Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar prik er kjánaprik?

Guðrún Kvaran

Orðið kjánaprik er notað í fremur gælandi tóni við krakka. Elsta og í raun eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness. Kjánaprik er samsett úr kjáni 'bjáni, einfeldningur' og prik.

Margir myndu væntanlega segja að hinir frægu Steini og Olli (e. Laurel og Hardy) væru kjánaprik.

Prik er þarna ekki í algengustu merkingunni 'grannur stafur' heldur í merkingunni 'mjósleginn drengsnáði'. Þótt orðið hafi hugsanlega verið notað um drengi í upphafi er það nú notað jafnt um bæði kynin.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.6.2014

Spyrjandi

Sigurður Jóhannesson, Kári Rafn Karlsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar prik er kjánaprik?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2014. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=66667.

Guðrún Kvaran. (2014, 30. júní). Hvers konar prik er kjánaprik? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66667

Guðrún Kvaran. „Hvers konar prik er kjánaprik?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2014. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66667>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar prik er kjánaprik?
Orðið kjánaprik er notað í fremur gælandi tóni við krakka. Elsta og í raun eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness. Kjánaprik er samsett úr kjáni 'bjáni, einfeldningur' og prik.

Margir myndu væntanlega segja að hinir frægu Steini og Olli (e. Laurel og Hardy) væru kjánaprik.

Prik er þarna ekki í algengustu merkingunni 'grannur stafur' heldur í merkingunni 'mjósleginn drengsnáði'. Þótt orðið hafi hugsanlega verið notað um drengi í upphafi er það nú notað jafnt um bæði kynin.

Mynd:

...