Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?

Guðrún Kvaran

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio.


Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í málið fljótlega eftir kristnitöku eins og svo mörg önnur orð sem tengjast helgihaldi. Þar mætti nefna orðin altari, djákni, kirkja, klerkur, messa. Bæði orðin ferma og ferming koma fyrir í fornum heimildum eins og til dæmis Postulasögum. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:171) er talið líklegt að sögnin fermatökuorð úr miðlágþýsku eins og mörg önnur orð tengd kristni og kirkju. Í miðlágþýsku var sögnin vermen sem aftur er fengin að láni úr latínu firmāre 'festa, styrkja’.

Nafnorðið ferming er líklegast tökuorð úr miðlágþýsku, vermen, sem var aftur fengið úr latínu firmāre.

Latneska nafnorðið confirmation 'styrking, staðfesting’ og sögnin confirmāre 'styrkja, staðfesta’ eru af sama stofni og ferma, mynduð með forskeytinu con- 'sam-, saman’. Öll eru latnesku orðin leidd af lýsingarorðinu firmus 'fastur, sterkur, stöðugur, staðfastur’. Flest nágrannamálin hafa valið forskeyttu sögnina og þá um leið forskeytta nafnorðið, til dæmis konfirmere, konfirmation, þ. Konfirmieren, Konfirmation, en íslenska heldur sig við gamla tökuorðið, enda náði latneski forliðurinn con- aldrei að festa hér rætur.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.6.2014

Spyrjandi

Sigrún Hermannsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67275.

Guðrún Kvaran. (2014, 10. júní). Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67275

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67275>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio.


Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í málið fljótlega eftir kristnitöku eins og svo mörg önnur orð sem tengjast helgihaldi. Þar mætti nefna orðin altari, djákni, kirkja, klerkur, messa. Bæði orðin ferma og ferming koma fyrir í fornum heimildum eins og til dæmis Postulasögum. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:171) er talið líklegt að sögnin fermatökuorð úr miðlágþýsku eins og mörg önnur orð tengd kristni og kirkju. Í miðlágþýsku var sögnin vermen sem aftur er fengin að láni úr latínu firmāre 'festa, styrkja’.

Nafnorðið ferming er líklegast tökuorð úr miðlágþýsku, vermen, sem var aftur fengið úr latínu firmāre.

Latneska nafnorðið confirmation 'styrking, staðfesting’ og sögnin confirmāre 'styrkja, staðfesta’ eru af sama stofni og ferma, mynduð með forskeytinu con- 'sam-, saman’. Öll eru latnesku orðin leidd af lýsingarorðinu firmus 'fastur, sterkur, stöðugur, staðfastur’. Flest nágrannamálin hafa valið forskeyttu sögnina og þá um leið forskeytta nafnorðið, til dæmis konfirmere, konfirmation, þ. Konfirmieren, Konfirmation, en íslenska heldur sig við gamla tökuorðið, enda náði latneski forliðurinn con- aldrei að festa hér rætur.

Mynd:

...