftsins á milli nægir ekki og það myndast leiðandi rás sem birtist okkur sem elding milli skýs og jarðar.

Mynd:

Höfundur

Magni Þór Pálsson

lektor í raforkuverkfræði og sérfræðingur hjá Landsneti

Útgáfudagur

7.1.2014

Spyrjandi

Fjölnir Freyr Ingvarsson

Tilvísun

Magni Þór Pálsson. „Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2014, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30676.

Magni Þór Pálsson. (2014, 7. janúar). Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30676

Magni Þór Pálsson. „Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2014. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30676>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?
Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn og hann getur farið út í umgjörð tækisins; þetta er afar óæskilegt. Við viljum til að mynda ekki að umgjörð þvottavélarinnar okkar sé spennuhafa því þá er hætta á því að maður fái straum við það að snerta umgjörðina.

Þessi köttur myndi eflaust hætta að venja komu sína að þvottavélinni ef einangrunin í henni væri ónýt. Þá væri umgjörð þvottavélarinnar spennuhafa og mundi leiða straum þegar þvottavélin væri snert.

Öll einangrunarefni hafa ákveðinn einangrunarstyrk, það er ákveðin þykkt af tilteknu efni þolir ákveðið spennugildi. Til dæmis eiga venjuleg heimilistæki sem eru gerð fyrir 220 V að þola 15 - 20% yfirspennu; þessi tæki þola því um 253 - 264 V spennu. Í reglugerðum og stöðlum er kveðið á um þetta. Verði spennugildið hærra hefur einangrunarefnið ekki nægan einangrunarstyrk og getur þá myndast leiðandi rás í gegnum efnið og einangrunarhæfni þess ef til vill eyðilagst. Nærtækt dæmi úr náttúrunni er elding. Hún myndast við það að spennumunur milli jarðar og skýs verður það mikill að einangrunarstyrkur loftsins á milli nægir ekki og það myndast leiðandi rás sem birtist okkur sem elding milli skýs og jarðar.

Mynd:

...