Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?

Sævar Helgi Bragason

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta sinn sem tilraun verður gerð til að lenda á halastjörnu.

67P/Churyumov-Gerasimenko er 4 km breið halastjarna í að meðaltali 3,5 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni (~525 milljón km). Úkraínski stjörnufræðingurinn Klim Ivanovich Churyumov fann halastjörnuna á myndum sem stjörnufræðingurinn Svetlana Gerasimenko frá Tadsjikistan tók 11. september 1969.

Mynd af halastjörnunni Churyumov-Gerasimenko sem tekin var með New Technology Telescope hinn 26. febrúar 2006. Halastjarnan var þá í um 600 milljón km fjarlægð frá jörðu.

Halastjarnan 67P/Churyumov-Gersimenko er ein fjölmargra skammferðarhalastjarna sem hafa innan við 20 ára umferðartíma um sólina og lítinn brautarhalla. Þyngdarkraftur Júpíters stjórnar brautum þeirra og eru þær því einnig kallaðar á ensku Jupiter Family Comets.

Árið 1959 gerðist halastjarnan nærgöngul við Júpíter sem olli því að hún færðist nær sólu. Í dag er halastjarnan á mjög sporöskjulaga braut um sólina með 6,45 ára umferðartíma. Við sólfirð er hún í 5,7 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólu, en í 1,3 stjarnfræðieininga fjarlægð við sólnánd. Hún var seinast í sólnánd í febrúarlok árið 2009. Næst verður hún í sólnánd þann 13. ágúst 2015.

Árið 2003 tók Hubblessjónaukinn myndir af halastjörnunni. Úr þeim var útbúið þrívítt kort af henni og snúningstíminn mældur sem reyndist um 12 klukkustundir.

Mjög lítið er vitað um halastjörnuna.

Mynd:


Þetta svar er lítill hluti af pistlinum Rosetta (geimfar) á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

17.2.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2014. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66721.

Sævar Helgi Bragason. (2014, 17. febrúar). Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66721

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2014. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66721>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta sinn sem tilraun verður gerð til að lenda á halastjörnu.

67P/Churyumov-Gerasimenko er 4 km breið halastjarna í að meðaltali 3,5 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni (~525 milljón km). Úkraínski stjörnufræðingurinn Klim Ivanovich Churyumov fann halastjörnuna á myndum sem stjörnufræðingurinn Svetlana Gerasimenko frá Tadsjikistan tók 11. september 1969.

Mynd af halastjörnunni Churyumov-Gerasimenko sem tekin var með New Technology Telescope hinn 26. febrúar 2006. Halastjarnan var þá í um 600 milljón km fjarlægð frá jörðu.

Halastjarnan 67P/Churyumov-Gersimenko er ein fjölmargra skammferðarhalastjarna sem hafa innan við 20 ára umferðartíma um sólina og lítinn brautarhalla. Þyngdarkraftur Júpíters stjórnar brautum þeirra og eru þær því einnig kallaðar á ensku Jupiter Family Comets.

Árið 1959 gerðist halastjarnan nærgöngul við Júpíter sem olli því að hún færðist nær sólu. Í dag er halastjarnan á mjög sporöskjulaga braut um sólina með 6,45 ára umferðartíma. Við sólfirð er hún í 5,7 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólu, en í 1,3 stjarnfræðieininga fjarlægð við sólnánd. Hún var seinast í sólnánd í febrúarlok árið 2009. Næst verður hún í sólnánd þann 13. ágúst 2015.

Árið 2003 tók Hubblessjónaukinn myndir af halastjörnunni. Úr þeim var útbúið þrívítt kort af henni og snúningstíminn mældur sem reyndist um 12 klukkustundir.

Mjög lítið er vitað um halastjörnuna.

Mynd:


Þetta svar er lítill hluti af pistlinum Rosetta (geimfar) á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

...